Efst á síðu
Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hér eru þeir skólar sem hafa skráð sig til leiks. Ef smellt er á nafn skólans má skoða þeirra lýsingu á hvað ætlunin er að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum.

Skráning 2021
Nafn skólaTengill á heimasíðu skólans
Rimaskóliwww.rimaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Rimaskóli tók þátt með því að kennarar ræddu við nemendur um virkan ferðamáta og sendu upplýsingapóst til foreldra og hvöttu þá til að aðstoða börnin sín til að taka þátt. Kennarar skráðu fjölda nemenda sem notuðu virkan ferðamáta og fjölda þeirra sem keyrðir voru í skólann. Heildarniðurstaðan var sú að 91,7% nemenda notuðu virkan ferðamáta en 8,3% voru keyrðir í einkabíl, oftast vegna þess að þeir eiga heima fjarri skólanum.

FossvogsskóliFossvogsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Ekki búið að taka ákvörðun um. 5.-7. bekkur er keyrður upp í Korpuskóla og nemendur í 1.-4. bekk eru að flytja í færanlegar kennslustofur. Líklega verður gerð könnun í 1.-4. bekk um komur í og úr skóla.

Leikskólinn Furuskógurhttps://furuskogur.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við ætlum að hvetja börn, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla og labba til og frá skóla.

Glerárskólihttps://glerarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Við tökum skráningar hjá nemendum og starfsmönnum yfir hálfs mánaðar tímabil. Hvetjum alla til að taka þátt og erum svo með heimatilbúinn verðlaungrip sem fer á milli vinningshafa hjá nemendum ásamt því að þrír efstu bekkirnir fá viðurkenningarskjöl frá skólanum.  

Vesturbæjarskólihttps://vesturbaejarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Allskonar, umræður um umferð og öryggi og margt fleira.

Waldorfskólinn í Lækjarbotnumwww.waldorfskolinn.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Skólarútan mun leggja við afleggjarann við Suðurlandsveg. Nemendur ganga frá afleggjara á gönguslóða sem liggur um heiðina að skólanum, um 1km leið dag hvern. Tímabilið sem er gengið er frá 6. október til 22. október, 12 skóladagar alls.

Hvolsskólihttp://hvolsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvolsskóli hefur undanfarin ár tekið þátt í þessu verkefni að ganga í skólann. Í Hvolsskóla eru um 230 börn og hátt í helmingur þeirra ferðast til og frá skóla með skólabílum. Það hefur því stór hluti barnanna ekki tök á að ganga í skólann. Hvolsskóli hefur því reynt að hafa hreyfinguna innan skólatíma í staðinn. Allir íþróttatímar eru útitímar í september eða þangað til veðrið leyfir. Farið er í fjallgöngu á hverju hausti þar sem nemendum Hvolsskóla gefst kostur á að hafa gengið á 10 tinda þegar skólagöngu þeirra lýkur. Eins hefur árlega verið tekið þátt í skólahlaupi ÍSÍ þar sem nemendur ýmist hlaupa og/eða ganga minnst 2,5km hring og mest 10km hring.

Grunnskólinn á Þingeyriwww.grthing.isafjordur.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Nota dagatal göngum í skólan og keppa um gullskóinn 2021, elsta stig hlaut hann í fyrra. Við ætlum að bjóða lögreglunni í heimsókn, minna á endurskinsmerki og fl. ásamt því að minna á hjálma notkun. Átakið byrjaði 8.okt í göngu viku - allir ná S hópar ganga á fjöll að þessu sinni. Elstu nemendurnir ætla á Kaldbak hæðsta fjall Vestfjarða

Þelamerkurskólithelamork.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Nemendur og starfsmenn skólans ganga alltaf Míluna í upphafi skóladags. Þar sem nemendur koma með skólabíl þá er það okkar hreyfing á hverjum degi. Tengt þessu verkefni ætlum við að telja allar mílur sem eru farnar á þessu tímabili, setja okkur markmið og hafa það sjónrænt á vegg þannig allir geta fylgst með hvernig gengur. Í lokin verður síðan uppskeruhátíð og Göngum í skólann fagnað. Fyrir utan það ætlum við að vera dugleg að efla til hreyfingar, bæði innan og utan skóla, og fá foreldrana með og senda reglulega heim hvatningar pósta til að fá fjölskylduna til að hreyfa sig saman og minna á hvaða hreyfingin er okkur mikilvæg. 

