• Síðuskóli
     Við í Síðuskóla tókum að sjálfsögðu þátt. Umsjónakennarar hvers árgangs sendu niðurstöður bekkjarins á Íþróttakennara sem unnu úr tölunum. Það er afar ánægjulegt hversu margir nemendur skólans nýta sér virkan ferðamáta til að komast í og úr skóla. Einnig er gaman að nefna að þó svo að ekki allir nýti sér virkan ferðamáta þá eru fleiri sem nota umhverfisvænan ferðamáta heldur en óvirkan ferðamáta og eru það afar fáir nemendur í skólanum sem koma með bíl. Okkar von er að þetta verkefni verði hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring. Niðurstöður skólans varðandi virkan ferðamáta 4.bekkur 99% 1.bekkur 93% 3.bekkur 92% 6.bekkur 92% 7.bekkur 92% 2.bekkur 86% 5.bekkur 83% 8.bekkur 82% 9.bekkur 72% 10.bekkur 67% Heildar niðurstaða skólans 86% Tilkynnt verður um sigurvegara bekkjarkeppninnar á sal. Vinningsbekkurinn fær bikar og bekkjarumbun
  • Grunnskóli Grundarfjarðar
     Grunnskóli Grundarfjarðar tók þátt í göngum í skólann. Vikuna 25.-29. september var eflt til keppni á milli bekkja. 7. bekkur hélt utan um og kynnti keppnina fyrir öðrum bekkjum. 8. bekkur var með yfirburði í átakinu þar sem þau gengu öll alla dagana fyrir utan einn dag. Þannig þau voru með næstum því fullt hús og tóku sigur í þessari keppni. Allir bekkir voru mjög duglegir að nota virkan ferðamáta í skólann.
  • Víkurskóli, Vík í Mýrdal
    Fréttir frá Víkurskóla, Vík í Mýrdal Í Víkurskóla hefur mánuðurinn þar sem verkefnið ,,Gengið í skólann‘‘ fór fram verið vel nýttur í allskyns útivist. Fyrir utan að hvetja nemendur til að ganga í skólann þá hafa kennarar skipulagt útikennslu og styttri gönguferðir í nágrenni skólans. Við búum svo vel að hafa afskaplega gott aðgengi að skemmtilegum stöðum og gönguleiðum hér allt í kring. Einnig eigum við frábæra útikennslustofu á fallegum stað í Vík sem kallast Syngjandinn.
  • Hlíðarskóli
     Við í Hlíðarskóla vorum að taka þátt í göngum í skólann í fyrsta skipti. Það er skólabíll sem sækir okkar nemendur og skutlar þeim í skólann þar sem skólinn er staðsettur rétt utan við Akureyri. Við þurftum því að aðlaga fyrirkomulagið að okkar skóla og því var þetta "göngum á stoppustöðvar" :) Skólabíllinn keyrir hring um Akureyri og sækir nemendur á ákveðnar stoppustöðvar. Markmiðið okkar var því að fá sem flesta til að labba á sína stoppustöð í stað þess að fá far með bíl. Á meðan þessu átaki stóð sáum við aukningu í að nemendur komu sér sjálfir á stoppustöð og ætlum við að halda áfram að leggja áherslu á að nemendur komi labbandi á stoppustöð. Takk fyrir okkur. Það var gaman að taka þátt í þessu og við erum ánægð með þetta frábæra framtak.
  • Sunnulækjarskóli
     Sunnulækjarskóli startaði verkefninu með Ólympíuhlaupinu þar sem nemendur fóru allt frá 2,5 km upp í 12,5 km. Aðalmarkmiðið var að vera með og tókst dagurinn vel.
  • Grenivíkurskóli
    Við hvöttum nemendur til þess að ganga í skólann í 2 vikur. Í hverri skólastofu höfðum við blað þar sem nemendur gátu merkt við sig ef þeir gengu í skólann. Þegar ég tók saman niðurstöðurnar að 2 vikum loknum kom í ljós að þátttaka var yfir 92% vikurnar 2 sem skráðar voru.  
  • Vikurskóli Vík í Mýrdal
     Þegar hvatningarverkefnið ,,Göngum í skólann’’ hófst 6. september var að venju uppbrot í skólastarfinu. Nemendur og starfsmenn hittust á sal þar sem verkefnið var kynnt og nemendur hvattir til, þeir sem hafa tök á að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Eftir kynningu á sal tóku þau Guðjón Örn (10.b) og Maja (1.b) að sér að draga fána Heilsueflandi skóla að húni. Að því búnu var haldið á Syngjandann sem er útikennslustofa Víkurskóla þar sem þau Katrín og Adam íþróttakennarar skólans skipulögðu skemmtilega leiki fyrir allan hópinn
  • Stapaskóli
     Stapaskóli tók þátt í göngum í skólann. Umsjónakennarar merktu við hvers konar ferðamáta nemendur notuðust við á leið sinni í skólann. Á alþjóðalega göngum í daginn skólann var veittur gullskór fyrir þann árgang sem stóð sig best. Í 1.-3.bekk var það 3.bekkur sem hlaut gullskóinn og í 4.-6.bekk var það 5.bekkur sem hlaut gullskóinn. Skemmtilegt verkefn.
  • Kerhólsskóli
    Af því að skólinn er í sveit þá koma nemendur í skólabíl. Það var notuð heil vika í september (11-15. sept) þar sem nemendur fóru í göngutúr með umsjónarkennurum sínum. Farið var hring á svæðinu sem við köllum míluna og er 1,6 km hvern einasta dag í vikunni. Einnig vorum við með skólahlaup á miðvikudeginum í sömu viku þar sem nemendur (48 talsins) hlupu 237,5km. Í vikunni eftir þá fórum við upp á Miðfell hjá Flúðum sem er um 300m hækkun, sem var sirka 4 kílómetra ganga.
  • Sandgerðisskóli
     Lokahátíð ,,Göngum í skólann" var haldin í Sandgerðisskóla í dag með þátttöku allra í Ólympíuhlaupinu. Þá var líka tekið saman hvaða bekkur var duglegastur að ganga í skólann og var það 4. bekkur. 4. bekkur var ánægður með verðlaun sín og viðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandinu og þakkar kærlega fyrir sig. Hægt er að sjá frétt hér https://www.sandgerdisskoli.is/ En á mánudaginn kemur svo frétt um Ólympíuhlaupið.
  • Leikskólinn Goðheimar
     Komið þið sæl. Goðheimar tóku nú í fyrsta sinn þátt í verkefninu og ætlum við héreftir að taka þátt á hverju ári. Verkefnið gekk framar öllum vonum og voru starfsmenn, foreldrar og börn sérlega dugleg að velja sér virkan ferðamáta á leið í og úr leikskóla. Við tengdum verkefnið við umferðaröryggi og kláruðu öll börnin á elstu deildinni Umferðarskólann ásamt því að fá aðalvarðstjóra lögreglunnar á Selfossi í heimsókn. Í gær á "Göngum í skólann deginum" fóru allar deildir leikskólans í "Skrúðgöngu" um nágrenni leikskólans. Yfirskrift skrúðgöngunnar var "umferðaröryggi". Elstu börnin gerðu skráningu á umferðaröryggi og þar sem hverfið er mjög nýlegt er margt sem þarf að ýta á eftir, til þess að gera leiðina í leikskólann öruggari. Þessi skráning mun skila sér inn á borð sveitarfélagsins og einnig ætlum við að skrifa frétt í Dagskránna og segja frá þátttöku okkar í verkefninu og frá skrúðgöngunni. Á meðan verkefninu stóð fengu starfsmenn og foreldrar reglulega pósta m.a. krækjur á fræðslubæklinga, myndbönd og ýmislegt annað. Með kveðju, Sigríður Björk
  • Sjálandsskóli
     Göngum í skólann átakið í Sjálandsskóla hófst með göngu allra nemenda og kennara í geggjuðu veðri þann 7. september. Átakinu mun síðan ljúka með annarri göngu þann 5. október og vonandi verðum við jafn heppin með veður. Búið er að vinna ýmis verkefni í skólanum tengt átakinu og hér er dæmi um eitt skapandi verkefni sem unnið var í 4. bekk en þar áttu nemendur að gera myndir af eftirfarandi: 1. Leiðin í skólann. 2. Hættur á leiðinni í skólann. 3. Umferðarmerki sem þau sjá á leiðinni í skólann. 4. Nýtt umferðarmerki þar sem kemur fram ávinningur af því að ganga í skólann og hvað þarf að varast á leiðinni. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að ganga í skólann á meðan á átakinu stendur og mun sú hvatning auðvitað halda áfram eftir að átakinu lýkur.
  • Grunnskólinn á Ísafirði
     Við höfum hvatt alla okkar nemendur og starfsfólk til að tileinka sér virkan ferðamáta frá upphafi verkefnisins og margir sem gera það. Þar fyrir utan höfum við verið í okkar árlegu haust-fjallgöngum upp um fjöll og firnindi þar sem allir árgangar skólans reyna við mis erfiðar gönguleiðir. Í upphafi skólagöngunnar er byrjað á að fara upp í Stórurð, en svo smám saman verður gangan erfiðari, en hver árgangur fær úthlutað sinni gönguleið. Þegar grunnskólagöngunni lýkur hafa því allir nemendur kynnst mörgum fjallgönguleiðum hér í kring s.s. upp í Naustahvilft, á Hnífa, Sandfell og Kistufell svo fátt eitt sé nefnt. Í morgun fór svo Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í blíðskaparveðri og allir endurnærðir á sál og líkama eftir góða útivist og hreyfingu.
  • Grunnskóli Húnabyggðar
    Göngum í skólann - Fjölskylduganga
    Miðvikudaginn 14. september var boðið upp á fjölskyldugöngu kl 17:00 í tilefni að verkefninu Göngum í skólann. Lagt var af stað frá Íþróttamiðstöðinni og genginn rúmlega 2 km hringur um Blönduós. Farið var eftir Bakkastígnum niður að ós, upp Ægisbrautina og Húnabrautina til baka að íþróttamiðstöðinni.
    Hvatt var til þess að færið yfrði í sund eftir síðan gönguferðina.
    Við hvöttum fjölskyldur til að mæta saman í þessa göngu og eiga skemmtilega samverustund með öðrum fjölskyldum í leiðinni.

  • Víkurskóli, Vík í Mýrdal
     Í tilefni þess að Göngum í skólann hefst formlega í dag var fáni Heilsueflandi skóla dreginn að húni við Víkurskóla og svo í kjölfarið fór allur skólinn í skemmtilegan ratleik þar sem nemendur í blönduðum aldurshópum tóku þátt. Veðrið lék við okkur.
  • Þjórsárskóli
    Í Þjórsárskóla koma flestir nemendur með skólabíl. Við útfærðum því verkefnið á þann veg að nemendur gengu fyrirfram ákveðna leið í fyrstu frímínútum hvers dags allar þrjár vikurnar. Við fléttuðum inn í þetta verkefni hjóladag og landgræðsluferð en þá ganga nemendur upp á Skaftholtfjall sem er í nágrenni skólans. Nemendur Þjórsárskóla eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra þátttöku. Til að halda upp á það var nemendum boðið upp á ávaxta og grænmetishlaðborð í lok verkefnisins.
  • Grunnskólinn í Stykkishólmi
     Í ár ákváðum við að vera með keppni þar sem bekkurinn sem gengur mest í skólann fær sundlaugarpartý í verðlaun. Einnig var verkefni að búa til auglýsingar fyrir aðra til að taka umræðuna inní bekk, hvers vegna og hvað gerir þetta fyrir okkur? Auglýsingarnar voru svo hengdar upp útum allann skólann sem hvatning fyrir aðra. Í ár voru flestir mjög áhugasamir og hafði keppnin mjög góð áhrif og varð stemning að vinna sundlaugarpartýið.
  • Kerhólsskóli
    Af því að skólinn er í sveit þá koma nemendur í skólabíl. Það var notuð heil vika í september (19-23. sept) þar sem nemendur fóru í göngutúr með umsjónarkennurum sínum. Farið var míluna sem er 1,6 km hvern einasta dag í vikunni.
  • Heiðarskóli Reykjanesbæ
     Í seinustu viku koma bæjarstjóri Reykjanesbæjar í heimsókn í Heiðarskóla í morgunsárið og hrósaði nemendum fyrir að ganga í skólann. Nemendur voru mjög ánægðir og upp með sér að fá hrós frá bæjarstjóranum. Allir nemendur í Heiðarskóla taka þátt í verkefninu Göngum í skólann og er mikil kappsemi í nemendum að standa sig. Meira að segja þeir sem búa of langt í burtu til að ganga í skólann, ganga einn hring í kringum skólann til að fá stig fyrir daginn. Allir nemendur í Heiðarskóla, alveg sama á hvaða aldri þeir eru, eru til fyrirmyndar í þessu verkefni. Sjá myndir sem við sendum inn.
