09.08.2024 11:30

Göngum í skólann hefst 4. september

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræsir verkefnið Göngum í skólann í átjánda sinn miðvikudaginn 4. september næstkomandi. Ætlar þinn skóli ekki örugglega að taka þátt?
Sjá nánar
04.10.2023 10:46

Þátttaka 2023

Í ár tóku 83 grunnskólar þátt sem er met. Það er virkilega ánægjulegt hvað skólastjórnendur hafa tekið Göngum í skólann verkefninu vel. Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vega um heim. Markmið verkefnisins eru meðal annars að, hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar
Sjá nánar
29.09.2023 09:24

Myndir og frásagnir

Göngum í skólann er í fullum gangi og þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir og frásagnir af því sem fer fram í skólunum í tilefni þessa skemmtilega átaks.
Sjá nánar
25.09.2023 08:00

Íþróttavika Evrópu 2023

Þann 23. – 30. september stendur Íþróttavika Evrópu yfir #BeActive. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk frá Erasmus+ styrktarkerfinu til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að hvetja Evrópubúa til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi og eru allir hvattir til þess að finna sér hreyfingu við hæfi.
Sjá nánar
28.08.2023 10:59

Skráning er hafin í Göngum í skólann 2023

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræsir verkefnið Göngum í skólann í sautjánda sinn miðvikudaginn 6. september nk. Ætlar þinn skóli ekki örugglega að taka þátt í ár?
Sjá nánar
02.08.2023 15:59

Göngum í skólann hefst 6. september

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræsir verkefnið Göngum í skólann í sautjánda sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi. Ætlar þinn skóli ekki örugglega að taka þátt?
Sjá nánar
14.10.2022 13:56

Þátttaka 2022

82 grunnskólar skráðu sig til leiks í ár sem er met. Aldrei hafa fleiri skólar tekið þátt. Árið 2021 voru 79 skólar sem skráðu sig. Samtals sendu 13 skólar okkur myndefni og/eða frásagnir frá viðburðum og verkefnum sem tengdust Göngum í skólann en enginn sendi myndband.
Sjá nánar
16.09.2022 12:23

Frásagnir og myndir

Það er gaman að fylgjast með því sem sem hefur farið fram í skólunum. Þar fá aðrir hugmyndir og þeir sem senda inn aukaefni fá aukaglaðning sem nýtist við íþróttakennsku eða í frímínútum.Við hvetjum alla skráða skóla að setja inn áhugavert efni
Sjá nánar
13.09.2022 11:55

Myndir, frásagnir og myndbönd

Göngum í skólann er í fullum gangi og þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir, frásagnir eða myndbönf af því sem fer fram í skólunum í tilefni þessa skemmtilega átaks.
Sjá nánar
09.09.2022 10:02

Göngum í skólann fer vel af stað

Göngum í skólann fer vel af stað og 78 skólar skráðir til leiks í verkefninu. Þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir og frásagnir af því sem fer fram í skólunum í tilefni af Göngum í skólann
Sjá nánar
31.08.2022 08:50

Skráning í Göngum í skólann er hafin

Göngum í skólann hefst miðvikudaginn 7. september. Skráning skóla fer vel af stað. Hægt er skrá að skólann til leiks á meðan verkefnið stendur yfir eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október næstkomandi. Við hvetjum sem flesta til að skrá skólann sinn sem fyrst.
Sjá nánar
22.08.2022 10:05

Er skólinn þinn skráður?

Skráning er hafin í Göngum í skólann 2022. Hægt er að skrá á meðan verkefnið stendur yfir eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október nk. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig sem fyrst.
Sjá nánar
17.08.2022 14:00

Skráning er hafin í Göngum í skólann

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræsir verkefnið Göngum í skólann í sextánda sinn miðvikudaginn 7. september næstkomandi. Ætlar þinn skóli ekki örugglega að taka þátt í ár?
Sjá nánar
29.10.2021 09:37

Þáttaka

79 (75 árið 2020) grunnskólar skráðu sig til leiks sem er met. Aldrei hafa fleiri skólar tekið þátt. Samtals sendu 13 skólar okkur myndefni og/eða frásagnir frá viðburðum og verkefnum sem tengdust Göngum í skólann en enginn sendi myndband.
Sjá nánar
04.10.2021 16:32

Frásagnir frá skólum

Þann 6. október er alþjóðlegur göngum í skólann dagur og er það jafnframt síðasti dagur Göngum í skólann verkefnisins hér á landi. Það er gaman að fylgjast með því sem sem hefur farið fram í skólunum en þeir skólar sem ekki hafa sent inn efni eru hvattir til þess að gera það. Hér eru nokkrar frásagnir frá skólum sem hafa sent inn efni
Sjá nánar
23.09.2021 16:07