Hraunvallaskóliwww.hraunvallaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Vikuna 20.-24. September hvetjum við nemendur og starfsfólk til þess að ganga í skólan. Umsjónakennarar merkja við þá sem að ganga í skólan. Keppni er á milli bekkja um hver gengur oftast í skólan og fær sá bekkur Gyllta stígvelið sem er farands verðlaun.

Grunnskólinn í Borgarnesihttps://grunnborg.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Grunnskólinn í Borgarnesi mun hvetja alla umsjónarkennara til að nýta sér haustdagana í útiveru og útikennslu. Göngutúrar um nærumhverfið samþætt með ýmiskonar verkefnum og umferðarfræðslu er það sem við hvetjum til. Einnig erum við komin með nýja og glæsilega útikennslustofu sem tilvalið er að nota af þessu tilefni.

Vopnafjarðarskólivopnaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Skólinn ætlar að hvetja nemendur og starfsfólk til að ganga í skólann.

ÖldutúnsskóliHilmar Erlendsson

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Upplýsingar verða sendar á starfsfólk og foreldra. Umsjónarkennarar munu síðan kynna verkefnið fyrir nemendum. Þeir bekkir sem geta tengd námsefni við verkefnið göngum í skólan munu gera slíkt.

Kerhólsskóliwww.kerholsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Þar sem að nemendur koma að miklu leiti í skólabílum í skólann ætlum allir bekkir að fara í daglegan göngutúr 1 viku á tímabilinu.

Brekkuskóliwww.brekkuskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Gullskórinn, keppni milli árgangaFræðsla um umferðaröryggiFræðsla um nærumhverfi og ferðir á svæði umhverfis skólannÚtivistardagur

Seyðisfjarðarskólihttps://seydisfjardarskoli.sfk.is/is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Mánaðarmótin ágúst/sept erum við alltaf með göngudag þar sem allar bekkjardeildir skólans fara í styttri eða lengri göngur. En við munum hvetja umsjónarkennara til að brjóta upp daginn í lok verkefnisins, hvort sem það verður í formi gönguferðar, hjólaferðar eða annarrar hreyfingar.

Grenivíkurskólihttps://www.grenivikurskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur og starfsfólk til að nýta virkan ferðamáta í og úr skóla. Hvatningarpóstur til foreldra og virkur ferðamáti skráður í hverjum bekk í tvær vikur.

Furuskógur við ÁlandFuruskógur / Grenillundur

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Góðan dagþetta er í þriðja sinn sem að deildin Grenilundur á leikdkólanum Furuskógi tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann.börnin setja mynd af sér við viðeigandi faramata þ..e ganga, hjóla, strætisvagn eða einkabíll.Þarna skapast oft miklar umræður um hvernig við mættum í skólan og eins kemur þetta inn á stærðfræði því þau eru að telja hversu margir komu......

Myllubakkaskóliwww.myllubakkaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hvetja nemendur og starfsfólk að ganga í og úr vinnu og auka þannig hreyfinguna.  

Háaleitisskólihttp://haaleitisskoli.reykjanesbaer.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 við í Háaleitisskóla ætlum að útbúa kynningarefni fyrir skólann og setja niður hugmyndir um hvað börnin geta gert á meðan á þessu verkefni stendur. Það er ágætis vegalengd frá hverfinu og að skólanum og munum við því nýta tímann í skólanum til þess að kynna börnin fyrir nærumhverfi sínu og upplýsa þau um kosti þess að ganga á hverjum degi

Heiðarskóliheidarskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Verkefnið verður í gangi frá 8.sept – 6.okt. Þessa daga erum við að hvetja nemendur og starfsfólk til að ganga í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.Ef nemandi býr örstutt frá skólanum þarf hann að ganga einn hring í kringum skólann til að fá stig. Þeir sem koma með bíl eða strætó þurfa að fara fyrr út úr ökutækinu og ganga síðasta spölinn eða ganga einn hring í kringum skólann til að fá stig. Hver nemandi getur fengið eitt stig á dag. Sá bekkur sem fær hæsta þátttökuhlutfall fær viðurkenningu. Einnig ræddum við að bæta við að hver bekkur getur fengið 5 aukastig ef hann fer saman í göngutúr.Umsjónakennarar fengu nokkrar hugmyndir sem hægt er að gera með bekkjunum til að gera aðeins meira úr verkefninu ásamt ábendingu um að nýta heimasíðu verkefnisins þar sem er hægt er að nálgast enn fleiri hugmyndir að verkefnum:Yngsta stig – Hver bekkur býr til gönguleið í hverfinu og merkir ljósastaura á leiðinni með sögum eða jákvæðum orðum. Árgangarnir gætu þá látið gönguleiðina heita nafni í takt við það sem sett er á staurana (sögugangan, ævintýragangan, málsháttagangan, brandaragangan, listaverkagangan).Svo mætti tíma- og lengdarmæla gönguleiðina.Miðstig – Gönguferð einu sinni í viku eða oftar, safna rusli, finna eitthvað í náttúrunni sem hægt er að vinna með t.d. laufblöð.Elsta stig – Gönguferð þar sem hægt er að taka myndir af hættulegum gatnamótum/stöðum í umferðinni eða skemmtilegum hlutum í umhverfinu.
Hvatning til kennara að fara í göngu og vinna ýmis verkefni í henni alla vegana einu sinni í viku á meðan á átakinu stendur

LindaskóliMaría Guðnadóttir

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Keppa um gull-og silfurskóinn

Hvassaleitisskóliwww.hvassaleitisskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Skrá hversu margir ganga í skólann á hverjum degi. Halda uppá það í lokin mep einhverskonar húllum hæi. (er í nefnd).

Lundarskólihttps://www.lundarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Nokkrir árgangar ætla að taka þátt í verkefninu. Stuðla að aukinni útivist og hreyfingu og hvetja nemendur og starfsfólk skólans til að taka þátt.

Selásskóliselasskoli@selasskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Sendur póstur heim og foreldrar/forráðamenn hvattir til að finna örugga leið í skólann og taka virkan þátt með okkur. Bekkjarlisti í hvern bekk þar sem skráð er virkur ferðamáti hvern dag 8.sept. - 6.okt.Hlutfall af bekk tekin saman, og sá bekkur sem hefur staðið sig best fær farandbikar sem er gullskór ofaná stein.Verkefni útskýrt og nemendur hvattir af kennurum til að nota virkan ferðamáta.Kennarar og nemendur skólans fara saman í göngu frá skóla. (9. sept.)

Giljaskólihttps://www.giljaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hvetja nemendur og starfsfólk til að koma með virkum ferðamáta í skólann.Hvatningarpóstur til foreldra.Göngudagur.Hvatning á skjá. Sýnilegt skráningarkerfi í bekkjum. 

Lækjarskólihttps://www.laekjarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við ætlum að halda upp á daginn með einhverri skemmtilegri uppákomu.

Sandgerðisskólihttps://www.sandgerdisskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hafa dag tileinkað verkefninu. Hvetja börnin til þess að ganga í skólann, kennarar fara í göngutúra um nágrennið til að skoða ýmsar leiðir sem börnin gætu farið. Hjólatúrar.

Nesskóli Neskaupstaðwww.nesskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Umsjónarkennarar finna leiðir í gegn um googlemap hverjir geta verið samferða í skólann og hvetja til að ganga eða hjóla í skólann. Gönguferð hjá öllum bekkjum fyrsta daginn í verkefninu, fjallganga á öllum skólastigum, fjöruferðir, útileikfimi, útimatreiðsla í skógrækt í valhópum, vatnsrennibraut á öllum skólastigum. Heilsueflandi hópur Nesskóla skipuleggur gönguferð fyrir starfsmenn einu sinni í viku eftir vinnu og eins "Húllum hæ- dag" á alþjóða Göngum í skólann deginum.