  • Sunnulækjarskóli
     Sunnulækjarskóli hóf dagana með Ólympíuhlaupi strax á upphafsdegi. Veðrið var dásamlegt og aðalmarkmiðið að vera með.
  • Stapaskóli
    Þetta árið hófst verkefnið göngum í skólann með Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Nemendur á grunnskólastigi fóru út og hlupu eins mikið og þau gátu í 60 mín (1.-4.bekkur) og 80 mín (5.-10.bekkur). Hlaupið tókst mjög vel og lék veðrið svo sannarlega við okkur. Nemendur hlupu hring sem er 1,3 km langur. Eftir hlaupið er tekið saman hvað hver árgangur náði að hlaupa að meðaltali mikið og sigurvegari krýndur á yngsta- mið- og elsta stigi. Í framhaldinu af hlaupinu skráðu umsjónarkennarar hjá sér í tvær vikur hvort að nemenendur notuðu virkan ferðamáta. Niðurstöðum úr því er svo skilað til íþróttakennara sem taka saman tölfræðilegar upplýsingar fyrir skólann. Einstaklega skemmtilegt verkefnið :)
  • Grunnskólinn í Stykkishólmi
     Samantekt göngum í skólann – Grunnskólinn í StykksihólmiGrunnskóli Stykkishólms tók þátt í göngum í skólann þetta haustið í þriðja sinn. Gerum við þetta sem þáttur í starfi skólans sem heilsueflandi grunnskóli. Allir bekki voru hvattir til þess að hvetja nemendur sýna til þess að ganga í skólann og merktu nokkrir bekkir við í eina til tvær vikur við þá nemendur sem sýndu þessu áhuga og mættu gangandi eða hjólandi. Einn bekkur fór aðeins lengra með verkefnið það sem farið var í umhverfisgöngu. Fyrirmynd af hugmyndinni eru umhverfisgöngur sem bæjarstóri og aðrir bæjarstarfsmenn hvetja samfélagið að koma í göngutúr og láta vita hvað betur mætti fara og hvað er vel gert. Lítil þátttaka er af börnum í þessu verkefni og ákváðu því 3. bekkingar að vera með sýna eigin umhverfisgöngu. Farinn var hringur um bæjinn og skráðar voru athugasemdir. Þær voru svo unnar í samþætt við íslensku. Rúsinan í pylsuendanum var heimsókn til bæjarstjórans þar sem athugasemdunum var skilað inn. Þar fengu nemendur safa og kleinur og þótti þetta mjög skemmtileg ferð.
  • Engjaskóli
     Í ár hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ þann 1. október sem einnig var síðasti dagur sem þau skráðu hvernig þeir mættu í skólann.Gullskórinn er veittur þeim árgangi sem hefur hæsta hlutfall við að nota virkan ferðamáta.Á yngsta stigi var það 4. bekkur sem sigriði með 83,4% og á miðstigi var það það 5. bekkur sem sigraði með 86,7%.Þar sem mikill áhugi var á Ólympíuhlaupinu í ár var ákveðið að leggja saman vegalengdina sem hver árgangur hljóp. Sá árgangur sem hljóp lengst pr. nemenda fær að hafa lukkudýr Ólypíuleikana út skólaárið og var það 4. bekkur sem sigraði í ár með 6,6 km pr. nemenda og í öðru sæti varð 5. bekkur með 6,4 km pr. nemenda.
  • Grunnskóli Fjallabyggðar
     Göngum í skólann - úrslitNú er átakinu Göngum í skólann formlega lokið.Allir bekkir Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt þetta árið. Nemendur voru hvattir til að ganga eða hjóla og má segja að allir hafi staðið sig vel.Við Norðurgötu (á Siglufirði) var það 5. bekkur sem vann og hlaut gullskóinnVið Tjarnarstíg (á Ólafsfirði) var það 10. bekkur sem hlaut gullskóinn (97,8%) og 7. bekkur silfurskóinn (97,5%).Til hamingju allir með frábæran árangur.
  • Víkurskóli
     Það er hefð fyrir því í Víkurskóla að flétta Ólympíuhlaupið inn í dagskrá fyrir Heilsueflandi skólastarf og Göngum í skólann. Allir nemendur og starfsfólk tóku þátt og þar af hlupu sex nemendur 10 km hring. Veðrið var með besta móti miðað við svolítið hráslagalegt haust og allir höfðu gagn og gaman af hressandi útivist. Alls hlupu 48 nemendur 257.5 km.
  • Grunnskóli Grundarfjarðar
     Í tilefni af Göngum í skólann efldum við í Grunnskóla Grundarfjarðar til keppni á milli árganga fyrstu vikuna. Nemendur merktu við á nafnalista í stofunni sinni ef þau notuðu virkan ferðamáta. Veðrið lék alls ekki við okkur þessa viku sem keppnin var en það var gaman að sjá hve margir nýttu sér virkan ferðamáta þrátt fyrir rigningu og rok. Bekkurinn sem stóð uppi sem sigurvegari fékk frjálsan tíma í íþróttahúsinu með umsjónarkennara.
  • Ártúnsskóli
    Allur Ártúnsskóli fór og gékk að Búrfellsgjá, ótrúlega góð og skemmtileg ferð sem tókst ljómandi vel. Börnin voru með nesti og var tekin hópmynd af skólanum. Skemmtilegt að barn sem er bundið við hjólastól komst þessa leið auðveldlega. 
  • Hvassaleitisskóli
    Hæ !Við í Hvassaleitisskóla fengum nemendaráð skólans til þess að undirbúa uppgjörsdag Göngum í skólann verkefnisins. Nemendaráðið undirbjó stöðvar með leikjum þar sem mátti einungis ganga. Nemendur spiluðu fótbolta, fóru í brennó, skotbolta, eltingaleik og Dimmalimm. Þetta var hin mesta skemmtun og ótrúlega skemmtilegt uppbrot að mega bara ganga í leikjunum.Bestu kveðjur,Iðunn
  • Síðuskóli
     Við í Síðuskóla hófum átakið okkar á gönguferð upp að stíflu í Glerárdal þann 9.september. Í kjölfarið hófu kennarar að skrá hversu margir nemendur í hverjum árgangi nýttu sér virkan ferðamáta til að komast í og úr skóla. Lang flestir nemendur nýta sér virkan ferðamáta og mjög margir kjósa umhverfisvænan ferðamáta sem er virkilega jákvætt. Að loknum fjórum vikum voru krýndir sigurvegarar átaksins en 4.bekkur stóð sig best og var með hæsta hlutfall nemenda sem nýtti sér virkan ferðamáta eða 93,1%. Til hamingju 4.bekkur!
  • Rimaskóli
     Rimaskóli tók þátt með því að kennarar ræddu við nemendur um virkan ferðamáta og sendu upplýsingapóst til foreldra og hvöttu þá til að aðstoða börnin sín til að taka þátt. Kennarar skráðu fjölda nemenda sem notuðu virkan ferðamáta og fjölda þeirra sem keyrðir voru í skólann. Heildarniðurstaðan var sú að 91,7% nemenda notuðu virkan ferðamáta en 8,3% voru keyrðir í einkabíl, oftast vegna þess að þeir eiga heima fjarri skólanum.
  • Víkurskóli
     Göngum í skólann er einn af föstum liðum í heilsueflingu Víkurskóla. Á fyrsta degi átaksins drógum við ,,Heilsueflandi skóli'' fánann okkar að húni og að því loknu fóru allir í leiki á íþróttavellinum. Haustferðir skólans voru sannkallaðar hreyfiferðir. Nemendur 1.-4. bekk fóru í vettvangsferð í Hjörleifshöfða og nemendur i 5.-10. bekk fóru í göngu á Fagradalsheiði að skoða steinskipið sem nýlega fannst þar. Lagt var upp með að allir námshópar fengju auka hreyfingu 3x í viku með umsjónarkennara þar sem hluti nemenda skólans er í skólaakstri. Þá hafa margir námshópar nýtt sér útikennslusvæði skólans nú í haust til útivistar og náms.
  • Kerhólsskóli
     Flestir nemendur Kerhólsskóla nota skólabíla til að komast í skólann á morgnanna þar sem við erum sveitaskóli með nemendur búsetta víðsvegar í sveitarfélaginu. Nemendur sem búsettir eru á Borg (þar sem skólinn er) eru dugleg að ganga eða hjóla í skólann.Við vildum samt taka þátt í Göngum í skólann og ákveðið var að allir nemendur færu „míluna“ með sínum bekk einu sinni á dag í viku. Mílan er 1,6 km leið sem nemendur eru vanir að fara á sínum hraða ýmist gangandi eða hlaupandi.
  • Grandaskóli
     Göngum í skólann3. bekkur í GrandaskólaÍ Grandaskóla fer allur 3. bekkur út að ganga daglega. Við notum ferðina í að skoða nánasta umhverfi, svo sem gangbrautir, göngustíga, svæði með leiktækjum og ýmislegt fleira. Við höfum farið í öllum veðrum og ætlum að gera það á meðan Göngum í skólann stendur yfir. Hver veit nema við höldum þessu svo bara áfram, þetta er svo vel heppnað.Kær kveðja frá nemendum og kennurum í Grandaskóla.
  • Síðuskóli
     Nú er átakinu Göngum í skólann formlega lokið og tóku 75 skólar á landinu þátt í ár. Við í Síðuskóla tókum að sjálfsögðu þátt.Umsjónakennarar hvers árgangs sendu niðurstöður bekkjarins á Íþróttakennara sem unnu úr tölunum.Virkur ferðamáti er t.d. að ganga, hjóla eða að nota strætó.Markmið Göngum í skólann er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.Okkar von er að þetta verkefni verði hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring.Í ár notuðust 88,4% nemenda Síðuskóla við virkan ferðamáta sem er örlítil afturför frá árinu 2019 en þá náði Síðuskóli 91% virkum ferðamáta. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður hvers árgangs fyrir sig. 1. bekkur = 76,8%2. bekkur = 88%3.bekkur = 93,8%4. bekkur = 93,7%5. Bekkur = 89,2%6. Bekkur = 90,6%7. Bekkur = 78,8%8.Bekkur = 95,2%9.Bekkur = 80,6%10.Bekkur = 94,5%
  • Engjaskóli
     Í Engjaskóla skráðu nemendur hvernig þeir mættu í skólann í 3 vikur.Í dag (7.okt) var á dagskrá að afhenda "gullskóinn" en vegna Covid seinkar því aðeins. En sá árgangur sem sigrar, þ.e. notar vistvænan ferðamáta, þ.e. gangandi eða hjólandi sigrar og fær að launum "gullskóinn" til varðveislu í eitt ár. Allir árgangar fá viðurkenningarskjal sem hengt er upp í skólastofunni til að minna á vistvænan ferðamáta.
  • Fossvogsskóli
    Göngum í skólann verkefnið var samþætt með stærðfræði í 1. bekk. Við unnum með  stærðfræði hugtökin talnastrik og súlurit. Eftir talningar vikunnar lögðum við saman öll talnastrikin og fengum niðurstöður. Við létum ekki staðar numið þar heldur tókum niðurstöðu tölurnar og skoðuðum hvað þær væru miklir peningar.   Verkefni þetta tókst vel og nemendur áhugasamir því við gátum tengt það við námsefnið þeirra.
  • Reykhólaskóli
     Reykhólaskóli hefur tekið göngum í skólann mjög hátiðlega. Nemendur koma að sjálfsögðu gangandi á hverjum morgni. Við erum búin að dansa, fara í langa gönguferð um Teigsskóg, tókum þátt í Ólympíuhlaupinu, öll íþróttakennsla hefur farið fram utandyra og svo er hlaup 1 sinni í viku þar sem allir taka þátt og hlaupa þorpshringinn sem er um 1,2 km. Allir með. Mjög skemmtilegt og þarft framtak.Takk fyrir okkur.
  • Grunnskóli Hornafjarðar
     Við í grunnskólanum á Höfn störtuðum átaki/keppni á milli bekkjana. Hvaða bekkur myndi mest nýta sér virkan ferðamáta í skólan og létum við alla fá lista og sjá tveir nemendur um það að merkja við alla í bekknum hvernig þau koma í skólan. Við ætluðum að hafa kepnina í 2 vikur en vegna Covid og lokunnar í skólanum í nokkra daga ákváðum við að lengja keppnina um eina viku. Þá tökum við listana og skoðum hverjir eru virkustu bekkirnir og fá þrír efstu bekkirnir viðurkenningarskjal. Auk þess merkir starfsfólk við það hvernig það kemur í skólann og þá getum við séð hvernig starfsfólk er nýta sér virkan ferðamáta líka og verða þau verðlaunuð á einhvern hátt.