Myndir og frásagnir

Göngum í skólann verkefnið fer vel af stað en alls 75 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu.
Sjá nánar
17.09.2021 14:12

Hvílum bílinn miðvikudaginn 22. september

Evrópska samgönguvikan hófst fimmtudaginn 16. september og stendur til 22. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Átkið hvílum bílinn er á miðvikudaginn 22. september
Sjá nánar
15.09.2021 10:27

Göngum í skólann fer vel af stað

Göngum í skólann fer vel af stað en alls eru nú yfir 73 skólar skráðir til leiks í verkefninu. Þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir og frásagnir af því sem fer fram í skólunum í tilefni af Göngum í skólan
Sjá nánar
23.08.2021 09:00

Skráning í fullum gangi

Opið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2021 og hefur skráning skóla farið vel af stað. Hægt verður að skrá sig til leiks meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 6. október næstkomandi.
Sjá nánar
23.08.2021 07:00

Umferðarvefurinn

Í tilefni af göngum í skólann sem hefst þann 8. september næstkomandi minnum við á umferðarvefinn þar sem finna má mikið af skemmtilegu fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara og foreldra.
Sjá nánar
05.10.2020 09:48

Sögur og myndir frá skólum

Þann 7. október er alþjóðlegur göngum í skólann dagur og er það jafnframt síðasti dagur Göngum í skólann verkefnisins hér á landi. Það er gaman að fylgjast með því sem sem hefur farið fram í skólunum en þeir skólar sem ekki hafa sent inn efni eru hvattir til þess að gera það.
Sjá nánar
02.10.2020 13:06

World Walking Day

Þann 4. október fer fram World Walking Day sem er ganga sem fer fram um allan heim en markmiðið með göngunni er að koma boðhlaupskefli á rafrænan hátt yfir öll 24 tímabeltin. TAFISA (The Association For International Sport for All) skipuleggur verkefnið ár hvert en alls hafa milljónir manns í yfir 160 löndum tekið þátt síðan verkefnið fór fyrst af stað árið 1991.
Sjá nánar
30.09.2020 20:35

Sögur frá skólum

Göngum í skólann fer fram um allt land þessa dagana. ÍSÍ hvetur starfsfólk skóla, foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs. Skráning í Göngum í skólann er í fullum gangi en nú þegar hafa 75 skólar skráð sig til þátttöku í verkefninu. Hægt er að skrá skólann til þátttöku hér á vefsíðu verkefnisins þar til 7. október sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn.
Sjá nánar
25.09.2020 14:42

Íþróttavika Evrópu - leikir á samfélagsmiðlum

Íþróttavika Evrópu hófst þann 23. september síðastliðinn og stendur til 30. september. Í tilefni af því eru tveir leikir á samfélagsmiðlum í gangi en annarsvegar er Instagram myndaleikur þar sem allir eru hvattir til þess að hreyfa sig, taka mynd og birta á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #beactiveiceland. Hinsvegar er TikTok dansáskorun í gangi en allir eru hvattir til þess að læra BeActiveIceland dansinn á TikTok, birta hann og nota myllumerkið #beactiveiceland
Sjá nánar
21.09.2020 10:47

Íþróttavika Evrópu hefst á miðvikudag

Þann 23. – 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu (#BeActive) víðsvegar um Evrópu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk frá Erasmus+ styrktarkerfinu til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að hvetja Evrópubúa til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi og eru allir hvattir til þess að finna sér hreyfingu við hæfi.
Sjá nánar
16.09.2020 13:13

Myndir og frásögn frá Rimaskóla

Það er gaman að fá frásagnir og myndir frá því sem fer fram í grunnskólum landsins í tilefni af Göngun í skólann verkefninu. Nýverið sendi Rimaskóli inn stutta frásögn og myndir með:
Sjá nánar
10.09.2020 14:18

Myndir og frásögn frá Hamraskóla

Göngum í skólann fer vel af stað en alls eru nú 70 skólar skráðir til leiks í verkefninu. Þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir og frásagnir af því sem fer fram í skólunum í tilefni af Göngum í skólann
Sjá nánar
02.10.2019 09:34

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 2. október. Þar með er verkefninu Göngum í skólann formlega lokið þetta árið. Margir skólar sendu inn frásagnir og myndir af því sem fór fram í skólunum og hefur verið gaman að fylgjast með því hversu fjölbreytt og skemmtilegt starfið er í grunnskólum landsins.
Sjá nánar
25.09.2019 10:00