Grunnskóli Borgarfjarðar eystrahttps://www.borgarfjordureystri.is/is/grunnskoli/forsida-grunnskolans

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Ganga frá Borgarfirði til Breiðuvíkur. Lagt af stað að morgni 15. sept. Gistum eina nótt og komum heim um kl. 15:00 fimmtudaginn 16. september.Morgunganga nemenda kl. 8:10-8:25 þrjá daga í vikuBjóða foreldrum að vera með í einum íþróttatíma á tímabilinu. Eftir að ákveða nákvæmlega hvað verður boðið upp á í þeirri kennslustund.

Breiðholtsskólimaria.drofn.egilsdottir@rvkskolar.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hugmyndin er að þann 8. september finni hvert stig eða árgangur hentugan tíma dagsins og gönguleið til að fara út að ganga með sinn árgang !Það er svo í höndum hvers og eins kennara að vinna verkefni með sínum bekkjum í sambandi við Göngum í skólann verkefnið.

Kópavogsskóliwww.kopavogsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Biðja foreldra og nemendur til að ræða um mikilvægi hreyfingar og hvetja nemendur til þess að ganga í skólann. Kennarar ræða um mikilvægi hreyfingar og umferðarreglur.

Víkurskóli, Vík í Mýrdalvikurskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hefjum verkefnið með viðburði í skólanum þann 8.sept þar sem allir nemendur skólans (1. - 10.b.) fara sameiginlega í hreyfileiki úti.Þrisvar í viku sjá umsjónakennarar um auka hreyfistund í 20 mín. með sínum hópi, þar sem farið verður í gömngutúra, leiki, hjólaferðir o.s.frv. Skólinn tekur þátt í Ólýmpíuhlaup ÍsÍ.Haustferðir skólans verða með sérstaka áheyrslu á hreyfingu og útivíst, þetta árið verða farið í fjallgöngur.

Patreksskólihttps://patreksskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Leggja áherslu á hreyfingu og að foreldrar taki þátt í átakinu með börnunum sínum.

Grunnskóli Grundarfjarðargrundo.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Leggja áherslu á þemað fyrstu vikuna og smá hvatningarátak milli bekkja.

Kársnesskólilaravaldis@kopavogur.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 

Oddeyrarskólihttps://oddeyrarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hvetja starfsmenn og nemendur til að nota virkan ferðamáta þegar komið er í skólann. Nemendur taka stutta morgungöngu, 1-2 km í upphafi skóladags a.m.k. einn dag vikunnar.

Akurskóliakurskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Keppni verður á milli bekkja um gullskóinn. Sá bekkur sem hefur bestu þátttöku af þeim bekkjum í sínu aldurstigi hreppir gullskóinn. Verðlunaafhending verður á sal skólans þar sem nemendur og starfsfólk keppa í ýmsum þrautum.

Ölduselsskólihttps://olduselsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við munum vinna að ýmsum fjölbreyttum verkefnum með nemendum í 1. - 10. bekk í tenglum við heilsueflingu og umhverfismennt.

Snælandsskólihttps://snaelandsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Umferðafræðsla

Stekkjaskólihttps://stekkjaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við í Stekkjaskóla ætlum að hvetja nemendur til að ganga eða hjóla í skólann í eina viku og vinna með mismunandi vinnu í kringum verkefnið eftir aldri. Við skoðum hverfið í kringum skólann, öruggar göngu- og hjólaleiðir og ýmislegt annað.

GrandaskóliGrandaskóli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 t.dAð æfa nemendur í yngstu bekkjunum að fara yfir gangbrautir.Að gera könnun meðal nemenda um hvernig þau komu í skólannAð kanna öruggustu leiðina heim úr skólanumFræðsla um umhverfisvænann ferðamáta.

Borgaskólihttps://borgaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Fara yfir með nemendum öruggar göngu og hjólaleiðir í skólann í öllum árgögnum. Fara í gönguferðir í næsta nágrenni skólans. Fá foreldra með okkur í lið. Markmiðið er að draga úr bílaumferð við skólann. Veita þeim nemendahópum sem standa sig vel í verkefninu viðurkenningu.

Grunnskóli Reyðarfjarðarhttps://www.grunnrey.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

•Útivistardagur•Heimilisfræði, næringar og heilsu átak•Skrá niður í eina viku, keppni og verðlaun milli bekkja. Fyrir þann bekk sem gengur best, ávaxtarkarfa og gullskórinn. •Ólympíuhlaupið•Gróðursetja 500 tré á milli teigargerðis og kirkjugarðs (fyrir ofan Alcoa), gengið og gróðursett. •Hvetja til útikennslu í öllum fögum og stigum.