  • Grunnskólinn á Þórshöfn
    góðan daginn! Hér er slóð inn á frétt um ávaxta- og grænmetisgjafir af tilefni Göngum í skólann!https://www.grunnskolinn.com/is/frettir/fullar-korfur-af-avoxtum-og-graenmeti-fra-kjorbudinni
  • Brekkuskóli
    Í Brekkuskóla á Akureyri er keppni milli árganga um Gullskóinn og eru börn þá hvött til að nota virkan ferðamáta til og frá skóla. Umferiðin hefur aukist í kringum skólann undanfarin ár og því teljum við mikilvægt að minna nemendur á að nýta virkan ferðamáta.Í haust vorum við með grenndarkennslu þar sem nemendur fræddust um nærumhverfi sitt og skoðuðu bestu leiðir yfir götur við skólann.
  • Sunnulækjarskóli
    Sunnulækjarskóli á Selfossi hóf verkefni af fullum krafti með því að taka þátt í Ólympíuhlaupinu þar sem nemendur skólans hlupu alls 2607,5 km og þarf af voru 67 nemendur sem fóru 10 km. Framkvæmd hlaupsins gekk vel og allir stóðu sig frábærlega. Við sendum einnig upplýsingapóst á foreldra og kennara um verkefnið þar sem þau eru hvött til að nýta sér virkan ferðamáta í og frá skóla og kennarar hvattir til að nota hreyfingu í náminu og ýmsar leiðbeiningar verið gefnir í þeim málum.
  • Grunnskóli Drangsness
    Miðvikudaginn 7. október á Alþjóðlega göngum í skólann deginum héldu nemendur Grunnskóla Drangsness af stað með stikur sem þeir höfðu málað og stikuðu gönguleið í nágrenni skólans. Hugmyndin er að halda verkefninu áfram og búa til fleiri skemmtilegar gönguleiðir í þorpinu.
  • Glerárskóli

    Nemendur og starfsfólk Glerárskóla gengu og hjóluðu í skólann sem aldrei fyrr, meðan á átakinu „Göngum í skólann“ stóð. Kennarar voru duglegir að fara úr með nemendur í útikennslu, göngu- og hjólatúra eða í annars konar útivist eða íþróttir.
    Allar ferðir sem nemendur fara innanbæjar eru ýmist farnar gangandi eða með strætó, eins og þegar nemendur í fyrsta bekk skelltu sér á skauta. Reiðhjólin voru óspart notuð og magnað umhverfi skólans skoðað. Nemendur gengu einnig um skólalóðina og næsta nágrenni skólans og fegruðu umhverfið með því að tína upp rusl og flokka það síðan eftir kúnstarinnar reglum.
  • Grunnskólinn á Þingeyri
     Gullskórinn afhending -Göngum í skólann átak lokið:Í dag hlaut elsta stig gullskóinn 2020. Gullskórinn er viðurkenningar farandsbikar sem hópurinn vann í Göngum í skólann átakinu sem stóð í september. Allir nemendur og starfsfólk merktu þá daga sem þeir komu gangandi eða hjólandi í skólann. Allir dagar hvers námshóps voru taldir og fundið út meðaltal hvers hóps. Allir hópar stóðu sig mjög vel og það munaði ekki miklu á stigagjöfinni. Starfsmenn skólans mega taka sig á en nemendur "rústuðu" þeim í þessari keppni. Þeir starfsmenn sem hafa hjólað og gengið í vinnuna síðan í haust fengu samt klapp og lof í lófa fyrir dugnað. Fyrir afhendingu fórum við yfir ýmsa þætti sem stiðja við það að velja virkan ferðamáta og hvers við þurfum að gæta. Við minntum á nauðsyn þess að vera með hjálm þegar við hjólum og að tími endurskinsmerkja sé hafinn. Nánari reglur um hjólreiðar er að finna á vef samgöngustofu.
  • Oddeyrarskóli
     Nemendur og starfsfólk Oddeyrarskóla hafa ekki slegið slöku við í verkefninu Göngum í skólann. Auk þess að hvetja alla til þess að nota virkan ferðamáta hafa nemendur á yngsta stigi sett hluta af blómi eða fiðrildi í gluggann í stofunni sinni fyrir hvern dag sem þau komu með virkum ferðamáta í skólann.Á degi íslenskrar náttúru fóru nemendur og starfsfólk í fjallgöngu. Hægt var að velja nokkrar miserfiðar gönguleiðir. Þau allra hörðustu gengu upp á Súlur, aðrir gengu áleiðis að Súlum eða að Glerárstíflunni og þau yngstu gengu upp í Fálkafell. Nemendur hlupu einnig Ólympíuhlaup ÍSÍ og eftir hlaup var öllum boðið upp á ávaxta- og grænmetishlaðborð.
  • Grundaskóli
     Þátttaka í göngum í skólann í Grundaskóla er mjög góð. Ég gekk á öll hjólastæði skólans og taldi hjól og hlaupahjól og þau voru 370 talsins. Nemendur eru 670 og starfsfólk um 110. Þá eru ótaldir þeir sem komu gangandi þann daginn. Margir nemendur velja umhverfisvænan ferðamáta.
  • Grunnskóli Fjallabyggðar
     Síðustu vikurnar hafa nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar tekið þátt í átakinu Göngum í skólann og hafa allir bekkir staðið sig mjög vel.Á föstudaginn 25.september 2020 vor veitt verðlaun fyrir þátttökuna þeim bekkjum sem stóðu sig best í átakinu Göngum í skólann. Við skólann eru tvær starfsstöðvar:Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi rúmlega 100.Á Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi tæplega 100.Við Tjarnarstíg í Ólafsfirði var það 6. bekkur sem hlaut Silfurskóinn og var því í öðru sæti. Gullskóinn sjálfan hlaut síðan 7. bekkur með besta árangurinn.Við Norðurgötu á Siglufirði var það 3. bekkur sem hlaut Gullskóinn.
  • Hvaleyrarskóli
     Hæ VIð hér í 5. bekk í Hvaleyrarskóla, fórum í göngutúr niðri á Ásvelli með stuttu stoppi við heilsuræktarstöð Leiðin var mæld í skrefum og km. Að brúnni við Reykjanesbrautina þá voru samanlagt öll skref 2.928, skv úri 0.63 km. Við Heilsuræktina var svo talað við nemendur um mikilvægi hreyfingar. Virkilega gaman og nemendur glaðir og kátir
  • Víkurskóli
     Í Víkurskóla er heilmikill áhugi á verkefninu. Verkefnið var formlega sett af stað með viðhöfn. Allir nemendur skólans hittust á sal og síðan var fáni Heilsueflandi grunnskóla dregin að húni í fyrsta skipti. Að því loknu var íþróttastöðvafjör í íþróttahúsin. Skólinn þjónar bæði nemendum úr dreifbýli og þéttbýli þannig að sumir koma með skólabíl. Einn nemandi gerði sér lítið fyrir og gekk í skólann 10 km leið á öðrum degi verkefnisins! Hann heitir Egill Atlason og er nemandi í 9. bekk. Allir bekkir fara í auka 20 mínútna hreyfingu þrisvar í viku. Í dag er útivistardagur og allir bekkir fóru í berjaferð í Hafursey sem er fjall fyrir neðan Mýrdalsjökul.
  • Hólabrekkuskóli
    Hæ !Við í Hólabrekkuskóla settum Göngum í Skólann skráningablað á allar hurðar eða tússtöflu í skólanum hjá okkur. Póstur var endur á alla foreldra til að minna á átakið og nemendur hvattir til að skrá sig. Í tengslum við það var svo keppni innan árganga um hvaða bekkur var með bestu skráninguna og verða verðlaun fyrir það afhend á sal skólans í nóvember (fyrsta samkoma vetrarins). Við ætlum svo að tengja það við Hreyfiátakið sem verður í febrúar, en þá verður keppni á milli árganga. Þetta er því nokkurs konar upphitun á því.Við höfðum svo eina viku í sept sem "aðalvikuna" og það var hreyfivika Evrópu og byrjuðum við hana með því að hafa Olympíuhlaupið á mánudeginum. Þetta heppnaðist stórkostlega vel og erum við mjög ánægð með árangurinn.
  • Síðuskóli
     https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/frabaer-arangur-i-gongum-i-skolannhttps://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/gonguferd-ad-hraunsvatniÍ tilefni Göngum í skólann 2019: Skráðum í íþróttatímum hverjir notuðu virkan ferðamáta.Reiknuðum hlutfall fyrir hvern árgang í hverri viku – keppni milli árganga.Tókum saman heildarhlutfall allra bekkja í lokinn og fundum sigurvegar í bekkjarkeppni.Settum niðurstöður hverrar viku upp á vegg þar sem hlutfallið var sýnt auk fjölda bíla sem komu í skólann.Við í Síðuskóla erum umhverfisvænn skóli og er þetta átak í takt við það. Umhverfisnefnd tilkynnti sigurvegara bekkjarkeppninnar á söngsal. Vinningsbekkurinn fékk viðurkenningarskjal , bíkara og bekkjarumbun.Í ár voru 91% nemenda Síðuskóla sem notuðust við virkan ferðamáta sem er bæting frá því árið 2018 en þá voru það 88%. Hér fyrir neðan koma svo niðurstöður fyrir hvern bekk. Þetta er hlutfall (%) nemenda sem notuðust við virkan ferðamáta.2019. 1. bekkur: 71%2. bekkur: 95% í 3.sæti3. bekkur: 95% í 3.sæti4. bekkur: 93%5. bekkur: 97% í 1.sæti*6. bekkur: 84%7. bekkur: 96% í 2.sæti8. bekkur: 91%9. bekkur: 92%10. bekkur: 96% í 2.sætiEins og sjá má eru bekkirnir að ná mjög góðum árangri en við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur á næsta ári!Takk fyrir flott framtak.
  • Grunnskólinn í Stykkishólmi
     Göngum í skólann 2019 í GSSVið tókum þátt í fyrsta skipti núna í ár og var ætlunin að hafa þetta lágsemt og ekki of mikið í upphafi skólárs. Á næsta vori mun verkefnið vera kynnt frekar og undirbúið svo allt sé klárt fyrir átakið um haustið. Við vorum með smá keppni þar sem hver bekkur skáði niður hvern dag sem krakkarnir gengu í skólann og í lok átaks fengu þau svo viðurkenningarskjal og frjálsan tíma í íþróttum í verðlaun. Þetta gekk vel og verðum við betur undirbúin til að taka þátt á næsta ári.Takk fyrir okkur.
  • Akurskóli
     Akurskóli tekur árlega þátt í göngum í skólann og þetta ár er engin undantekning. Nemendur voru mjög dugleg að nýta sér aðra samgöngur en bílinn og á verðlaunahátiðinni þar sem einn árgangur er verðlaunarður á hverju stig voru það bekkir sem náðu hátt í 90 þátttöku á þessum 4 vikum. Á yngsta stigi var það 4.bekkur með 88%, á miðstigi var það 5.bekkur með 86% og á elsta stigi var það 10.bekkur með 81% þátttöku.
  • Glerárskóli
     Að venju var almenn og mjög góð þátttaka nemenda í Glerárskóla í átakinu Gengið i skólann. Verkefninu lýkur formlega i dag, fimmtudaginn 3. október. Í kjölfarið verður farið yfir skráningar og viðurkenningar veittar þeim bekkjardeildum sem stóðu sig best.
  • Kerhólsskóli
    Í Kerhólsskóla höfum við þann háttinn á að fara í daglegar gönguferðir eina viku á tímabilinu þar sem að flest börn koma með skólabíl í skólann. Einn daginn var gegnið og björgunarsveitin á svæðinu heimsótt.
  • Waldorfskólinn Sólstafir
    Við höfum verið að ganga reglulega síðan verkefnið Göngum í skólan hófst í byrjun september til að stuða að heilbrigðri hreyfingu og í leiðinni að byggja okkur upp.  Í dag, 25. september, tókum við í Waldorfsskólanum Sólstöfum þátt í Ólympíuhlaup ÍSÍ. 93 af 100 börnum skólans (1-10 bekk) tóku þátt og hlaupu milli 2,5 km og 10km. Stemningin var góð og allir ánægðir. Veðrið var gott og skemmtileg hlaupaleið var skipulögð í Laugardalnum. Þegar börnin komu í mark var þeim afhent kókómjólk og banana og mikil ánægja með það. Þetta heppnaðist mjög vel, allir tóku þátt á eigin forsendum og blandaðist bekkirnir því skemmtilega, barn í 1. bekk var t.d. að hlaupa með unglingum. Ætlum pottétt að taka þátt aftur að ári.