Frásagnir frá skólum

Okkur hafa borist þónokkrar frásagnir af því sem hefur verið gert í tilefni af Göngum í skólann. Hér eru nokkrar skemmtilegar.
Sjá nánar
12.09.2019 13:45

Myndir og frásagnir

Göngum í skólann verkefnið fer vel af stað en alls 73 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu. Víkurskóli sendi nýlega inn frásögn og myndir á vefsíðu verkefnisins en þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda myndir, frásagnir og/eða myndbönd af verkefninu.
Sjá nánar
04.09.2019 11:52

Göngum í skólann er hafið!

Göngum í skólann var sett í Hofsstaðaskóla í Garðabæ í morgun að viðstöddum góðum gestum. Hafdís B. Kristmundsdóttir skólastjóri byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Þráinn Hafsteinsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ tók síðan við og flutti stutt ávarp og stjórnaði dagskrá. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, flutti skemmtilegt ávarp þar sem hún kenndi viðstöddum 3 tákn á táknmáli, göngum, skóli og heim, en það vakti mikla lukku.
Sjá nánar
28.08.2019 11:33

Skráning í fullum gangi

Opið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2019 og hefur skráning skóla farið vel af stað. 35 skólar hafa nú þegar skráð sig. Hægt verður að skrá sig til leiks meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október næstkomandi.
Sjá nánar
26.08.2019 13:51

Íþróttavika Evrópu

Vikuna 23. - 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu víðsvegar um álfuna. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Sjá nánar
08.10.2018 10:56

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn þann 10. október

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er miðvikudaginn 10. október og lýkur þar með Göngum í skólann formlega þetta árið. Alls 75 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu og standa skólarnir fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum í tilefni af því.
Sjá nánar
02.10.2018 14:33

Frásögn frá Hvaleyrarskóla

Þónokkuð af frásögnum frá grunnskólum hafa borist vegna Göngum í skólann. Hvaleyraskóli sendi meðal annars frásögn af því sem fram fór í skólanum í tilefni af verkefninu
Sjá nánar
27.09.2018 09:28

Frásögn frá Húsaskóla

Okkur hafa borist þónokkrar frásagnir af því sem hefur verið gert í skólum í tilefni af Göngum í skólann. Húsaskóli sendi frásögn af metnaðarfullu starfi sem er í gangi hjá þeim og má lesa frásögnina hér:
Sjá nánar
24.09.2018 10:53

Ólympíuhlaupið og Göngum í skólann

Grunnskólinn á Þingeyri hleypti Ólympíuhlaupinu af stað þann 14. september síðastliðinn og tengdi hlaupið við Göngum í skólann verkefnið. Ólympíuhlaupið sem áður var þekkt sem Norræna skólahlaupið​ hefur farið fram í Grunnskólum landsins óslitið frá því árið 1984 og Göngum í skólann fer nú fram tólfta árið í röð.
Sjá nánar
12.09.2018 09:42

Myndir og frásagnir

Göngum í skólann verkefnið fer vel af stað en alls 71 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu. Víkurskóli og Brekkuskóli hafa báðir sett myndir á heimasíðuna en þátttökuskólar eru einmitt hvattir til þess að senda myndir, frásagnir og/eða myndbönd af verkefninu.
Sjá nánar
29.08.2018 15:44

Skráning í fullum gangi

Opið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2018 og hefur skráning skóla farið vel af stað. Hægt verður að srká sig til leiks meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 10. október næstkomandi.
Sjá nánar
23.08.2018 09:35

Aðgát í umferðinni

Nú er skólastarf hafið í flestum grunnskólum landsins og er tilvalið að hvetja börnin til að velja sér virkan ferðamáta í skólann strax í byrjun skólaárs.
Sjá nánar
16.08.2018 08:44

Göngum í skólann 2018

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stað í tólfta sinn miðvikudaginn 5. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Sjá nánar
04.10.2017 08:58

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er í dag

Í dag, 4. október, þá er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn og markar hann leiðarlok verkefnisins þetta árið. Vonandi hefur allt gengið vel í þeim fjöldamörgu viðburðum sem farið hafa fram í grunnskólum um allt land og þökkum við kærlega fyrir þátttökuna.
Sjá nánar
23.09.2017 07:02

Íþróttavika Evrópu er hafin!