Álftanesskóliwww.alftanesskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Allur skólinn mun fara í göngu um Álftanes á ákveðnum degi. Kennarar verða hvattir til að fara í göngu með nemendur 2-3x í viku og fá hugmyndir að verkefnum sem hægt er að vinna/leysa á leiðinni.

Grunnskólinn á Hólmavíkhttp://www.strandabyggd.is/grunnskolinn/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Skólinn eflir til keppni nemenda á milli deilda um hver labbar oftast eða lengst. Nemendur sjálfir hafa haft ákveðnar skoðanir á hvað er gert í tilefni átaksins og svo verður einnig nú. Umhverfisnefnd skólans á eftir að funda um málið og leggja línurnar hvað gert verður.

Sunnulækjarskólihttps://sunnulaek.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Ólympíuhlaup ÍSÍ - Hvatning til kennara að vera með skipulagða hreyfitíma sem og gönguferðirGönguferðir í útikennslu.

Laugarnesskólihttps://laugarnesskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Allir hvattir að ganga, hjóla og þess háttar. Allir hlaupa eina mílu...bekkir fara út til að hlaupa saman.

Hríseyjarskólihttps://hriseyjarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hríseyjarskóli hvetur starfsfólk og nemendur til að ganga í skólann, fara í daglegar gönguferðir.9. októrber bjóðum við foreldrum með okkur í gönguferð.

Hofsstaðaskólihttp://hofsstadaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Í Hofsstaðaskóla verða nemendur hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Áhersla verður á umferðarfræðslu hjá yngstu nemendum skólans. Allir taka þátt í Ólympíuhlaupi Íslands auk þess sem allir bekkir verða hvattir til að fara í göngutúr í nágrenni skólans í tilefni verkefnisins.

Grunnskóli SeltjarnarnessGrunnskoli Seltjarnarnes.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við munum hvetja alla nemendur til að koma gangandi eða hjólandi í skólan. Kennarar skrá ferðamátann í sínum bekk. Keppt er um Gull-, silfur-. og bronsskóinn

Gerðaskóligerdaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Gerðaskóli ætlar að hvetja nemendur okkar og starfsfólk að koma gangandi skólann. Við leggjum mikla áherslu á öryggi og fræðslu fyrir yngstu nemendur okkar t.d með umferðaröryggi á leið í og úr skóla. Fáum einnig fræðslu frá lögreglunni. Höfum hvatt kennara til að nýta mánuðinn í útikennslu þar sem áhersla er lögð á hreyfingu.

Grunnskóli Fjallabyggðargrunnskoli.fjallabyggd.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Halda keppni innanhús milli bekkja og hvetja alla til þess að ganga í skólann eða hjóla. Svo verður verðlaunaafhending um gullskóinn og silfurskóinn.

Grunnskólinn á Þórshöfnwww.grunnskolinn.com

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Nemendur merkja við á blöð inni í stofum ef þau komu á eigin afli í skólann, það er hvetjandi og það myndast pínu keppni á milli bekkja því við tökum niðurstöður saman í lokin.Lokadaginn fá allir bekkir sérstaka ávaxtakörfu, með framandi ávöxtum sem við vitum að þau eru ekki vön að fá.Við höldum áfram að leggja áherslu á hreyfingu í frímínútum með skipulögðum leikjum fyrir þá sem vilja og fleiri íþróttatíma en skylda er.Börn sem koma með skólabíl gefst kostur á að taka þátt í göngum í skólann því skólabílar stoppa í miðbænum og labba börnin þaðan.

Foldaskóliwww.foldaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hvetja nemendur til að koma með vistvænum hætti í skólann. Vinna með verkefnið á mismunandi hátt eftir aldri og þroska, umræður, veggspjöld o.fl. Skólinn tekur þátt í Ólympíuhlaupinu 10. september.

Blönduskólihttps://www.blonduskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Keppni milli bekkja um hvaða bekkur kemur oftast gangandi/hjólandi í skólann .FjölskyldugangaHvatningarefni sem tengist átakinu sent á kennara og þeirra val hvort þeir vilja nýta eður ei.