  • Breiðholtsskóli
    Nemendur í 6. bekk Breiðholtsskóla fóru í gönguferð í Elliðaárdalinn þar sem náttúran var skoðuð í yndislegu veðri og kíkt var meðal annars á Tröllið sem er nýtt listaverk í dalnum.
  • Síðuskóli
     Við í Síðuskóla hófum átakið Göngum í skólann með því að fara í fjallgöngu upp að Hraunsvatni með alla nemendur skólans! Undanfarnar tvær vikur hafa íþróttakennarar skráð niður í hverjum íþróttatíma hverjir hafa notað virkan ferðamáta til að koma í skólann. Síðan tökum við saman í lok hverrar viku hversu hátt hlutfall nemenda nota virkan ferðamáta og berum saman árganga. Við skráum einnig hversu margir bílar eru notaðir til að koma nemendum í skólann vikulega. Ætlunin er svo að taka saman árangurinn í lok átaksins og sjá hvaða árgangar hafa staðið sig best.
  • Waldorfskólinn Sólstafir
     í síðustu viku var lífsleiknivika hjá okkur. þá var drekaleik upp í Öskjuhlið. Í drekaleiknum erum við úti nánast allan skóladaginn og öll börn (frá 1- 10 bekk) taka þátt í leiknum. Það er einhvers konar eltingarleikur sem reynir m.a. á samvinnu nemenda.Hádegismatnum eldum við upp í skógi, við elduðum m.a. lummur, súpa og pinnabrauð. Fyrir yngri bekkirnir er hreyfinginn upp í Öskjuhlið alveg nóg en börnin sem eru í 5. bekk og uppúr löbbuðu frá Sóltúni í Öskjuhlið alla daga. Það er ca 2,5 km ganga. Sumir löbbuðu líka tilbaka í skólanum í lok dags. Þeir sem hlupu mest hafa sennilega náð að ganga/hlaupa allt að 12 km yfir daginn. Vikan fyrir drekaleiknum fórum við reglulega í göngutúrum á morgnanna og einnig í þessa viku. Í næstu viku munum við taka þátt í Olympiuhlaup Ísí. Allir nemendum munu hlaupa hring í Laugardalnum og verður súpu og annað í boði eftir hlaupið.
  • Húsaskóli
     ( Húsaskóli )Húsaskóli flautaði til leiks 4.september með því að nemendur og starfsfólk skólans fóru í létta göngu um nærumhverfi skólans. Göngum í skólann er orðinn fastur liður hér hjá okkur í skólanum og tökum við þátt líkt og áður í 4 vikur með hinum ýmsu verkefnum.Allir nemendur merkja daglega á skráningarblað hvernig þeir koma í skólann, allir eru hvattir að nota virkan ferðamáta. Skráningarblaðið er notað í ýmis verkefni, til dæmis í stærðfræði til að gera súlurit, finna út prósentur og fleira. Mesta spennan er svo að sjálfsögðu að fá að vita hvaða bekkur hlýtur gullskóinn fyrir góða frammistöðu. Frábær áhugi og metnaður hefur skapast í nemendahópunum og eru kennarar og starfsmenn skólans duglegir að hvetja nemendur áfram.Í hverri viku fá allir bekkir mismunandi verkefni og áskoranir, til dæmis hverfaganga, núvitundarganga, slökun, teygjuæfingar, fræðsla um vatn, verkefni tengd náttúrunni og að ógleymdi ÍSÍ halupinu.Bestu kveðjur frá okkur í Húsaskóla 😊
  • Víkurskóli
     Víkurskóli tekur þátt í Göngum í skólann og hófst verkefnið stundvíslega á fyrsta degi verkefnisins í gær 4. september. Í Víkurskóla eiga þess ekki allir kost að koma hjólandi eða gangandi í skólann þar sem hluti nemenda er í skólaakstri og því munum við brydda upp á ýmsu utan dyra, göngu, hlaupi og leikjum á þessu tímabili. Við erum svo heppin að næsta nágrenni Víkurskóla er ein risa útikennslustofa. Fjölmargar gönguleiðir og fjölbreytt náttúra. Þá verður fræðsla um hvernig best og öruggast er að haga ferðum sínum í umferðinni. Á fyrsta degi verkefnisins fór allur skólinn í hressilegan göngutúr í Víkurfjöru fyrir hádegismatinn og notaði tækifærið í leiðinni að plokka rusl á gönguleiðinni. Allir komu mjög hressir tilbaka.
  • Lindaskóli
    Sæl og blessuðVið í Lindaskóla byrjuðum verkefnið á að allir bekkir fóru í gönguferð með kennurum. Síðan vorum við með keppni í síðustu vikunni hjá 1.-7. bekk. Þeir bekkir sem stóðu sig best fá gull- og silfurskóinn.3. bekkur ætlar að vinna með stærðfræði og setja árangurinn upp í súlurit.Sendi myndir þegar búið er að afhenda sigurvegurum verðlaunin sín:)Kær kveðjaMaría
  • Síðuskóli
     https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/frabaer-arangur-i-gongum-i-skolannhttps://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/gonguferd-ad-hraunsvatniÍ tilefni Göngum í skólann 2019:Skráðum í íþróttatímum hverjir notuðu virkan ferðamáta.Reiknuðum hlutfall fyrir hvern árgang í hverri viku – keppni milli árganga.Tókum saman heildarhlutfall allra bekkja í lokinn og fundum sigurvegar í bekkjarkeppni.Settum niðurstöður hverrar viku upp á vegg þar sem hlutfallið var sýnt auk fjölda bíla sem komu í skólann.Við í Síðuskóla erum umhverfisvænn skóli og er þetta átak í takt við það. Umhverfisnefnd tilkynnti sigurvegara bekkjarkeppninnar á söngsal. Vinningsbekkurinn fékk viðurkenningarskjal , bíkara og bekkjarumbun.Í ár voru 91% nemenda Síðuskóla sem notuðust við virkan ferðamáta sem er bæting frá því árið 2018 en þá voru það 88%. Takk fyrir flott framtak.Hér fyrir neðan koma svo niðurstöður fyrir hvern bekk. Þetta er hlutfall (%) nemenda sem notuðust við virkan ferðamáta.2019. 1. bekkur: 71%2. bekkur: 95% í 3.sæti3. bekkur: 95% í 3.sæti4. bekkur: 93%5. bekkur: 97% í 1.sæti*6. bekkur: 84%7. bekkur: 96% í 2.sæti8. bekkur: 91%9. bekkur: 92%10. bekkur: 96% í 2.sætiEins og sjá má eru bekkirnir að ná mjög góðum árangri en við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur á næsta ári!Takk fyrir flott framtak.
  • Brekkuskóli
     Í Brekkuskóla á Akureyri er keppni milli árganga um Gullskóinn þar sem sá árgangur sigrar sem hefur hæsta meðaltal af virkum ferðamáta til og frá skóla yfir ákveðið tímabil. Keppnin er geysihörð og leggja umsjónakennarar sig alla fram um að fá nemendur til að vera virkir þátttakendur og árangurinn eftir því. Sumir bekkir nálægt því að skora fullt hús stiga.
  • Grunnskólinn á Þingeyri
     Krakkarnir hér í litla samfélaginu okkar á Þingeyri í Vestur-Ísafjarðarsýslu eru mjög dugleg almennt að tileinka sér virkan ferðamáta. Til að mynda ganga allir að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku til og frá íþróttahúsi, sem er vegalengd sem telur 700 metra hvor leið, eða 1.4km báðar leiðir, sem gerir að lágmarki 4.2km vikulega, auk íþróttatímans tvisvar í viku, sundtímans einu sinni í viku og einnig fá þau sér útivistartíma í stundaskrá þegar ekki er íþróttatími, þar sem oft er farið í ratleiki, göngutúra eða eitthvað slíkt. Þannig við á Þingeyri höfum verið dugleg að fá þau til að hreyfa sig daglega.
  • Reykhólaskóli
     Reykhólaskóli tók þátt í verkefninu "göngum í skólan". Skólinn hefur undanfarin ár tekið þátt í þessu hvetjandi verkefni því hjá okkur eru margir sem koma með skólabíl og finnst okkur þetta gott start á haustinu að hvetja nemendur til að ganga og að skólabílabörn fái líka tækifæri. Nemendur úr þorpinu voru meðvitaðir um að koma gangandi í skólann, skólabílar stoppuðu lengra frá skólanum og kennarar lögðu bílum sínum legra frá skólanum svo bílastæði voru nánast tóm. Rætt var um heilbrigði og útiveru og á yngsta stigi fengu nemendur að stimpla á dagatalið frá ykkur þá daga sem þeir komu gangandi sem var mjög spennandi og skapaði umræðu. 1. nóvember fór svo skólinn í langa gönguferð um sveitina okkar.Bestu kveðjur og takk fyrir flott framtak.ReykhólaskóliKolfinna Ýr
  • Víkurskóli
     Áfram heldur fjörið í Víkurskóla! Í síðustu viku hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel og hlupu að meðaltali 5 km hvert. Í tilefni af evrópsku hreyfivikunni fengum við landsliðsmenn úr Krikketlandsliði Íslands í heimsókn og þeir kenndu krökkunum undirstöðuatriði í þessari íþrótt. Þetta var hin besta skemmtun og krakkarnir voru afskaplega ánægð með þessa heimsókn. Takk fyrir Krikketsamband Íslands.
  • Grunnskólan á Hólmavík
     Við vorum að staðsetja teiknað tré úr pappír í miðjum skólanum og ef nemandi hefur notað virkan ferðamáta á leið sinni í skólann merkir hann nafnið sitt á laufblað og hengir upp. Viðurkenning/ verðlaun verður fyrir þann bekk (1.-3., 4.-6.,7.-10.) sem notar virkan ferðamáta mest - hollur morgunmatur! Þeir nemendur sem koma með skólabílnum eru að sjálfsögðu með. Og í samstarfi við skólabílinn þá getur hann stoppað við félagsheimilið og hleypt nemendum út og þeir gengir þaðan upp í skóla. Það var mjög skemmtilegt! :)
  • Grunnskólinn á Ísafirði
     Allir nemendur Grunnskólans á Ísafirði fóru í fjallgöngu í tilefni af Göngum í skólann og enduðu gönguna í skólanum. Einnig voru nemendur hvattir til að ganga á hverjum degi í skólann. Frá okkur mun koma mynd af unglingastigi GÍ uppi á Kistufelli á Ísafirði. Takk fyrir flott framtak.
  • Ártúnsskóli
     Að þessu sinni er verkefni nemenda og starfsfólks að fara út á hverjum degi og hlaupa sérstakan hring á skólalóðinni. Auk þess er mælst til að nemendur, foreldrar og starfsmenn komi gangandi og hjólandi í skólann til að draga sem allra minnst úr umferð og mengun á bílastæði og umhverfi skólans.
  • Sunnulækjarskóli
     Sunnulækjarskóli á Selfossi hóf verkefni af fullum krafti með því að taka þátt í Ólympíuhlaupinu þar sem nemendur skólans hlupu alls 2795 km og þarf af voru 90 nemendur sem fóru 10 km. Framkvæmd hlaupsins gekk vel og allir stóðu sig frábærlega í blíðviðri. Við sendum einnig upplýsingapóst á foreldra og kennara um verkefnið þar sem þau eru hvött til að nýta sér virkan ferðamáta í og frá skóla og kennarar hvattir til að nota hreyfingu í náminu og ýmsar leiðbeiningar verið gefnir í þeim málum.
  • Víkurskóli
     Krakkarnir í Víkurskóla hafa nýtt veðrið vel frá því að Göngum í skólann hófst. Yngri nemendur fóru í berjaferð og eldri nemendur fóru í fjallgöngu. Þá erum við svo heppin hér að það eru margar ótrúlega fallegar gönguleiðir alveg við skólann, stutt í fjöruna og fjallið. Við setjum inn ýmsar myndir frá skemmtilegum gönguferðum. Í dag kom Lögreglan í heimsókn og var með umferðarfræðslu fyrir alla bekki. Í næstu viku stefnir allur skólinn á að taka þátt í Ólympíuhlaupinu.
