Vonandi gengur vel hjá ykkur að gera eitthvað gagnlegt og skemmtilegt í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum. Okkur langar að biðja ykkur um að vera dugleg að senda okkur efni hér í gegnum síðuna.Sjá nánar09.09.2015 11:27
Göngum í skólann var sett í 9. skipti í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri fluttu stutt ávörp og hvöttu þau nemendur til þess að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta á leið sinni í skólann. Sjá nánar08.09.2015 16:42
Göngum í skólann verður sett í Lágafellsskóla miðvikudaginn 9. september kl. 8:30. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla býður gesti velkomna, Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Ólöf Nordal innanríkisráðherra munu flytja stutt ávörp auk þess sem Ólöf opnar nýjan umferðavef Samgöngustofu. María Ólafsdóttir mun svo syngja nokkur lög áður en verkefnið verður sett með viðeigandi hætti þegar nemendur, starfsfólk og aðrir gestir fara af stað í stuttan göngutúr.Sjá nánar