25.09.2019
Okkur hafa borist þónokkrar frásagnir af því sem hefur verið gert í tilefni af Göngum í skólann. Hér eru nokkrar skemmtilegar.
Grunnskólinn á Hólmavík teiknaði tré úr pappír og hengdi upp í miðjum skólanum. Ef nemandi hefur notað virkan ferðamáta á leið sinni í skólann merkir hann nafnið sitt á laufblað og hengir upp á tréð. Verðlaun verða veitt fyrir þann bekk sem notar virkan ferðamáta mest.
Grunnskólinn á Ísafirði tók alla nemendur í fjallgöngu. Ártúnsskóli hvetur nemendur og starfsfólk skólans að fara út á hverjum degi og hlaupa sérstakan hring á skólalóðinni.
Waldorsskólinn Sólstafir fór með öll börn skólans í eltingarleik upp í Öskjúhlíð og elduðu hádegismat í skóginum
Það eru fleiri skemmtilegar frásagnir á heimasíðu Göngum í skólann og þær má lesa hér
Göngum í skólann átakið stendur til miðvikudagsins 2. október.