  • Síðuskóli
     Nú er átakinu Göngum í skólann formlega lokið og tóku 75 skólar á landinu þátt í ár. Við í Síðuskóla tókum að sjálfsögðu þátt.Umsjónakennarar hvers árgangs sendu niðurstöður bekkjarins á Íþróttakennara sem unnu úr tölunum.Virkur ferðamáti er t.d. að ganga, hjóla eða að nota strætó.Markmið Göngum í skólann er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.Okkar von er að þetta verkefni verði hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring.Í ár notuðust 88,4% nemenda Síðuskóla við virkan ferðamáta sem er örlítil afturför frá árinu 2019 en þá náði Síðuskóli 91% virkum ferðamáta. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður hvers árgangs fyrir sig. 1. bekkur = 76,8%2. bekkur = 88%3.bekkur = 93,8%4. bekkur = 93,7%5. Bekkur = 89,2%6. Bekkur = 90,6%7. Bekkur = 78,8%8.Bekkur = 95,2%9.Bekkur = 80,6%10.Bekkur = 94,5%
  • Engjaskóli
     Í Engjaskóla skráðu nemendur hvernig þeir mættu í skólann í 3 vikur.Í dag (7.okt) var á dagskrá að afhenda "gullskóinn" en vegna Covid seinkar því aðeins. En sá árgangur sem sigrar, þ.e. notar vistvænan ferðamáta, þ.e. gangandi eða hjólandi sigrar og fær að launum "gullskóinn" til varðveislu í eitt ár. Allir árgangar fá viðurkenningarskjal sem hengt er upp í skólastofunni til að minna á vistvænan ferðamáta.
  • Fossvogsskóli
    Göngum í skólann verkefnið var samþætt með stærðfræði í 1. bekk. Við unnum með  stærðfræði hugtökin talnastrik og súlurit. Eftir talningar vikunnar lögðum við saman öll talnastrikin og fengum niðurstöður. Við létum ekki staðar numið þar heldur tókum niðurstöðu tölurnar og skoðuðum hvað þær væru miklir peningar.   Verkefni þetta tókst vel og nemendur áhugasamir því við gátum tengt það við námsefnið þeirra.
  • Reykhólaskóli
     Reykhólaskóli hefur tekið göngum í skólann mjög hátiðlega. Nemendur koma að sjálfsögðu gangandi á hverjum morgni. Við erum búin að dansa, fara í langa gönguferð um Teigsskóg, tókum þátt í Ólympíuhlaupinu, öll íþróttakennsla hefur farið fram utandyra og svo er hlaup 1 sinni í viku þar sem allir taka þátt og hlaupa þorpshringinn sem er um 1,2 km. Allir með. Mjög skemmtilegt og þarft framtak.Takk fyrir okkur.
  • Grunnskóli Hornafjarðar
     Við í grunnskólanum á Höfn störtuðum átaki/keppni á milli bekkjana. Hvaða bekkur myndi mest nýta sér virkan ferðamáta í skólan og létum við alla fá lista og sjá tveir nemendur um það að merkja við alla í bekknum hvernig þau koma í skólan. Við ætluðum að hafa kepnina í 2 vikur en vegna Covid og lokunnar í skólanum í nokkra daga ákváðum við að lengja keppnina um eina viku. Þá tökum við listana og skoðum hverjir eru virkustu bekkirnir og fá þrír efstu bekkirnir viðurkenningarskjal. Auk þess merkir starfsfólk við það hvernig það kemur í skólann og þá getum við séð hvernig starfsfólk er nýta sér virkan ferðamáta líka og verða þau verðlaunuð á einhvern hátt.
  • Grunnskólinn á Þórshöfn
    góðan daginn! Hér er slóð inn á frétt um ávaxta- og grænmetisgjafir af tilefni Göngum í skólann!https://www.grunnskolinn.com/is/frettir/fullar-korfur-af-avoxtum-og-graenmeti-fra-kjorbudinni
  • Brekkuskóli
    Í Brekkuskóla á Akureyri er keppni milli árganga um Gullskóinn og eru börn þá hvött til að nota virkan ferðamáta til og frá skóla. Umferiðin hefur aukist í kringum skólann undanfarin ár og því teljum við mikilvægt að minna nemendur á að nýta virkan ferðamáta.Í haust vorum við með grenndarkennslu þar sem nemendur fræddust um nærumhverfi sitt og skoðuðu bestu leiðir yfir götur við skólann.
  • Sunnulækjarskóli
    Sunnulækjarskóli á Selfossi hóf verkefni af fullum krafti með því að taka þátt í Ólympíuhlaupinu þar sem nemendur skólans hlupu alls 2607,5 km og þarf af voru 67 nemendur sem fóru 10 km. Framkvæmd hlaupsins gekk vel og allir stóðu sig frábærlega. Við sendum einnig upplýsingapóst á foreldra og kennara um verkefnið þar sem þau eru hvött til að nýta sér virkan ferðamáta í og frá skóla og kennarar hvattir til að nota hreyfingu í náminu og ýmsar leiðbeiningar verið gefnir í þeim málum.
  • Grunnskóli Drangsness
    Miðvikudaginn 7. október á Alþjóðlega göngum í skólann deginum héldu nemendur Grunnskóla Drangsness af stað með stikur sem þeir höfðu málað og stikuðu gönguleið í nágrenni skólans. Hugmyndin er að halda verkefninu áfram og búa til fleiri skemmtilegar gönguleiðir í þorpinu.
  • Glerárskóli

    Nemendur og starfsfólk Glerárskóla gengu og hjóluðu í skólann sem aldrei fyrr, meðan á átakinu „Göngum í skólann“ stóð. Kennarar voru duglegir að fara úr með nemendur í útikennslu, göngu- og hjólatúra eða í annars konar útivist eða íþróttir.
    Allar ferðir sem nemendur fara innanbæjar eru ýmist farnar gangandi eða með strætó, eins og þegar nemendur í fyrsta bekk skelltu sér á skauta. Reiðhjólin voru óspart notuð og magnað umhverfi skólans skoðað. Nemendur gengu einnig um skólalóðina og næsta nágrenni skólans og fegruðu umhverfið með því að tína upp rusl og flokka það síðan eftir kúnstarinnar reglum.
  • Grunnskólinn á Þingeyri
     Gullskórinn afhending -Göngum í skólann átak lokið:Í dag hlaut elsta stig gullskóinn 2020. Gullskórinn er viðurkenningar farandsbikar sem hópurinn vann í Göngum í skólann átakinu sem stóð í september. Allir nemendur og starfsfólk merktu þá daga sem þeir komu gangandi eða hjólandi í skólann. Allir dagar hvers námshóps voru taldir og fundið út meðaltal hvers hóps. Allir hópar stóðu sig mjög vel og það munaði ekki miklu á stigagjöfinni. Starfsmenn skólans mega taka sig á en nemendur "rústuðu" þeim í þessari keppni. Þeir starfsmenn sem hafa hjólað og gengið í vinnuna síðan í haust fengu samt klapp og lof í lófa fyrir dugnað. Fyrir afhendingu fórum við yfir ýmsa þætti sem stiðja við það að velja virkan ferðamáta og hvers við þurfum að gæta. Við minntum á nauðsyn þess að vera með hjálm þegar við hjólum og að tími endurskinsmerkja sé hafinn. Nánari reglur um hjólreiðar er að finna á vef samgöngustofu.
  • Oddeyrarskóli
     Nemendur og starfsfólk Oddeyrarskóla hafa ekki slegið slöku við í verkefninu Göngum í skólann. Auk þess að hvetja alla til þess að nota virkan ferðamáta hafa nemendur á yngsta stigi sett hluta af blómi eða fiðrildi í gluggann í stofunni sinni fyrir hvern dag sem þau komu með virkum ferðamáta í skólann.Á degi íslenskrar náttúru fóru nemendur og starfsfólk í fjallgöngu. Hægt var að velja nokkrar miserfiðar gönguleiðir. Þau allra hörðustu gengu upp á Súlur, aðrir gengu áleiðis að Súlum eða að Glerárstíflunni og þau yngstu gengu upp í Fálkafell. Nemendur hlupu einnig Ólympíuhlaup ÍSÍ og eftir hlaup var öllum boðið upp á ávaxta- og grænmetishlaðborð.
  • Grundaskóli
     Þátttaka í göngum í skólann í Grundaskóla er mjög góð. Ég gekk á öll hjólastæði skólans og taldi hjól og hlaupahjól og þau voru 370 talsins. Nemendur eru 670 og starfsfólk um 110. Þá eru ótaldir þeir sem komu gangandi þann daginn. Margir nemendur velja umhverfisvænan ferðamáta.
  • Grunnskóli Fjallabyggðar
     Síðustu vikurnar hafa nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar tekið þátt í átakinu Göngum í skólann og hafa allir bekkir staðið sig mjög vel.Á föstudaginn 25.september 2020 vor veitt verðlaun fyrir þátttökuna þeim bekkjum sem stóðu sig best í átakinu Göngum í skólann. Við skólann eru tvær starfsstöðvar:Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi rúmlega 100.Á Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi tæplega 100.Við Tjarnarstíg í Ólafsfirði var það 6. bekkur sem hlaut Silfurskóinn og var því í öðru sæti. Gullskóinn sjálfan hlaut síðan 7. bekkur með besta árangurinn.Við Norðurgötu á Siglufirði var það 3. bekkur sem hlaut Gullskóinn.
  • Hvaleyrarskóli
     Hæ VIð hér í 5. bekk í Hvaleyrarskóla, fórum í göngutúr niðri á Ásvelli með stuttu stoppi við heilsuræktarstöð Leiðin var mæld í skrefum og km. Að brúnni við Reykjanesbrautina þá voru samanlagt öll skref 2.928, skv úri 0.63 km. Við Heilsuræktina var svo talað við nemendur um mikilvægi hreyfingar. Virkilega gaman og nemendur glaðir og kátir
  • Víkurskóli
     Í Víkurskóla er heilmikill áhugi á verkefninu. Verkefnið var formlega sett af stað með viðhöfn. Allir nemendur skólans hittust á sal og síðan var fáni Heilsueflandi grunnskóla dregin að húni í fyrsta skipti. Að því loknu var íþróttastöðvafjör í íþróttahúsin. Skólinn þjónar bæði nemendum úr dreifbýli og þéttbýli þannig að sumir koma með skólabíl. Einn nemandi gerði sér lítið fyrir og gekk í skólann 10 km leið á öðrum degi verkefnisins! Hann heitir Egill Atlason og er nemandi í 9. bekk. Allir bekkir fara í auka 20 mínútna hreyfingu þrisvar í viku. Í dag er útivistardagur og allir bekkir fóru í berjaferð í Hafursey sem er fjall fyrir neðan Mýrdalsjökul.
  • Hólabrekkuskóli
    Hæ !Við í Hólabrekkuskóla settum Göngum í Skólann skráningablað á allar hurðar eða tússtöflu í skólanum hjá okkur. Póstur var endur á alla foreldra til að minna á átakið og nemendur hvattir til að skrá sig. Í tengslum við það var svo keppni innan árganga um hvaða bekkur var með bestu skráninguna og verða verðlaun fyrir það afhend á sal skólans í nóvember (fyrsta samkoma vetrarins). Við ætlum svo að tengja það við Hreyfiátakið sem verður í febrúar, en þá verður keppni á milli árganga. Þetta er því nokkurs konar upphitun á því.Við höfðum svo eina viku í sept sem "aðalvikuna" og það var hreyfivika Evrópu og byrjuðum við hana með því að hafa Olympíuhlaupið á mánudeginum. Þetta heppnaðist stórkostlega vel og erum við mjög ánægð með árangurinn.
  • Síðuskóli
     https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/frabaer-arangur-i-gongum-i-skolannhttps://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/gonguferd-ad-hraunsvatniÍ tilefni Göngum í skólann 2019: Skráðum í íþróttatímum hverjir notuðu virkan ferðamáta.Reiknuðum hlutfall fyrir hvern árgang í hverri viku – keppni milli árganga.Tókum saman heildarhlutfall allra bekkja í lokinn og fundum sigurvegar í bekkjarkeppni.Settum niðurstöður hverrar viku upp á vegg þar sem hlutfallið var sýnt auk fjölda bíla sem komu í skólann.Við í Síðuskóla erum umhverfisvænn skóli og er þetta átak í takt við það. Umhverfisnefnd tilkynnti sigurvegara bekkjarkeppninnar á söngsal. Vinningsbekkurinn fékk viðurkenningarskjal , bíkara og bekkjarumbun.Í ár voru 91% nemenda Síðuskóla sem notuðust við virkan ferðamáta sem er bæting frá því árið 2018 en þá voru það 88%. Hér fyrir neðan koma svo niðurstöður fyrir hvern bekk. Þetta er hlutfall (%) nemenda sem notuðust við virkan ferðamáta.2019. 1. bekkur: 71%2. bekkur: 95% í 3.sæti3. bekkur: 95% í 3.sæti4. bekkur: 93%5. bekkur: 97% í 1.sæti*6. bekkur: 84%7. bekkur: 96% í 2.sæti8. bekkur: 91%9. bekkur: 92%10. bekkur: 96% í 2.sætiEins og sjá má eru bekkirnir að ná mjög góðum árangri en við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur á næsta ári!Takk fyrir flott framtak.
  • Grunnskólinn í Stykkishólmi
     Göngum í skólann 2019 í GSSVið tókum þátt í fyrsta skipti núna í ár og var ætlunin að hafa þetta lágsemt og ekki of mikið í upphafi skólárs. Á næsta vori mun verkefnið vera kynnt frekar og undirbúið svo allt sé klárt fyrir átakið um haustið. Við vorum með smá keppni þar sem hver bekkur skáði niður hvern dag sem krakkarnir gengu í skólann og í lok átaks fengu þau svo viðurkenningarskjal og frjálsan tíma í íþróttum í verðlaun. Þetta gekk vel og verðum við betur undirbúin til að taka þátt á næsta ári.Takk fyrir okkur.
  • Akurskóli
     Akurskóli tekur árlega þátt í göngum í skólann og þetta ár er engin undantekning. Nemendur voru mjög dugleg að nýta sér aðra samgöngur en bílinn og á verðlaunahátiðinni þar sem einn árgangur er verðlaunarður á hverju stig voru það bekkir sem náðu hátt í 90 þátttöku á þessum 4 vikum. Á yngsta stigi var það 4.bekkur með 88%, á miðstigi var það 5.bekkur með 86% og á elsta stigi var það 10.bekkur með 81% þátttöku.
  • Glerárskóli
     Að venju var almenn og mjög góð þátttaka nemenda í Glerárskóla í átakinu Gengið i skólann. Verkefninu lýkur formlega i dag, fimmtudaginn 3. október. Í kjölfarið verður farið yfir skráningar og viðurkenningar veittar þeim bekkjardeildum sem stóðu sig best.
  • Kerhólsskóli
    Í Kerhólsskóla höfum við þann háttinn á að fara í daglegar gönguferðir eina viku á tímabilinu þar sem að flest börn koma með skólabíl í skólann. Einn daginn var gegnið og björgunarsveitin á svæðinu heimsótt.
  • Waldorfskólinn Sólstafir
    Við höfum verið að ganga reglulega síðan verkefnið Göngum í skólan hófst í byrjun september til að stuða að heilbrigðri hreyfingu og í leiðinni að byggja okkur upp.  Í dag, 25. september, tókum við í Waldorfsskólanum Sólstöfum þátt í Ólympíuhlaup ÍSÍ. 93 af 100 börnum skólans (1-10 bekk) tóku þátt og hlaupu milli 2,5 km og 10km. Stemningin var góð og allir ánægðir. Veðrið var gott og skemmtileg hlaupaleið var skipulögð í Laugardalnum. Þegar börnin komu í mark var þeim afhent kókómjólk og banana og mikil ánægja með það. Þetta heppnaðist mjög vel, allir tóku þátt á eigin forsendum og blandaðist bekkirnir því skemmtilega, barn í 1. bekk var t.d. að hlaupa með unglingum. Ætlum pottétt að taka þátt aftur að ári.
  • Breiðholtsskóli
    Nemendur í 6. bekk Breiðholtsskóla fóru í gönguferð í Elliðaárdalinn þar sem náttúran var skoðuð í yndislegu veðri og kíkt var meðal annars á Tröllið sem er nýtt listaverk í dalnum.
  • Síðuskóli
     Við í Síðuskóla hófum átakið Göngum í skólann með því að fara í fjallgöngu upp að Hraunsvatni með alla nemendur skólans! Undanfarnar tvær vikur hafa íþróttakennarar skráð niður í hverjum íþróttatíma hverjir hafa notað virkan ferðamáta til að koma í skólann. Síðan tökum við saman í lok hverrar viku hversu hátt hlutfall nemenda nota virkan ferðamáta og berum saman árganga. Við skráum einnig hversu margir bílar eru notaðir til að koma nemendum í skólann vikulega. Ætlunin er svo að taka saman árangurinn í lok átaksins og sjá hvaða árgangar hafa staðið sig best.
  • Waldorfskólinn Sólstafir
     í síðustu viku var lífsleiknivika hjá okkur. þá var drekaleik upp í Öskjuhlið. Í drekaleiknum erum við úti nánast allan skóladaginn og öll börn (frá 1- 10 bekk) taka þátt í leiknum. Það er einhvers konar eltingarleikur sem reynir m.a. á samvinnu nemenda.Hádegismatnum eldum við upp í skógi, við elduðum m.a. lummur, súpa og pinnabrauð. Fyrir yngri bekkirnir er hreyfinginn upp í Öskjuhlið alveg nóg en börnin sem eru í 5. bekk og uppúr löbbuðu frá Sóltúni í Öskjuhlið alla daga. Það er ca 2,5 km ganga. Sumir löbbuðu líka tilbaka í skólanum í lok dags. Þeir sem hlupu mest hafa sennilega náð að ganga/hlaupa allt að 12 km yfir daginn. Vikan fyrir drekaleiknum fórum við reglulega í göngutúrum á morgnanna og einnig í þessa viku. Í næstu viku munum við taka þátt í Olympiuhlaup Ísí. Allir nemendum munu hlaupa hring í Laugardalnum og verður súpu og annað í boði eftir hlaupið.
  • Húsaskóli
     ( Húsaskóli )Húsaskóli flautaði til leiks 4.september með því að nemendur og starfsfólk skólans fóru í létta göngu um nærumhverfi skólans. Göngum í skólann er orðinn fastur liður hér hjá okkur í skólanum og tökum við þátt líkt og áður í 4 vikur með hinum ýmsu verkefnum.Allir nemendur merkja daglega á skráningarblað hvernig þeir koma í skólann, allir eru hvattir að nota virkan ferðamáta. Skráningarblaðið er notað í ýmis verkefni, til dæmis í stærðfræði til að gera súlurit, finna út prósentur og fleira. Mesta spennan er svo að sjálfsögðu að fá að vita hvaða bekkur hlýtur gullskóinn fyrir góða frammistöðu. Frábær áhugi og metnaður hefur skapast í nemendahópunum og eru kennarar og starfsmenn skólans duglegir að hvetja nemendur áfram.Í hverri viku fá allir bekkir mismunandi verkefni og áskoranir, til dæmis hverfaganga, núvitundarganga, slökun, teygjuæfingar, fræðsla um vatn, verkefni tengd náttúrunni og að ógleymdi ÍSÍ halupinu.Bestu kveðjur frá okkur í Húsaskóla 😊
  • Víkurskóli
     Víkurskóli tekur þátt í Göngum í skólann og hófst verkefnið stundvíslega á fyrsta degi verkefnisins í gær 4. september. Í Víkurskóla eiga þess ekki allir kost að koma hjólandi eða gangandi í skólann þar sem hluti nemenda er í skólaakstri og því munum við brydda upp á ýmsu utan dyra, göngu, hlaupi og leikjum á þessu tímabili. Við erum svo heppin að næsta nágrenni Víkurskóla er ein risa útikennslustofa. Fjölmargar gönguleiðir og fjölbreytt náttúra. Þá verður fræðsla um hvernig best og öruggast er að haga ferðum sínum í umferðinni. Á fyrsta degi verkefnisins fór allur skólinn í hressilegan göngutúr í Víkurfjöru fyrir hádegismatinn og notaði tækifærið í leiðinni að plokka rusl á gönguleiðinni. Allir komu mjög hressir tilbaka.
  • Lindaskóli
    Sæl og blessuðVið í Lindaskóla byrjuðum verkefnið á að allir bekkir fóru í gönguferð með kennurum. Síðan vorum við með keppni í síðustu vikunni hjá 1.-7. bekk. Þeir bekkir sem stóðu sig best fá gull- og silfurskóinn.3. bekkur ætlar að vinna með stærðfræði og setja árangurinn upp í súlurit.Sendi myndir þegar búið er að afhenda sigurvegurum verðlaunin sín:)Kær kveðjaMaría
  • Síðuskóli
     https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/frabaer-arangur-i-gongum-i-skolannhttps://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/gonguferd-ad-hraunsvatniÍ tilefni Göngum í skólann 2019:Skráðum í íþróttatímum hverjir notuðu virkan ferðamáta.Reiknuðum hlutfall fyrir hvern árgang í hverri viku – keppni milli árganga.Tókum saman heildarhlutfall allra bekkja í lokinn og fundum sigurvegar í bekkjarkeppni.Settum niðurstöður hverrar viku upp á vegg þar sem hlutfallið var sýnt auk fjölda bíla sem komu í skólann.Við í Síðuskóla erum umhverfisvænn skóli og er þetta átak í takt við það. Umhverfisnefnd tilkynnti sigurvegara bekkjarkeppninnar á söngsal. Vinningsbekkurinn fékk viðurkenningarskjal , bíkara og bekkjarumbun.Í ár voru 91% nemenda Síðuskóla sem notuðust við virkan ferðamáta sem er bæting frá því árið 2018 en þá voru það 88%. Takk fyrir flott framtak.Hér fyrir neðan koma svo niðurstöður fyrir hvern bekk. Þetta er hlutfall (%) nemenda sem notuðust við virkan ferðamáta.2019. 1. bekkur: 71%2. bekkur: 95% í 3.sæti3. bekkur: 95% í 3.sæti4. bekkur: 93%5. bekkur: 97% í 1.sæti*6. bekkur: 84%7. bekkur: 96% í 2.sæti8. bekkur: 91%9. bekkur: 92%10. bekkur: 96% í 2.sætiEins og sjá má eru bekkirnir að ná mjög góðum árangri en við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur á næsta ári!Takk fyrir flott framtak.
  • Brekkuskóli
     Í Brekkuskóla á Akureyri er keppni milli árganga um Gullskóinn þar sem sá árgangur sigrar sem hefur hæsta meðaltal af virkum ferðamáta til og frá skóla yfir ákveðið tímabil. Keppnin er geysihörð og leggja umsjónakennarar sig alla fram um að fá nemendur til að vera virkir þátttakendur og árangurinn eftir því. Sumir bekkir nálægt því að skora fullt hús stiga.
  • Grunnskólinn á Þingeyri
     Krakkarnir hér í litla samfélaginu okkar á Þingeyri í Vestur-Ísafjarðarsýslu eru mjög dugleg almennt að tileinka sér virkan ferðamáta. Til að mynda ganga allir að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku til og frá íþróttahúsi, sem er vegalengd sem telur 700 metra hvor leið, eða 1.4km báðar leiðir, sem gerir að lágmarki 4.2km vikulega, auk íþróttatímans tvisvar í viku, sundtímans einu sinni í viku og einnig fá þau sér útivistartíma í stundaskrá þegar ekki er íþróttatími, þar sem oft er farið í ratleiki, göngutúra eða eitthvað slíkt. Þannig við á Þingeyri höfum verið dugleg að fá þau til að hreyfa sig daglega.
  • Reykhólaskóli
     Reykhólaskóli tók þátt í verkefninu "göngum í skólan". Skólinn hefur undanfarin ár tekið þátt í þessu hvetjandi verkefni því hjá okkur eru margir sem koma með skólabíl og finnst okkur þetta gott start á haustinu að hvetja nemendur til að ganga og að skólabílabörn fái líka tækifæri. Nemendur úr þorpinu voru meðvitaðir um að koma gangandi í skólann, skólabílar stoppuðu lengra frá skólanum og kennarar lögðu bílum sínum legra frá skólanum svo bílastæði voru nánast tóm. Rætt var um heilbrigði og útiveru og á yngsta stigi fengu nemendur að stimpla á dagatalið frá ykkur þá daga sem þeir komu gangandi sem var mjög spennandi og skapaði umræðu. 1. nóvember fór svo skólinn í langa gönguferð um sveitina okkar.Bestu kveðjur og takk fyrir flott framtak.ReykhólaskóliKolfinna Ýr
  • Víkurskóli
     Áfram heldur fjörið í Víkurskóla! Í síðustu viku hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel og hlupu að meðaltali 5 km hvert. Í tilefni af evrópsku hreyfivikunni fengum við landsliðsmenn úr Krikketlandsliði Íslands í heimsókn og þeir kenndu krökkunum undirstöðuatriði í þessari íþrótt. Þetta var hin besta skemmtun og krakkarnir voru afskaplega ánægð með þessa heimsókn. Takk fyrir Krikketsamband Íslands.
  • Grunnskólan á Hólmavík
     Við vorum að staðsetja teiknað tré úr pappír í miðjum skólanum og ef nemandi hefur notað virkan ferðamáta á leið sinni í skólann merkir hann nafnið sitt á laufblað og hengir upp. Viðurkenning/ verðlaun verður fyrir þann bekk (1.-3., 4.-6.,7.-10.) sem notar virkan ferðamáta mest - hollur morgunmatur! Þeir nemendur sem koma með skólabílnum eru að sjálfsögðu með. Og í samstarfi við skólabílinn þá getur hann stoppað við félagsheimilið og hleypt nemendum út og þeir gengir þaðan upp í skóla. Það var mjög skemmtilegt! :)
  • Grunnskólinn á Ísafirði
     Allir nemendur Grunnskólans á Ísafirði fóru í fjallgöngu í tilefni af Göngum í skólann og enduðu gönguna í skólanum. Einnig voru nemendur hvattir til að ganga á hverjum degi í skólann. Frá okkur mun koma mynd af unglingastigi GÍ uppi á Kistufelli á Ísafirði. Takk fyrir flott framtak.
  • Ártúnsskóli
     Að þessu sinni er verkefni nemenda og starfsfólks að fara út á hverjum degi og hlaupa sérstakan hring á skólalóðinni. Auk þess er mælst til að nemendur, foreldrar og starfsmenn komi gangandi og hjólandi í skólann til að draga sem allra minnst úr umferð og mengun á bílastæði og umhverfi skólans.
  • Sunnulækjarskóli
     Sunnulækjarskóli á Selfossi hóf verkefni af fullum krafti með því að taka þátt í Ólympíuhlaupinu þar sem nemendur skólans hlupu alls 2795 km og þarf af voru 90 nemendur sem fóru 10 km. Framkvæmd hlaupsins gekk vel og allir stóðu sig frábærlega í blíðviðri. Við sendum einnig upplýsingapóst á foreldra og kennara um verkefnið þar sem þau eru hvött til að nýta sér virkan ferðamáta í og frá skóla og kennarar hvattir til að nota hreyfingu í náminu og ýmsar leiðbeiningar verið gefnir í þeim málum.
  • Víkurskóli
     Krakkarnir í Víkurskóla hafa nýtt veðrið vel frá því að Göngum í skólann hófst. Yngri nemendur fóru í berjaferð og eldri nemendur fóru í fjallgöngu. Þá erum við svo heppin hér að það eru margar ótrúlega fallegar gönguleiðir alveg við skólann, stutt í fjöruna og fjallið. Við setjum inn ýmsar myndir frá skemmtilegum gönguferðum. Í dag kom Lögreglan í heimsókn og var með umferðarfræðslu fyrir alla bekki. Í næstu viku stefnir allur skólinn á að taka þátt í Ólympíuhlaupinu.
  • Njarðvíkurskóli
     Við í Njarðvíkurskóla tókum þátt í verkefninu, Göngum í skólann í sjötta sinn. Við sendum bréf heim til kynningar fyrir foreldra því samstarf heimilis og skóla er mikilvægt ef vel á að takast til. Verkefnið kom inn í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 3. – 7. október og nýttum við okkur það með því að ræða um mikilvægi góðrar heilsu og útiveru. Nemendur voru hvattir til að ganga eða hjóla í skólann ef veður leyfði og útfærðu kennarar verkefnið með nemendum sínum á margvíslegan hátt. Allir nemendur Njarðvíkurskóla tóku svo þátt í Norræna skólahlaupinu.Takk kærlega fyrir góðar upplýsingar og hugmyndir á vefnum ykkar.
  • Brekkuskóli
    Við í Brekkuskóla Akureyri tókum þátt í göngum í skólann.

    Í byrjun annar fòrum við í göngutúra um nærumhverfi skólans og fórum yfir helstu gönguleiðir til og frá skóla og umferðaröryggi.
    Elstu krakkarnir hjóluðu einnig Eyjafjarðarhringinn og notuðum við tækifærið og fórum vel yfir öll öryggisatriði þegar hjólað er ì umferðinni.
    Börnin voru hvött til að ganga ì skólans og reiknuðu hve marga km þau ganga þessi 10 ár ef þau ganga alltaf til og frá skóla.
    Margt fleira var gert innan bekkjanna.

    Skemmtilegt átaksverkefni til að vekja fólk til umhugsunar um hve auðvelt er fyrir flesta að ganga til og frá skóla/vinnu og stuðla þannig að betri heilsu og umhverfi.
  • Glerárskóli
     Átakið Göngum í skólann er nú lokið. Nemendur og starfsmenn tóku þátt í átakinu og skráð var niður koma nemenda í skólann á ákveðnu tímabili.Tímabilið var frá mánudeginum 12. september- 30. september. Sá bekkur sem sýndi framúrskarandi þátttöku var 7-KJ og hlaut hann Gullskóinn og viðurkenningarskjal að launum.
  • Ölduselsskóli
     Í Ölduselsskóla höfum við tekið virkan þátt í Göngum í skólann verkefninu með því að mæla ferðamáta nemenda í tvær vikur. Verkefnið hófst formlega á sal með öllum nemendum og starfsfólki þar sem farið var yfir mikilvægi þess að draga úr umferð við skóla og að sem flestir komi fyrir eigin orku í skólann á hverjum degi. Sama dag var skólinn í samvinnu við Íþróttafélag Reykjavíkur með sérstakan íþróttadag þar sem nemendur fengu tækifæri til að prófa sem flestar íþróttagreinar. Meðan á verkefninu stendur Þá er skólinn þátttakandi í Heilsueflandi Breiðholti og allir nemendur í 1. - 7. bekk tóku þátt spretthlaupsmælingu sem var hluti af alþjóðlegu verkefni. Þá er skólinn einnig búin að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Kennarar hafa notað tækifærið og farið í verkefni tengd heilsu og hollustu. 'Í dag lauk verkefninu og fengu þeir árgangar viðurkenningu sem náðu bestum árangri í að koma í skólann fyrir eigin orku. Takk fyrir okkur
  • Akurskóli
     Heilsuátakið Göngum í Skólann fór fram í Akurskóla 8. september til 3. október. Nemendur voru hvattir til að ganga eða að hjóla í skólann á því tímabili.Verðlaunaafhending fór fram 5.október á alþjóða deginum sjálfum og þeir árgangar verðlaunaði sem stóðu sig best.Á yngsta stigi stóð 2007 árgangur uppi sem sigurvegari, á miðstigi var það 2005 árgangur og á elsta stigi var það 2003 árgangur sem var duglegastur. Í verðlaun var forlátur gullskór á platta ásamt viðurkenningaskjali. Góð þátttaka var meðal nemenda og var mikil keppni milli árganga. Við hvetjum börn til að vera dugleg að ganga í skólann ef veður leyfir.
  • Grandaskóli
     Nemendur í fjórða bekk í Grandaskóla fóru og æfðu sig að fara yfir mismunandi gangbrautir í hverfinu. Venjulega sebrabraut við hlið skólans. Gangbrautarljós yfir Eiðisgranda og að síðustu að fara yfir götu þar sem engin gangbraut er. Á leiðinni æfðum við okkur í að ganga á stórgrýti. Skoðið myndir http://grandaskoli.is/images/myndasafn/index.php?sfpg=MjAxNl90aWxfMjAxNy80Ll9iZWtrdXIvR8O2bmd1bV_DrV9za8OzbGFubi8qKjM2MjBmN2M3NTliODhjYWI5MjcyYTcwMzI2NTZjMjNh
  • Breiðholtsskóli
    Göngum í skólann verkefnið 2016 í Breiðholtsskóla hefst miðvikudaginn 7. september með því að allir fara út að ganga saman bakkahringinn. Vikuna 12.-16. september, þá ætlum við að vera dugleg að skrá alla nemendur sem ganga í skólann þá vikuna og verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í 1.-5. bekk og 6.-10. bekk. Verðlaunin eru skór sem Ragnheiður Sara Crossfit meistari ætlar að gefa okkur og verða það farandskór til varðveislu í bekkjarstofu í eitt ár.Verkefninu lýkur svo formlega með því að taka þátt í Norræna skólahlaupinu.Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
  • Grunnskólinn í Sandgerði
     Dagana 5. til 23. september tók skólinn þátt í verkefninu „Göngum í skólann“ sem er liður í að auka vitund nemenda um að nýta virkan ferðamáta til þess að koma í skólann.Hver bekkur hélt utan um sína skráningu , fjórir bekkir voru virkari en aðrir og fengu þrír viðurkenningu fyrir að hafa komið flesta daga sjálf í skólann. Það voru 3. NÓK, 7. KÓÁ og 9. ÖÆH.Einn bekkur skaraði fram úr þar sem allir nemendur komu sjálfir í skólann, 3. VHF og fékk hann viðurkenningu og farandbikarinn GULLSKÓNA.Hvetjum alla nemendur til þess að koma sjálfa í skólann og auka þannig súrefnisflæði til heilans og minnka bílaumferð við skólann.
  • grunnskóli Önundarfjarðar
     Við erum að auki að hjóla eða labba í mat á hverjum degi. Ég ætlaði að senda fleiri myndir og er ekki viss ef það tókst. Kær kveðjaEdda
  • Þjórsárskóli
     Þjórsárskóli tekur þátt í Göngum í skólann verkefninu. Við höfum farið í skipulagðar gönguferðir og einnig í hjólaferðir. Föstudaginn 30. September fór allur skólinn í gönguferð. Við gengum meðfram Kálfárbökkum. Veðrið lék við okkur og við nutum þess að horfa á haustlitadýrðina. Við erum heppin að hafa fallegt umhverfi í kringum okkur. Á heimleið blasti Hekla við okkur í allri sinni dýrð.
  • Hamraskóli
     Í Hamraskóla höfum við tekið virkan þátt í "Göngum í skólann verkefninu" í ár eins og undanfarin ár. Við skráðum hvernig nemendur koma í skólann í 3 vikur og afhendum svo "Gullskóinn" þeim bekk sem er með besta hlutfallið við athöfn á sal föstudaginn 7.okt. Þá sýnum við þeim líka myndband sem við tókum saman yfir þá viðburði sem við höfum bryddað upp á. Við höfum verið með nokkrar uppákomur tengdar verkefninu s.s: HreyfivikuNorræna skólahlaupiðLeikir í Gufunesbæ NáttúrugönguGönguferð á Úlfarsfell í samvinnu við foreldreafélagið. Mælingu á ferðamáta í skólann í 3 vikur Gullskórinn afhendur á sal skólans. Heilsuhvetjandi kveðjur frá Hamraskóla í Grafarvogi.
  • Grenivíkurskóli
    Við í Grenivíkurskóla tókum tvær vikur þar sem við hvöttum nemendur til þess að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla. Þegar þau komu í skólann á morgnana fengu þau stimpil fyrir að nota virkan ferðamáta hafi þau gert það. Við byrjuðum verkefnið að sjálfsögðu á því að kynna bæði verkefnið og umferðarreglurnar fyrir þeim og fórum sérstaklega yfir mikilvægi þess að nota hjálma. Til að gera langa sögu stutta að þá notuðu allir nemendur skólans nema einn, virkan ferðamáta alla þá daga sem fylgst var með þeim.
  • Grunnskóli Vestmannaeyja
      Göngum í skólann hófst formlega í Grunnskóla Vestmannaeyja miðvikudaginn 7. September. Það er orðin hefð á þessum degi að nemendur í eldri stigum skólans heilsi uppá yngri nemendur. Nemendur í 8.- 10. bekk gengu yfir í Hamarsskóla og heimsóttu 1. – 3. bekk. Yngri nemendur lásu fyrir þá eldri áður en það var farið út í leiki. Þar var verkefnið formlega sett af skólastjóra eftir stutta ræðu um mikilvægi þess að vera heilsuhraustur. Nemendur í 4. og 5. bekk gengu yfir í Barnaskóla til að hitta nemendur í 6. og 7. bekk, þar var farið í hópleiki áður en formleg setning fór fram. Í lokin voru ávextir í boði fyrir nemendur og starfsfólk.Nemendur í 2. – 7. bekk munu svo keppa um gullskóin á meðan verkefnið er í gangi.
  • Grundaskóli
  • Hofsstaðaskóli
     Göngum í skólann Dagana 29. september – 7. október tóku nemendur Hofsstaðaskóla þátt í alþjóðlega verkefninu „Göngum í skólann“. Í sjö daga var samgöngumáti nemenda skráður en þá daga komu að meðaltali 88% nemenda gangandi eða hjólandi í skólann. Á yngra stiginu komu flestir í 4. bekk gangandi eða hjólandi eða 91% nemenda. Á eldra stiginu komu flestir nemendur í 6. bekk gangandi eða hjólandi eða 99% nemenda. Þetta er góður árangur hjá nemendum skólans. Eins og flestir vita er Hofsstaðaskóli Grænfánaskóli og þess vegna eru allir nemendur hvattir til að halda áfram að ganga og hjóla í skólann þó að verkefninu sé lokið.
  • Grunnskóli Vestmannaeyja
    Við í GRV enduðum verkefnið Göngum í skólan með  Norræna skólahlaupinu þann 9. október. Hlaupið fór fram í rigningu og sól, þrátt fyrir bleytu stóðu nemendur sig virkilega vel og gaman að sjá nokkra foreldra sem komu með. Sú nýjun var núna að þrír drengir í 10. bekk tóku að sér að hita hópinn upp fyrir hlaupið og stóðu þeir sig með stakri prýði. Í lok hlaupsins voru ávextir í boði frá heildverslun Karls Kristmanns.
  • Rimaskóli
     8-JÓ í Rimaskóla hefur komið fótgangandi í skólann á hverjum degi á meðan átakinu ,,Göngum í skóla" stóð yfir. Samanlagt hafa nemendur gengið 561,6 km bara með því að ganga til og frá skóla þessa daga. Sjá myndir af 8-JÓ í myndasafni.
  • Grunnskóli Fjallabyggðar
    Í tenglinum er frétt frá Grunnskóla Fjallabyggðar um gönguátakið okkar. http://grunnskoli.fjallabyggd.is/is/frettir/gullskorinn-afhentur
  • Ártúnsskóli
    Í upphafi skólaárs þegar átakið "Göngum í skólann" hefst er alltaf lögð áhersla á að kynna fyrir foreldrum að öruggasta og umhverfisvænsta leiðin í skólann er að nemendur komi gangandi. Allir árgangar hafa verið að vinna margvísleg verkefni til að hvetja nemendur að ganga í skólann. Nemendur í 5. og 6. bekk unnið stærðfræðiverkefni þar sem þeir skrá og mæla mismunandi ferðamáta sinn til og frá skóla og vinna svo stærðfræðiverkefni í framhaldinu. Nemendur fóru út á bílastæði og æfðu helstu reikniaðgerðir með tölunum á bílnúmerum. Einnig var farið var í rannsóknargönguferð umhverfis hverfið okkar og gerðar stærðfræðiathuganir. Verkefnið hefur einnig tengst svæðavinnu miðstigs og hafa nemendur m.a. tekið púlsmælingar og komist að því að með því að ganga eða hjóla í skólann þá þjálfum við hjartað sem er gott fyrir heilsuna.
  • Ölduselsskóli
     Formleg þátttaka Ölduselssóli í „Göngum í skólann“ hófst föstudaginn 4. september kl. 10:20 á sal skólans.Farið var stuttlega yfir verkefnið á sal og sunginn afmælissöngur og hitað upp og dansað eitt lag undir umsjón eins kennara og nemenda úr öllum árgöngum. Að því loknu ætlum við að fara í stutta gönguferð með eldri og yngri árgöngum um hverfið þar sem eldri nemendur fylgja yngri nemendum. Umsjónarkennarar skulu fylgja sínum árgangi ásamt stuðningsaðilum. Að gönguferð lokinni verða stöðvar á skólalóð þar sem kennarar fá skipulag sent frá undirbúningsnefnd hvaða stöð þeir eru að hafa umsjón með.síðan hefst gönguátak þar sem gerð verðum mæling á hversu margir nemendur koma gangandi í skólann og stóð mæling yfir í tvær vikur. Að mælingu lokinni voru veittar viðurkenningar til þeirra árganga sem stóðu sig best í að koma fyrir eigin afli í skólann þessa dagana. Þeir árgangar sem stóðu sig best fengu viðurkenningarskjöl og ávaxtaveislu.
  • Grunnskóli Önundarfjarðar.
     Myndin sem við sendum inn er af yngri deild Grunnskóla Önundarfjarðar, 1 -3 bekkur.Þessi mynd var tekinn daginn sem við fórum í gönguferð um Flateyri , fórum yfir umferðarreglurnar og komum við heima hjá öllum í hópnum og tekin var mynd af hverju barni fyrir framan hús þess.Vegna tæknilegra örðugleika gátum við því miður ekki sent inn fleiri myndir.Kær kveðja
  • Grunnskóli Vestmannaeyja
     Verkefnið Göngum í skólann er enn í fullum gangi. Hjá okkur í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur ýmislegt verið að gerast í tengslum við verkefnið. Umsjónarkennarar hafa verið duglegir að fara í gönguferðir með nemendur. Við fengum heimsókn frá lögreglunni, Davíð Þór lögregluþjónn kom og heimsótti nemendur í 1. bekk í síðustu viku.Þessa daga frá því að verkefnið fór í gang hefur verið mun minni umferð við skólann, fjöldi nemenda hefur komið gangandi eða hjólandi. Margir foreldrar hafa notað tækifærið í góða veðrinu til að ganga eða hjóla í skólann með börnum sínum og um leið kennt þeim öruggustu leiðina í skólann. Mánudaginn 14. september hófst svo keppnin um „Gullskóinn“ í 2. – 5. bekk og stendur til 25. september.
  • Leikskólinn Bergheimar
     Í dag var gangbrautarvörður við hornið á bílastæði leikskólans og gangbrautina yfir Hafnarberg. Það var greinilegt að nemendur höfðu gaman af þessu og bílstjórar voru mjög þolinmóðir og umburðarlyndir þar sem sumir tóku örlítið lengri tíma í að ganga yfir á gangbrautinni.
  • Grunnskóli Reyðarfjarðar
     Skipuleg keppni stóð yfir í fimm daga þar sem skráð var hverjir gengu í skólann eða hjóluðu. Í lok tímabilisins var "Gullskórinn" afhentur í lok skóla á föstudegi, og voru það nemendur í 7. bekk sem unnu hann með 99 % þátttöku. Þemadagar stóðu yfir á meðan á skráningu stóð, og voru tískusýninga stúlkur frá þemadögum fengnar til að sýna dans og allir sem vildu dönsuðu með og skemmtu sér vel eftir verðlaunaafhendingu. Þátttaka skólans í heild var 76,65 %. Nemendur voru hvattir áfram til að ganga eða hjóla í skólann meðan veðurblíðan á Austurlandi héldist eins en Austfirðingar kalla svona sumarauka kúrekasumar .
  • Akurskóli
    Akurskóli er diggur þátttakandi í þessu verkefni og hafa nemendur ásamt kennurum tekið þátt síðustu 6 árin. Í Ár var góð þátttaka og veðrið var bara nokkuð gott, held að það hafi verið aðeins einn dagur sem var mjög vont veður. Nemendur keppa innan skólans um Gullskóinn. Þrír verðlaunagripir eru í boði, einn fyrir 1-4, einn fyrir 5-7 og einn fyrir unglingastigið. 7.október var svo verðlaunaafhending inní íþróttahúsi þar sem kennarar kepptu í mismunandi greinum (sippa á 20 sek, þriggja stiga keppni og skora körfu ringlaður). Hægt er að sjá myndir á myndasíðunni.  
  • Rimaskóli
     Í unglingadeild Rimaskóla er boðið upp á valáfanga sem heitir Hundar sem gæludýr. Áfanginn er fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á því að eiga hund sem gæludýr eða eiga hund sem gæludýr. Við förum í göngutúra um hverfið með hunda í bandi og á meðan átakinu Göngum í skóla stóð yfir fórum við í lengri göngutúra. Útiveran og göngutúrinn um hverfið hressir, bætir og kætir bæði hunda og menn.
  • Sjálandsskóli
     Í Sjálandsskóla er gert margt í tilefni Göngum í skólann átaksins. Í útikennslu í 1. bekk fara allir nemendur í göngutúr heim til hvers og eins, þannig að nemendur vita hvar hver og einn á heima, kannski býr einhver bekkjarfélagi í næsta húsi sem þú vissir ekki af. í útikennslu í 3. og 4. bekk var farið í hjólaferð. 5. og 6. bekkur fór á kajak á Arnarnesvoginum. 7. bekkur dansaði zorba í útikennslu og fór í boðhlaup að para sama lönd og borgir. Allur skólinn hljóp í Norræna skólahlaupinu og við endum átakið á því að hafa heilsudag þar sem unglingarnir fá m.a að prófa Cross-fit hjá Cross-fit XY í Garðabæ. þetta er bara brot af því sem búið er að gera í Sjálandsskóla nú á haustdögum tengt hreyfingu en því má ekki gleyma að allan ársins hring hvetjum við nemendur til að koma fyrir eigin vélarafli í skólann.
  • Grunnskóli Vestmannaeyja
     Verkefninu Göngum í skólann er nú u.þ.b. að ljúka. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hversu margir nemendur koma gangandi eða hjólandi í skólann. Hjólagrindur við skólann hafa verið yfirfullar og meira en það. Undirtektir foreldra/forráðamanna við verkefnið hafa verið frábærar. Það er mikill ávinningur í því að draga úr umferð við skólann og það eykur öryggi allra. Næstkomandi miðvikudag, 7. október ljúkum við átakinu með Norræna skólahlaupinu. Hlaupið hefst með upphitun við Íþróttamiðstöðina kl. 10:30, foreldrar og forráðamenn eru velkomnir að vera með. Það er ósk okkar að áframhald verði á dugnaði nemenda að koma gangandi/hjólandi í skólann, sérstaklega meðan veður er eins gott og það hefur verið undanfarið.
  • Grandaskóli
     Nemendur Grandaskóla tóku heilan dag í september í fjallgöngur. 1. - 6. bekkur gekk á Úlfarsfell og 7. bekkur gekk á Hengilssvæðinu frá Nesjavallavegi að Hellisheiðarvirkjun.
  • Hvolsskóli
    Fyrsta vikan í ,,Göngum í skólann“ er liðin. Við í Hvolsskóla hófum átakið með því að hvetja nemendur til þess að ganga/hjóla í skólann næstu 4 vikurnar og settum upp keppni milli bekkja. Skólabílar hafa verið að hleypa krökkunum út við íþróttahús og þau gengið þaðan í skólann (bannað að stytta sér leið í gegnum íþróttahús). Eins og í fyrra verða duglegustu bekkirnir verðlaunaðir á föstudögum og fær sigurvegari á hverju stigi verðlaunagripinn ,,Gullskórinn" til geymslu í eina viku. Fyrsta keppnisvikan hófst 14. sept og voru sigurvegarar þeirra viku krýndir í dag. Þessi mynd er af sigurvegurum á miðstigi, 5. bekkur. Ólafur Örn OddssonÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra
  • Þjórsárskóli
     Við í Þjórsárskóla höfum notað tímann vel til hreyfingar. Við fórum í gönguferð með alla árganga að Skaftholtsfjalli sem er um 1,5 km frá og gengum upp á fjallið. Við vorum með hjóladag þar sem allir nemendur skólans hjóluðu mislangar vegalengdir. Þau elstu fóru 10 km hring og yfir Kálfá. Veðrið lék við okkur þessa daga. Við höfum líka haft hreyfitíma í frímínútum. Bestu kveðjur frá okkur í Þjórsárskóla.
  • Grunnskóli Vestmannaeyja

    Göngum í skólann setning


    Föstudaginn 11. september var átakið Göngum í skólann formlega sett í Grunnskóla Vestmannaeyja.
    Nemendur í 8. – 10. bekk gengu yfir í Hamarsskóla og heimsóttu vinabekki sína í 1. – 3. bekk.
    Eldri nemendurnir byrjuðu á því að hlusta á þá yngri lesa. Þegar því var lokið unnu nemendur með hjörtu sem þeir klipptu út og skreyttu, hengdu síðan upp á veggi skólans.

    Með því að ganga eða hjóla í skólann þá þjálfum við hjartað. Þar sem tími vannst til spiluðu nemendur saman.
    Í lokin fóru nemendur saman út í frímínútur í leiki.
    Endaði heimsóknin á því að skólastjóri kallaði nemendur og starfsfólk saman á gervigrasvöllinn og setti átakið formlega.Nemendur í 4. og 5. bekk gengu yfir í Barnaskóla til að hitta nemendur í 6. og 7. bekk.
    Skólastjóri hélt þar stutta ræðu og setti verkefnið.

    Eftir það var skipt í hópa og nemendur fóru í hópeflisleiki á skólalóðinni.
    Öllum nemendum skólans boðið upp á ávexti úti á skólalóðinni í góða veðrinu, það var verslunin Krónan sem gaf okkur ávextina og viljum við þakka þeim það.

    Dagurinn var mjög vel heppnaður og nemendur stóðu sig frábærlega.
    Verkefnið stendur yfir frá 9. sept. til 7. október og lýkur með alþjóðlega Göngum í skólann deginum, við í GRV endum þann dag með Norræna skólahlaupinu.Keppnin um Gullskóinn hjá 2. – 7. bekk hófst mánudaginn 14. sept. og stendur yfir til 25. sept.