Í dag hefst Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) og stendur hún yfir til 30. september. Hún verður ræst með Hjartadagshlaupinu sem hefst í dag kl.10:00 á Kópavogsvelli. Margir viðburðir verða á meðan á Íþróttavikunni stendur og er markmiðið með vikunni að kynna íþróttir og hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingaleysi meðal almennings.
Sjá nánar
21.09.2017 08:00

Bíllausi dagurinn á morgun og umferðaröryggismyndbönd

Á morgun 22. september er bíllausi dagurinn en með honum lýkur Evrópskri Samgönguviku. Ýmislegt er í gangi af því tilefni og frítt verður í strætó. Þá er gott að hafa umferðarreglurnar á hreinu og hægt er horfa á myndbönd um umferðaröryggi frá Samgöngustofu.
Sjá nánar
20.09.2017 12:35

Íþróttavika Evrópu hefst laugardaginn 23. september

Núna um helgina hefst Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) og stendur hún yfir frá 23.-30. september. Göngum í skólann er hluti af því verkefni og markmiðin hin sömu varðandi hreyfingu og heilbrigðan lífstíl grunnskólabarna.
Sjá nánar
14.09.2017 12:28

Ísfirðingar gengu á Sandfellið og Þjórsárskóli hjólaði um Suðurlandið

Mikil stemmning er meðal þátttakenda í Göngum í skólann 2017 og um allt land eru skólar að standa fyrir flottum verkefnum í tilefni af því. Í Grunnskólanum á Ísafirði var farið í árlega fjallgöngu og nemendur í Þjórsárskóla fóru í hjólaferðir um sveitir Suðurlands. Frábær framtak hjá flottum nemendum og starfsfólki.
Sjá nánar
08.09.2017 14:09

Fjallganga í Rimaskóla og skráning heldur áfram

Nemendur í Rimaskóla komu saman á sal þar sem Helgi Árnason skólastjóri fjallaði um mikilvægi hreyfingar, hollustu og heilbrigði. Að því loku gengu allir nemendur hollustuhring umhverfis skólann og nemendur í 6.bekk gerðu gott betur með hressandi fjallgöngu í blíðunni. Skráning hefur farið mjög vel af stað og heldur áfram fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi þann 4. október.
Sjá nánar
06.09.2017 11:55

Göngum í skólann 2017 sett af stað í Víðistaðaskóla

Í morgun fór fram setningarhátíð Göngum í skólann 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þetta er í 11. skipti sem verkefnið fer fram. Mikil gleði ríkti og fluttu nemendur flott tónlistaratriði fyrir hátíðargesti áður en formleg gangsetning fór fram með góðum göngutúr um Víðistaðatún.
Sjá nánar
05.09.2017 06:03

Setningarhátíð í Víðistaðaskóla á morgun

Göngum í skólann 2017 verður sett hátíðlega af stað á morgun, miðvikudaginn 6.september, í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði með ávörpum og tónlistaratriðum. Þetta er í ellefta sinn sem verkefnið er ætlað grunnskólabörnum og markmið þess er að hvetja þau til að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla.
Sjá nánar
04.09.2017 13:36

Örugg ráð, reiðhjólaaðstaða og gangbrautir

Nú er skólastarfið komið á fullt skrið ásamt miklu lífi í félagsmiðstöðvum og íþróttastarfi hjá grunnskólabörnum um allt land. Því er mikilvægt að foreldrar og kennarar taki sér góðan tíma í að fara yfir umferðarreglurnar með hinum ungu vegfarendum og passi upp á að öryggisbúnaður sé í góðu lagi. Einnig er brýnt að reiðhjólaaðstaða á skólalóðum sé til staðar og að gangbrautir við skóla séu vel merktar.
Sjá nánar
25.08.2017 08:58

Opið fyrir skráningu í Göngum í skólann 2017

Opið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2017 og hefur skráning skóla farið vel af stað. Hægt verður að skrá sig til leiks á meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 4. október nk.
Sjá nánar
24.08.2017 09:59

Aðgát í umferðinni

Nú eru grunnskólar landsins teknir til starfa eftir sumarið og margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Við hvetjum foreldra til að fara vel yfir umferðarreglur með börnunum og ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í nálægð við skóla- og íþróttasvæði.
Sjá nánar
14.08.2017 14:42

Göngum í skólann 2017

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í ellefta sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Sjá nánar
05.10.2016 13:55

Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn í dag

Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn er í dag og um leið er það síðasti dagur verkefnisins. Vonandi er allt búið að ganga vel hjá ykkur og vonandi hafið þið geta nýtt verkefnið í að auka vitund nemenda á að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla. Það er virkilega gaman er að sjá hversu margir skólar eru að fást við mörg skemmtileg verkefni í tengslum við Göngum í skólann
Sjá nánar
07.09.2016 15:09