Áslandsskóliwww.aslandsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Allir bekkir í 1. - 7. bekk merkja inn í töflu hvernig nemendur komu í skólann þann morguninn. Kennarar hvetja nemendur til að ganga, hjóla eða koma á hlaupahjóli. Farið yfir umferðarreglur sem passa hverjum árgangi, nota leiðbeiningar á vefsíðunni www.umferð.isÍ lok átaksins verður einn árgangur í yngri deild og annar í árgangur í miðdeild sem fær gullskóinn.  

Grunnskólinn í Stykkishólmihttps://grunnskoli.stykkisholmur.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hver og einn bekkur ætlar að útfæra sitt verkefni og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Ég veit að 3.b ætlar í umhverfisgöngu til að skoða hvað megi betur fara í umhverfinu og farið verður með þær ábendingar til bæjarstjóra.

Víðistaðaskólihttps://www.vidistadaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hver árgangur tekur fyrir mismunandi verkefni og hafa kennarar meðal annars tengt þetta verkefni við stærðfræði með því að reikna út vegalengdir, meðaltöl, heimfært á súlurit og jafnvel búið til stór platköt. Lagt er til að hvert aldurstig fari í 30 - 40mín göngu um nærumhverfi skólans.

Grunnskóli Vestmannaeyjagrv.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Fara í göngurHafa keppni á yngsta- og miðstigi um Gullskóinn. Hvaða bekkur er duglegastur að ganga í skólann?Umferðafræðsla - ýmis verkefni

Húsaskólihttps://husaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Gönguferðir og vikulegar áskoranir til bekkjanna. Verðlaunaafhending í lok verkefnisins.

Njarðvíkurskólihttps://www.njardvikurskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Í Njarðvíkurskóla ætlum við að hvetja nemendur okkar og starfsfólk að koma gangandi skólann. Við leggjum mikla áherslu á öryggi og fræðslu fyrir yngstu nemendur okkar t.d með umferðaröryggi á leið í og úr skóla. Einnig munum við taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ ásamt því að hvetja kennara til að nýta mánuðinn í útikennslu þar sem áhersla er lögð á hreyfingu.

Grunnskóli Djúpavogshttps://www.djupavogsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Erum enn að plana.Hugmyndin er að nota Íþróttakennsluna og aðra kennslu tíma fyrir Göngum í skólann.Spurningakeppni um náttúruna.Skipta nemendum í hópa og keppast um að svara spurningum um náttúrna á hverjum stað fyrir sig.

Húnavallaskólihttps://www.hunavallaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Í Húnavallaskóla koma allir nema tveir nemendur með skólabíl í skólann. Við ætlum því að ganga saman á hverjum morgni þega nemendur eru mættir. Við reiknum með að ganga alla skóladaga í september að minnsta kosti.

Ártúnsskóliartunsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hópgöngu, hvetja til gönguferða bekkja, vinna með öruggustu leiðina í skólann

Stapaskólihttps://www.stapaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Taka tvær vikur þar sem nemendur skrá niður þá daga sem þau nota virkan ferðamáta. Ólympíuhlaup ÍSÍ verður haldið sama dag og göngum skólann verkefnið hefst. Vera dugleg að hvetja nemendur til að notast við virkan ferðamáta.

GrundaskóliGrundaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Skólahlaup verður byrjunin á verkefninu og svo skoðum við framhaldið

Grunnskóli Hornafjarðarhttps://gs.hornafjordur.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Skólinn er heilsueflandi skóli og er mikið í útikennslu, eru að auka við hreyfingu nemenda og kennara. Skólinn ætlar að hvetja nemendur og starfsmenn til þess að nýta sér virkan ferðamáta í skólann. Vegna aðgengismála við skólann í haust þá ætlum við að byrja strax að hvetja alla til þess til að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti við skólan. Þegar göngum í skólan byrjar formlega þá ætlum við að fara á stað með keppni um gullskóinn þar sem nemendur keppast um gullskó sem við bjuggum til í fyrra og fá nemendur stig fyrir að nýta sér virkan ferðamáta í og úr skóla.  Sá bekkur sem er duglegastur að nýta sér virkan ferðamáta hlýtur síðann gullskóinn og fær að hafa hann inni í bekknum hjá sér út skólaárið. Keppnin stendur yfir í 3-4 vikur.