Göngum í skólann sett af stað í morgun í Akurskóla í Reykjanesbæ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum setti Göngum í skólann í 10. sinn í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Akurskóla í Reykjanesbæ. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Nemendur sungu skólasönginn fyrir gesti. Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ávarpaði nemendur og hvatti þá til þess að ganga eða nýta sér virkan ferðamáta og huga að umferðaröryggi.
Sjá nánar
06.09.2016 15:47

Setningarhátíð á morgun

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur Göngum í skólann í tínunda sinn á morgun, miðvikudaginn 7. september í Akurskóla í Reykjanesbæ. Göngum í skólann er verkefni ætlað grunnskólabörnum. Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að ganga eða nýta virkan ferðamáta til og frá skóla.
Sjá nánar
16.08.2016 12:12

Göngum í skólann 2016

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í tíunda sinn miðvikudaginn 7. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Sjá nánar
08.10.2015 11:52

Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn - loka dagur Göngum í skólann 2015

Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn var í gær og um leið var það síðasti dagur verkefnisins.Vonandi er allt búið að ganga vel hjá ykkur og vonandi hafið þið geta nýtt verkefnið í að auka vitund nemenda á að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla. Það er virkilega gaman er að sjá hversu margir skólar eru að fást við mörg skemmtileg verkefni í tengslum við Göngum í skólann.
Sjá nánar
23.09.2015 15:34

Efni á síðuna

Vonandi gengur vel hjá ykkur að gera eitthvað gagnlegt og skemmtilegt í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum. Okkur langar að biðja ykkur um að vera dugleg að senda okkur efni hér í gegnum síðuna.
Sjá nánar
09.09.2015 11:27

Setningarhátíðin tókst frábærlega

Göngum í skólann var sett í 9. skipti í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri fluttu stutt ávörp og hvöttu þau nemendur til þess að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta á leið sinni í skólann.
Sjá nánar
08.09.2015 16:42

Setningarhátíð í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ

Göngum í skólann verður sett í Lágafellsskóla miðvikudaginn 9. september kl. 8:30. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla býður gesti velkomna, Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Ólöf Nordal innanríkisráðherra munu flytja stutt ávörp auk þess sem Ólöf opnar nýjan umferðavef Samgöngustofu. María Ólafsdóttir mun svo syngja nokkur lög áður en verkefnið verður sett með viðeigandi hætti þegar nemendur, starfsfólk og aðrir gestir fara af stað í stuttan göngutúr.
Sjá nánar
21.08.2015 10:51

Göngum í skólann 2015

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í níunda sinn miðvikudaginn 9. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni
Sjá nánar
20.08.2015 22:51

Handbók og bréf

Handbók verkefnisins er að finna undir "Göngum" og Handbók og bréf. Gott getur verið að fletta í gegnum handbókina til að frá hugmyndir að framkvæmd og skipulagi. Einnig eru þar að finna bréf sem gott er að nota til að hvetja foreldra/forráðamann og samstarfsfólk til þátttöku.
Sjá nánar
20.08.2015 15:10

Aukum hreyfingu í daglegu lífi!

Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup og hjólabretti. Ávinningur er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða
Sjá nánar
18.08.2015 22:28

Hugmyndir frá Grundaskóla á Akranesi

Á tímabilinu sem verkefnið varði sendum við nokkuð reglulega tölvupósta til foreldra og settum hvatningu og upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu okkar. Fólk var þannig hvatt til að nota virkan ferðamáta og taka þátt í verkefninu með okkur í allan vetur. Á þess tímabili voru ýmiskonar verkefni unnin þar sem umferðarfræði var samþætt öðrum námsgreinum. Lengri og styttri hjóla- og gönguferðir og norræna skólahlaupið svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar kannanir voru gerðar þessa daga m.a. hvernig nemendur og starfsfólk koma til skóla/vinnu, notkun hjálma, hvernig fólk fer yfir götu, hvort fólk fari eftir umferðarreglum og fl.
Sjá nánar
12.08.2015 22:41

Göngum í skólann frá upphafi

Lýðheilsustöð hafði frumkvæði að því að koma verkefninu á koppinn hér á landi. Frá upphafi hafa sömu aðilar verið bakhjarlar verkefnisins. Haustið 2007 var Göngum í skólann fyrst haldið hér á landi. Árið eftir tók svo Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að sér að leiða verkefnið áfram. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir hvar átakið hefur verið sett og fjölda þátttökuskóla ár hvert.
Sjá nánar