Grunnskóli Drangsnesshttps://skoli.drangsnes.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við munum hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skólans til þess að ganga eða hjóla til og frá skóla. Farið verður í skipulagðar gönguferðir um nágrenni skólans með það að markmiði að kynna áhugaverðar gönguleiðir og staði. Farið verður í skógargöngu, fjallgöngu og fleira á tímabilinu.

Norðlingaskólihttps://nordlingaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Verkefnið verður sett af stað 8. sept. með smá athöfn þar sem Borgarstjórinn kemur og röltir með nemendum í 5. bekk smá hring í nágrenni skólans. Verkefnið verður í gangi í um mánuð og á þeim tíma verður m.a. haldin myndasamkeppni þar sem nemendur fá frjálsar hendur með að teikna mynd af viðfangsefnum tengum göngum í skólann og hreyfingu almennt. Eldi nemendur við skólann fá það verkefni á tímabilinu að sýna fram á aukna hreyfingu inn á appinu-sidecick.
Að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Að fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og bættrar lýðheilsu. Að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.

Breiðgerðisskólihttps://breidagerdisskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 -Við ætlum að kynna það fyrir nemendum -Gera það sýnilegt fyrir þeim

Hamraskólihttps://hamraskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Kennara munu aðstoða nemendur að skrá með hvaða ferðamáta krakkarnir koma í skólann. Sá bekkur sem að er með hæsta hlutfall þeirra sem ganga, hlaupa eða hjóla í skólann fá afhentan "Gullskóinn" ásamt viðukenningarplaggi fyrir árangur sinn.Umsjónarkennarar munu hvetja nemendur til þess að ganga í skólann og benda á kosti hreyfingar og heilbrigs lífernis. Einnig munu kennarar fara með hópa í gönguferðir og reynt verður að skipuleggja leiki og/eða aðra hreyfingu á þessum vikum.

Tálknafjarðarskólihttps://talknafjardarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Merkja við hvernig nemendur koma í skólann og telja saman kílómetrana.

Klébergsskólihttps://klebergsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Samvera á sal þar sem farið er yfir öryggi í umferðinni. Húllumhæ og upphitun fyrir Ólympíuhlaup ÍSÍ

Smáraskólihttps://smaraskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Óvænt

Grunnskólinn á Ísafirðigrisa.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hver árgangur mun fara í fjallgöngur í september

Engjaskólihttps://engjaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Nemendur munu skrá hjá umsjónakennara hvernig þeir mæta í skólann í 3 vikur.Áhersla á er að nota virkan ferðamáta.Sá árgangur sem sigrar mun varðveita "Gullskóinn" út skólaárið.

Síðuskólihttps://www.siduskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Stefnan er að hefja átakið með skólahlaupi (Ólympíuhlaup) og í framhaldi að hvetja nemendur til að nýta sér virkan ferðamáta í leið sinni í og úr skóla. Átakinu fylgir fræðsla um mikilvægi hreyfingar, umferðaröryggi og loftslagsáhrif m.a. Markmiðið er að viðhada og bæta árangur síðustu ára og fá yfir 90% nemenda skólans til að nýta sér virkan ferðamáta.

Reykhólaskólihttp://www.reykholar.is/skoli/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Nemendur í göngufæri við skólann hvattir til að ganga alla daga í skólann. Skólabílar stoppa lengra frá skóla.Útikennsli með góðum gönguferðum.Haustferð, gönguferð í sveitarfélaginu.Ólympíuhlaupið

Heim
  • Forsíða
  • Skráning
  • Skráðir skólar
  • Sendu okkur
    • Myndir
    • Myndbönd
    • Frásagnir
  • Um GÍS
    • Að taka þátt
    • Ýmislegt gagnlegt
    • Árin
    • Fréttir
    • Hafa samband
  • Umferð.is
  • Heilsuefling
Efst á síðu
  • Þú ert hér:
  • Forsíða
  • Skráðir skólar
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík
Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi