• Hólabrekkuskóli
  Hæ ! Við í Hólabrekkuskóla settum Göngum í Skólann skráningablað á allar hurðar eða tússtöflu í skólanum hjá okkur. Póstur var endur á alla foreldra til að minna á átakið og nemendur hvattir til að skrá sig. Í tengslum við það var svo keppni innan árganga um hvaða bekkur var með bestu skráninguna og verða verðlaun fyrir það afhend á sal skólans í nóvember (fyrsta samkoma vetrarins). Við ætlum svo að tengja það við Hreyfiátakið sem verður í febrúar, en þá verður keppni á milli árganga. Þetta er því nokkurs konar upphitun á því. Við höfðum svo eina viku í sept sem "aðalvikuna" og það var hreyfivika Evrópu og byrjuðum við hana með því að hafa Olympíuhlaupið á mánudeginum. Þetta heppnaðist stórkostlega vel og erum við mjög ánægð með árangurinn.
 • Síðuskóli
   https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/frabaer-arangur-i-gongum-i-skolann https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/gonguferd-ad-hraunsvatni Í tilefni Göngum í skólann 2019: Skráðum í íþróttatímum hverjir notuðu virkan ferðamáta. Reiknuðum hlutfall fyrir hvern árgang í hverri viku – keppni milli árganga. Tókum saman heildarhlutfall allra bekkja í lokinn og fundum sigurvegar í bekkjarkeppni. Settum niðurstöður hverrar viku upp á vegg þar sem hlutfallið var sýnt auk fjölda bíla sem komu í skólann. Við í Síðuskóla erum umhverfisvænn skóli og er þetta átak í takt við það. Umhverfisnefnd tilkynnti sigurvegara bekkjarkeppninnar á söngsal. Vinningsbekkurinn fékk viðurkenningarskjal , bíkara og bekkjarumbun. Í ár voru 91% nemenda Síðuskóla sem notuðust við virkan ferðamáta sem er bæting frá því árið 2018 en þá voru það 88%. Hér fyrir neðan koma svo niðurstöður fyrir hvern bekk. Þetta er hlutfall (%) nemenda sem notuðust við virkan ferðamáta. 2019. 1. bekkur: 71% 2. bekkur: 95% í 3.sæti 3. bekkur: 95% í 3.sæti 4. bekkur: 93% 5. bekkur: 97% í 1.sæti* 6. bekkur: 84% 7. bekkur: 96% í 2.sæti 8. bekkur: 91% 9. bekkur: 92% 10. bekkur: 96% í 2.sæti Eins og sjá má eru bekkirnir að ná mjög góðum árangri en við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur á næsta ári! Takk fyrir flott framtak.
 • Grunnskólinn í Stykkishólmi
   Göngum í skólann 2019 í GSS Við tókum þátt í fyrsta skipti núna í ár og var ætlunin að hafa þetta lágsemt og ekki of mikið í upphafi skólárs. Á næsta vori mun verkefnið vera kynnt frekar og undirbúið svo allt sé klárt fyrir átakið um haustið. Við vorum með smá keppni þar sem hver bekkur skáði niður hvern dag sem krakkarnir gengu í skólann og í lok átaks fengu þau svo viðurkenningarskjal og frjálsan tíma í íþróttum í verðlaun. Þetta gekk vel og verðum við betur undirbúin til að taka þátt á næsta ári. Takk fyrir okkur.
 • Akurskóli
   Akurskóli tekur árlega þátt í göngum í skólann og þetta ár er engin undantekning. Nemendur voru mjög dugleg að nýta sér aðra samgöngur en bílinn og á verðlaunahátiðinni þar sem einn árgangur er verðlaunarður á hverju stig voru það bekkir sem náðu hátt í 90 þátttöku á þessum 4 vikum. Á yngsta stigi var það 4.bekkur með 88%, á miðstigi var það 5.bekkur með 86% og á elsta stigi var það 10.bekkur með 81% þátttöku.
 • Glerárskóli
   Að venju var almenn og mjög góð þátttaka nemenda í Glerárskóla í átakinu Gengið i skólann. Verkefninu lýkur formlega i dag, fimmtudaginn 3. október. Í kjölfarið verður farið yfir skráningar og viðurkenningar veittar þeim bekkjardeildum sem stóðu sig best.
 • Kerhólsskóli
  Í Kerhólsskóla höfum við þann háttinn á að fara í daglegar gönguferðir eina viku á tímabilinu þar sem að flest börn koma með skólabíl í skólann. Einn daginn var gegnið og björgunarsveitin á svæðinu heimsótt.
 • Waldorfskólinn Sólstafir
  Við höfum verið að ganga reglulega síðan verkefnið Göngum í skólan hófst í byrjun september til að stuða að heilbrigðri hreyfingu og í leiðinni að byggja okkur upp.  Í dag, 25. september, tókum við í Waldorfsskólanum Sólstöfum þátt í Ólympíuhlaup ÍSÍ. 93 af 100 börnum skólans (1-10 bekk) tóku þátt og hlaupu milli 2,5 km og 10km. Stemningin var góð og allir ánægðir. Veðrið var gott og skemmtileg hlaupaleið var skipulögð í Laugardalnum. Þegar börnin komu í mark var þeim afhent kókómjólk og banana og mikil ánægja með það. Þetta heppnaðist mjög vel, allir tóku þátt á eigin forsendum og blandaðist bekkirnir því skemmtilega, barn í 1. bekk var t.d. að hlaupa með unglingum. Ætlum pottétt að taka þátt aftur að ári.
 • Breiðholtsskóli
  Nemendur í 6. bekk Breiðholtsskóla fóru í gönguferð í Elliðaárdalinn þar sem náttúran var skoðuð í yndislegu veðri og kíkt var meðal annars á Tröllið sem er nýtt listaverk í dalnum.
 • Síðuskóli
   Við í Síðuskóla hófum átakið Göngum í skólann með því að fara í fjallgöngu upp að Hraunsvatni með alla nemendur skólans! Undanfarnar tvær vikur hafa íþróttakennarar skráð niður í hverjum íþróttatíma hverjir hafa notað virkan ferðamáta til að koma í skólann. Síðan tökum við saman í lok hverrar viku hversu hátt hlutfall nemenda nota virkan ferðamáta og berum saman árganga. Við skráum einnig hversu margir bílar eru notaðir til að koma nemendum í skólann vikulega. Ætlunin er svo að taka saman árangurinn í lok átaksins og sjá hvaða árgangar hafa staðið sig best.
 • Waldorfskólinn Sólstafir
   í síðustu viku var lífsleiknivika hjá okkur. þá var drekaleik upp í Öskjuhlið. Í drekaleiknum erum við úti nánast allan skóladaginn og öll börn (frá 1- 10 bekk) taka þátt í leiknum. Það er einhvers konar eltingarleikur sem reynir m.a. á samvinnu nemenda.Hádegismatnum eldum við upp í skógi, við elduðum m.a. lummur, súpa og pinnabrauð. Fyrir yngri bekkirnir er hreyfinginn upp í Öskjuhlið alveg nóg en börnin sem eru í 5. bekk og uppúr löbbuðu frá Sóltúni í Öskjuhlið alla daga. Það er ca 2,5 km ganga. Sumir löbbuðu líka tilbaka í skólanum í lok dags. Þeir sem hlupu mest hafa sennilega náð að ganga/hlaupa allt að 12 km yfir daginn. Vikan fyrir drekaleiknum fórum við reglulega í göngutúrum á morgnanna og einnig í þessa viku. Í næstu viku munum við taka þátt í Olympiuhlaup Ísí. Allir nemendum munu hlaupa hring í Laugardalnum og verður súpu og annað í boði eftir hlaupið.
 • Húsaskóli
   ( Húsaskóli ) Húsaskóli flautaði til leiks 4.september með því að nemendur og starfsfólk skólans fóru í létta göngu um nærumhverfi skólans. Göngum í skólann er orðinn fastur liður hér hjá okkur í skólanum og tökum við þátt líkt og áður í 4 vikur með hinum ýmsu verkefnum. Allir nemendur merkja daglega á skráningarblað hvernig þeir koma í skólann, allir eru hvattir að nota virkan ferðamáta. Skráningarblaðið er notað í ýmis verkefni, til dæmis í stærðfræði til að gera súlurit, finna út prósentur og fleira. Mesta spennan er svo að sjálfsögðu að fá að vita hvaða bekkur hlýtur gullskóinn fyrir góða frammistöðu. Frábær áhugi og metnaður hefur skapast í nemendahópunum og eru kennarar og starfsmenn skólans duglegir að hvetja nemendur áfram. Í hverri viku fá allir bekkir mismunandi verkefni og áskoranir, til dæmis hverfaganga, núvitundarganga, slökun, teygjuæfingar, fræðsla um vatn, verkefni tengd náttúrunni og að ógleymdi ÍSÍ halupinu. Bestu kveðjur frá okkur í Húsaskóla 😊
 • Víkurskóli
   Víkurskóli tekur þátt í Göngum í skólann og hófst verkefnið stundvíslega á fyrsta degi verkefnisins í gær 4. september. Í Víkurskóla eiga þess ekki allir kost að koma hjólandi eða gangandi í skólann þar sem hluti nemenda er í skólaakstri og því munum við brydda upp á ýmsu utan dyra, göngu, hlaupi og leikjum á þessu tímabili. Við erum svo heppin að næsta nágrenni Víkurskóla er ein risa útikennslustofa. Fjölmargar gönguleiðir og fjölbreytt náttúra. Þá verður fræðsla um hvernig best og öruggast er að haga ferðum sínum í umferðinni. Á fyrsta degi verkefnisins fór allur skólinn í hressilegan göngutúr í Víkurfjöru fyrir hádegismatinn og notaði tækifærið í leiðinni að plokka rusl á gönguleiðinni. Allir komu mjög hressir tilbaka.
 • Lindaskóli
  Sæl og blessuð Við í Lindaskóla byrjuðum verkefnið á að allir bekkir fóru í gönguferð með kennurum. Síðan vorum við með keppni í síðustu vikunni hjá 1.-7. bekk. Þeir bekkir sem stóðu sig best fá gull- og silfurskóinn. 3. bekkur ætlar að vinna með stærðfræði og setja árangurinn upp í súlurit. Sendi myndir þegar búið er að afhenda sigurvegurum verðlaunin sín:) Kær kveðja María
 • Síðuskóli
    https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/frabaer-arangur-i-gongum-i-skolann https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/gonguferd-ad-hraunsvatni Í tilefni Göngum í skólann 2019: Skráðum í íþróttatímum hverjir notuðu virkan ferðamáta. Reiknuðum hlutfall fyrir hvern árgang í hverri viku – keppni milli árganga. Tókum saman heildarhlutfall allra bekkja í lokinn og fundum sigurvegar í bekkjarkeppni. Settum niðurstöður hverrar viku upp á vegg þar sem hlutfallið var sýnt auk fjölda bíla sem komu í skólann. Við í Síðuskóla erum umhverfisvænn skóli og er þetta átak í takt við það. Umhverfisnefnd tilkynnti sigurvegara bekkjarkeppninnar á söngsal. Vinningsbekkurinn fékk viðurkenningarskjal , bíkara og bekkjarumbun. Í ár voru 91% nemenda Síðuskóla sem notuðust við virkan ferðamáta sem er bæting frá því árið 2018 en þá voru það 88%. Takk fyrir flott framtak. Hér fyrir neðan koma svo niðurstöður fyrir hvern bekk. Þetta er hlutfall (%) nemenda sem notuðust við virkan ferðamáta. 2019. 1. bekkur: 71% 2. bekkur: 95% í 3.sæti 3. bekkur: 95% í 3.sæti 4. bekkur: 93% 5. bekkur: 97% í 1.sæti* 6. bekkur: 84% 7. bekkur: 96% í 2.sæti 8. bekkur: 91% 9. bekkur: 92% 10. bekkur: 96% í 2.sæti Eins og sjá má eru bekkirnir að ná mjög góðum árangri en við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur á næsta ári! Takk fyrir flott framtak.
 • Brekkuskóli
   Í Brekkuskóla á Akureyri er keppni milli árganga um Gullskóinn þar sem sá árgangur sigrar sem hefur hæsta meðaltal af virkum ferðamáta til og frá skóla yfir ákveðið tímabil. Keppnin er geysihörð og leggja umsjónakennarar sig alla fram um að fá nemendur til að vera virkir þátttakendur og árangurinn eftir því. Sumir bekkir nálægt því að skora fullt hús stiga.
 • Grunnskólinn á Þingeyri
   Krakkarnir hér í litla samfélaginu okkar á Þingeyri í Vestur-Ísafjarðarsýslu eru mjög dugleg almennt að tileinka sér virkan ferðamáta. Til að mynda ganga allir að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku til og frá íþróttahúsi, sem er vegalengd sem telur 700 metra hvor leið, eða 1.4km báðar leiðir, sem gerir að lágmarki 4.2km vikulega, auk íþróttatímans tvisvar í viku, sundtímans einu sinni í viku og einnig fá þau sér útivistartíma í stundaskrá þegar ekki er íþróttatími, þar sem oft er farið í ratleiki, göngutúra eða eitthvað slíkt. Þannig við á Þingeyri höfum verið dugleg að fá þau til að hreyfa sig daglega.
 • Reykhólaskóli
   Reykhólaskóli tók þátt í verkefninu "göngum í skólan". Skólinn hefur undanfarin ár tekið þátt í þessu hvetjandi verkefni því hjá okkur eru margir sem koma með skólabíl og finnst okkur þetta gott start á haustinu að hvetja nemendur til að ganga og að skólabílabörn fái líka tækifæri. Nemendur úr þorpinu voru meðvitaðir um að koma gangandi í skólann, skólabílar stoppuðu lengra frá skólanum og kennarar lögðu bílum sínum legra frá skólanum svo bílastæði voru nánast tóm. Rætt var um heilbrigði og útiveru og á yngsta stigi fengu nemendur að stimpla á dagatalið frá ykkur þá daga sem þeir komu gangandi sem var mjög spennandi og skapaði umræðu. 1. nóvember fór svo skólinn í langa gönguferð um sveitina okkar. Bestu kveðjur og takk fyrir flott framtak. Reykhólaskóli Kolfinna Ýr
 • Víkurskóli
   Áfram heldur fjörið í Víkurskóla! Í síðustu viku hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel og hlupu að meðaltali 5 km hvert. Í tilefni af evrópsku hreyfivikunni fengum við landsliðsmenn úr Krikketlandsliði Íslands í heimsókn og þeir kenndu krökkunum undirstöðuatriði í þessari íþrótt. Þetta var hin besta skemmtun og krakkarnir voru afskaplega ánægð með þessa heimsókn. Takk fyrir Krikketsamband Íslands.
 • Grunnskólan á Hólmavík
   Við vorum að staðsetja teiknað tré úr pappír í miðjum skólanum og ef nemandi hefur notað virkan ferðamáta á leið sinni í skólann merkir hann nafnið sitt á laufblað og hengir upp. Viðurkenning/ verðlaun verður fyrir þann bekk (1.-3., 4.-6.,7.-10.) sem notar virkan ferðamáta mest - hollur morgunmatur! Þeir nemendur sem koma með skólabílnum eru að sjálfsögðu með. Og í samstarfi við skólabílinn þá getur hann stoppað við félagsheimilið og hleypt nemendum út og þeir gengir þaðan upp í skóla. Það var mjög skemmtilegt! :)
 • Grunnskólinn á Ísafirði
   Allir nemendur Grunnskólans á Ísafirði fóru í fjallgöngu í tilefni af Göngum í skólann og enduðu gönguna í skólanum. Einnig voru nemendur hvattir til að ganga á hverjum degi í skólann. Frá okkur mun koma mynd af unglingastigi GÍ uppi á Kistufelli á Ísafirði. Takk fyrir flott framtak.
 • Ártúnsskóli
   Að þessu sinni er verkefni nemenda og starfsfólks að fara út á hverjum degi og hlaupa sérstakan hring á skólalóðinni. Auk þess er mælst til að nemendur, foreldrar og starfsmenn komi gangandi og hjólandi í skólann til að draga sem allra minnst úr umferð og mengun á bílastæði og umhverfi skólans.
 • Sunnulækjarskóli
   Sunnulækjarskóli á Selfossi hóf verkefni af fullum krafti með því að taka þátt í Ólympíuhlaupinu þar sem nemendur skólans hlupu alls 2795 km og þarf af voru 90 nemendur sem fóru 10 km. Framkvæmd hlaupsins gekk vel og allir stóðu sig frábærlega í blíðviðri. Við sendum einnig upplýsingapóst á foreldra og kennara um verkefnið þar sem þau eru hvött til að nýta sér virkan ferðamáta í og frá skóla og kennarar hvattir til að nota hreyfingu í náminu og ýmsar leiðbeiningar verið gefnir í þeim málum.
 • Víkurskóli
   Krakkarnir í Víkurskóla hafa nýtt veðrið vel frá því að Göngum í skólann hófst. Yngri nemendur fóru í berjaferð og eldri nemendur fóru í fjallgöngu. Þá erum við svo heppin hér að það eru margar ótrúlega fallegar gönguleiðir alveg við skólann, stutt í fjöruna og fjallið. Við setjum inn ýmsar myndir frá skemmtilegum gönguferðum. Í dag kom Lögreglan í heimsókn og var með umferðarfræðslu fyrir alla bekki. Í næstu viku stefnir allur skólinn á að taka þátt í Ólympíuhlaupinu.
 • Hraunvallaskóli
   Við hjá Hraunvallaskóla vorum með Göngum í skólan keppni milli árganga í eina viku og fékk þann árgangur sem gekk mest í skólan gull stígvel sem hefur farið á milli árganga í gegnum árin.
 • Grundaskóli
   Göngum í skólann í Grundaskóla á Akranesi Göngum í skólann verkefnið hefur verið vel lukkað í Grundaskóla í mörg ár. Í ár fórum við í alla bekki og kynntum verkefnið í byrjun fyrstu vikunnar í verkefninu. Það kveikti vel í nemendum og margir bekkir voru mjög áhugasamir. Verkefnið er unnið þannig að kennarar skrá ferðir nemenda einu sinni í viku í sérstakt skjal í 4 vikur. Þegar því er lokið er reiknað út hvaða árgangur á hverju stigi kemur oftast með virkum ferðamáta í skólann, sigurvegarar á hverju stigi fá verðlaunaskjal afhent og einnig fær árgangurinn sem kemur oftast með virkum ferðamáta Gullskóinn afhentan. Í ár gátum við ekki haft verðlaunaafhendingun í lok verkefnisins fyrr en 16. október. Hátíðin byrjar á því að allir árgangar safnast saman á skólaóðinni og eldri árgangar leiða yngri árganga í Akraneshöllina. Þar stjórna 10. bekkingar leikjum á 5 stöðvum. Hóparnir fara á allar stöðvar. Þetta tekur ca. 45 mín og í lokin eru verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn. Eftir það fylgja eldri árgangar þeim yngri í skólann aftur. Í ár unnu 4 bekkir á yngsta stigi, á miðstigi vann 7. bekkur og í unglingadeild unnu 9. bekkingar og 7. bekkur fékk gullskóinn. Einn bekkur í 5. bekk var með 100 % virkan ferðamáta. Sendi hér með nokkrar myndir sem voru teknar við verðlaunaafhendinguna. Bestu kveðjur Fyrir hönd heilsueflingarteymis Katrín Leifsdóttir
 • Vættaskóli
   Í vættaskóla skráðu nemendur í 3 vikur hvernig þau komu í skólann, þ.e gangandi, hjólandi, á bíl eða á vespu (unglingadeild). Þann 10. október var svo veitt viðurkenning "Gullskór" fyrir þann bekk sem kom oftast í skólann gangandi eða hjólandi. Í Vættaskóla - Borgum var það 6. VUJ sem sigraði og í Vættaskóla - Engjum sigraði 3.MV-Lóur. Alir bekkir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
 • Kerhólsskóli
   Í Kerhólsskóla fóru nemendur í daglega í gönguferð í eina viku. Ferðirnar voru nýttar til að kanna umhverfið og kynnast umferðarreglum og umferðarskiltum sem eru í þorpinu hér í kringum skólann. Síðasta dag átaksins fór svo allt yngsta stigið og elstu börnin í leikskólanum saman í göngu og skoðuðu gangbrautir og skilti sem á vegi þeirra urðu. Þegar við komum til baka á skólalóðina teiknuðu krakkarnir svo upp bæi með götum, húsu, umferðarskiltum og fleiru sem þeim þótti við hæfi og fóru svo í bílaleik með bílum sem þau komu með að heiman.
 • Vallaskóli

  Við í 6. bekk í Vallaskóla höfum verið dugleg að ræða um mikilvægi hreyfingar og hversu gott það er fyrir okkur og umhverfið ef við löbbum í skólann. Á hverjum degi merkjum við við það hvernig nemendur koma í skólann, hvort þeir komi á farartæki eða með virkum ferðamáta. Þau hafa verið mjög dugleg að ganga og hjóla í skólann núna á meðan verkefnið stendur og vonumst við til að það verði svo áfram.

  Annað sem við gerðum var að við gengum á milli staða hér á Selfossi og mældum vegalengdirnar frá skólanum. Mældum það í tíma, metrum og skrefum. Skemmtilegt verkefni sem allir höfðu gaman af. Til þess að gera aðeins meira úr þessu tengdum við verkefnið við íslensku og samfélagsfræði en nemendur unnu texta og mynd um alla staðina sem gengið var að. Verkefnið hengdu nemendur svo upp á áberandi stað í skólanum með yfirskriftinni "Styttra en við höldum" vonumst við til að verkefnið hvetji aðra til að vera duglega að ganga á milli staða og einnig að hverja fleiri bekki til að vera með í verkefninu á næsta ári. Að lokum voru tekin nokkur viðtöl tengt verkefninu og hengt upp til sýnis.

   

 • Ölduselsskóli
  Í Ölduselsskóla var öllum nemendum boðið á sal þar sem verkefnið, Göngum í skólann, hófst. Nemendur fengu kynningu á mikilvægi hreyfingar og hversu gott væri fyrir alla að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla. Í lok kynningar fóru vinabekkir saman út í skipulagða gönguferð. Tveir árgangar gengu saman í góðu veðri og virtu fyrir sér náttúruna og umferðarmerkin. Í tvær vikur voru nemendur beðnir um að leggja sig fram um að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Umsjónarkennarar skráðu niður fjölda þeirra sem nýttu sér virkan ferðamáta og sá árgangur sem var öflugastur fékk ávaxtakörfu í verðlaun. Á meðan á verkefninu stóð voru kennarar hvattir til að nýta sér viðfangsefnið í kennslu. Margir kenndu umferðarfræðslu og meðal annars kom lögregla í heimsókn og ræddi við nemendur í 1. - 4. bekk. Að sjálfsögðu tók Ölduselsskóli einnig þátt í Norræna skólahlaupinu. Foreldrar voru vel upplýstir um verkefnið og beðnir um að hvetja börn sín til að taka þátt í verkefninu. 
 • Breiðholtsskóli
   Í Breiðholtsskóla Í tilefni af átakinu voru nemendur hvattir til þess að taka virkan þátt í Göngum í skólann verkefninu og tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Sumir notuðu verkefnið og fóru í göngutúr og könnuðu nærumhverfi sitt og um leið fléttuðu þeir því t.d. inn í samfélagsfræði þar sem þau voru að læra um höfuðáttirnar. Átakið hófst með því að taka þátt í Norræna skólahlaupinu, nú Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Ferðamáti nemenda var mældur í eina viku og fengu nemendur viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu. Meðan á verkefninu stóð, þá er skólinn þátttakandi í Heilsueflandi Breiðholti og hafa kennarar notað tækifærið og farið í verkefni tengd heilsu og hollustu.
 • Húsaskóli

  Húsaskóli flautaði til leiks 5.september. Nemendur og starfsfólk skólans komu saman á sal þar sem að Göngum í skólann var formlega sett. Í kjölfarið var haldið í létta göngu í hverfinu.

  Nemendur Húsaskóla hafa verið mjög virkir og áhugasamir í tengslum við Göngum í skólann og er gaman að sjá hvað hefur myndast góð og metnaðarfull stemmning í bekkjunum til að gera vel.

  Allir nemendur merkja daglega við sinn ferðmáta. Skráningarplaggið verður svo til dæmis notað í stærðfræði, til að gera súlurit, finna út prósentur og fleira.

  Í hverri viku fá allir bekkir verkefni og áskorun til að leysa. Verkefnin eru til dæmis núvitundarganga, ganga út í grenndarskóginn okkar og kortaganga um hverfið þar nemendur sýna hvað þeir eiga heima. Áskoranir vikunnar eru til dæmis að plokka í nærumhverfi skólans og vigta, slökunaræfingar og að planka.

  Miðvikudaginn 19. september tók Húsaskóli þátt í Ólympíuhlaupinu og höfðu nemendur gaman af. Boðið var upp á nokkrar hlaupaleiðir og má til gamans geta að nokkrir nemendur fóru létt með 10 km.

  Þegar allar 4 vikurnar eru liðnar verða skráningar teknar saman og að því loknum verða Göngum í skólann sigurvegarar krýndir á sal skólans.

   

 • Hvaleyrarskóli
  Hvaleyrarskóli tók þátt í átaksverkefninu Göngum í skólann (17.-28. sept) . Í ár var ákveðið að hver umsjónarkennari skrái inná sér útbúið Göngum í skólann vikudagatali hve margir nem. koma í skólann á eigin afli. Gullskórinn (farandbikar) var afhentur í yngstastigi, miðstigi og elstastigi. Vikuna fyrir gönguátakið kom aðili frá Samgöngustofu á sal með fræðslu varðandi umferðaröryggi. Fræðslan var sniðinn að aldri nemenda. Allir nemendur skólans fengu endurskynsmerki. Upplýsingar voru sendar heim til foreldra varðandi öryggi í umferðinni og foreldrar hvattir til að ræða þessi mál við börn sín. Umsjónarkennarar voru hvattir til að prófa úti-hléæfingar þennan tíma til að brjóta upp kennslu, með áherslu á göngu og/eða skokk einn hring í kringum skólann.
 • Smáraskóli
   Göngum í skólann átakið hófst í Smáraskóla og í tilefni af því áttu nemendur að koma með skópar sem þeir voru hættir voru nota til þess að gefa í söfnun Rauðakrossins. Sjá mynd.
 • Víkurskóli
   Göngum í skólann hófst stundvíslega 5. september her í Víkurskóla. Við héldum fund á sal þar sem við kynntum verkefnið og við settum okkur áherslur til að vinna að. Víkurskóli er einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark sem þýðir að við notum umhverfið og náttúruna mikið í skólastarfinu. Það hefur viðrað sérstaklega vel á okkur síðustu vikur þannig að útvistin er nýtt vel. Þann 12. september fórum við í gönguferð í Hjörleifshöfða sem er einn af okkar sögustöðum. Þar er kjörlendi fyrir náttúruskoðun og göngu. Svo hafa allir hópar farið í 15 mín auka hreyfistund þrisvar í viku og krakkarnir eru mjög ánægð með það. 5.-6. bekkur hefur verið að rannsaka umferðaröryggismál hér í þorpinu. Þannig að það er nóg að snúast hjá okkur. Bestu kveðjur úr blíðunni í Vík.
 • Brekkuskóli
  Byrjuðum september á einstaklega vel heppnuðum útivistardegi þar sem nemendur nutu náttúrunnar í sól og yndislegu veðri. Eldri nemendur gátu valið um að ganga á Súlur, fara í hjólaferð og sund eða að ganga um bæinn og skoða útilistaverkin í bænum undir handleiðslu listakennara. Í september erum við með útiíþróttir og þá kynnum við fyrir þeim svæði sem hægt er að leika sér á í nágrenninu. Förum vel yfir umferðareglur með yngstu nemendur og sýnum þeim öruggustu leiðir í kringum skólann.
 • Síðuskóli
   Íþróttakennarar í Síðuskóla kynntu fyrir öllum nemendum skólans verkefnið Göngum í skólann. Nemendur voru hvattir til þess að notast við virkan ferðamáta yfir tímabilið og skráðu íþróttakennarar niðurstöður fyrir hvern bekk fyrir sig. Það myndaðist mjög jákvæður skólabragur yfir þessu verkefni og var virkilega gaman að heyra nemendur hvetja hvorn annan til þess að ganga/hjóla saman í skólann. Þegar verkefninu lauk voru helstu niðurstöðurnar kynntar fyrir framan allan skólann og nemendur hvattir til þess að halda áfram að notast við virkan ferðamáta og gera enn betur á næsta ári.
 • Laugarnesskóli

  Við í Laugarnesskólanum óskuðum eftir því við kennara að nýta sér verkefnið í tengslum við stærðfræði. Hér kemur frásögn af því sem einn 5. bekkur gerði.

  5. bekkur var einmitt að læra um tölfræði, töflur og súlurit og nýttu sér verkefnið Göngum í skólann til að nota í tíma. 

  Í upphafi fóru þau inn á Google og fundu vegalengd allra í bekknum frá heimili til skóla.  Í framhaldinu reiknuðu þau saman hve langt væri gengið, hjá hverjum og einum og eins bekkurinn samanlagt og svo var allt skráð.  Nú eru skráningarblöðin að skila sér til Umhverfisnefndarinnar, sem heldur utan um verkefnið, og þá sjáum við niðurstöðuna. 

   

 • Ártúnsskóli
   Ártúnsskóli Að venju var Ártúnsskóli þátttakandi í verkefninu í Göngum í skólann. Í ár var lögð áhersla á hreyfingu á skólatíma og umhverfisvænan ferðamáta til og frá skóla. Nemendur söfnuðu stigum með því að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Að auki fóru allir árgangar út á skólalóð a.m.k. tvisvar í viku og fóru í hreyfileiki eða hlupu hring í kringum skólann. Í lok verkefnisins fengu þeir bekkir sem náðu settu markmiði um umhverfisvænan ferðamáta afhenta gullskó. Þann 29. september tóku allir nemendur þátt í Ólympíska skólahlaupinu og hlupu skólahringinn, þeir yngri hlupu einn hring meðan þeir eldri fóru fjóra hringi. Það má því sannarlega segja að nemendur Ártúnsskóla hafi verið á hreyfingu síðustu vikur.
 • Árbæjarskóli
   Árbæjaskóli tók þátt í þessu verkefni í fyrsta sinn. Við hvöttum foreldra og nemendur til að velja virkan ferðamáta, sendum tölvupóst, settum á heimasíðu skólans um verkefnið. Hluti nemenda á yngsta stigi þ.e. 4.bekkur fóru í fjallgöngu á fjallið Þorbjörn á Grindarvíkursvæðinu og unnu einnig stærðfræðiverkefni í tengslum við ferðamátann í skólann. Í dag á lokadeginum hlupu nemendur 1.-7. bekkjar stífluhlaup ásamt lukkudýri skólans - Gulli Geit og tókst vel til.
 • Ölduselsskóli
  Í Ölduselsskóla var öllum nemendum boðið á sal þar sem verkefnið, Göngum í skólann, hófst. Nemendur fengu kynningu á mikilvægi hreyfingar og hversu gott væri fyrir alla að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla. Í lok kynningar fóru vinabekkir saman út í skipulagða gönguferð. Tveir árgangar gengu saman í góðu veðri og virtu fyrir sér náttúruna og umferðarmerkin. Í tvær vikur voru nemendur beðnir um að leggja sig fram um að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Umsjónarkennarar skráðu niður fjölda þeirra sem nýttu sér virkan ferðamáta og sá árgangur sem var öflugastur fékk ávaxtakörfu í verðlaun. Á meðan á verkefninu stóð voru kennarar hvattir til að nýta sér viðfangsefnið í kennslu. Margir kenndu umferðarfræðslu og meðal annars kom lögregla í heimsókn og ræddi við nemendur í 1. - 4. bekk. Að sjálfsögðu tók Ölduselsskóli einnig þátt í Norræna skólahlaupinu. Foreldrar voru vel upplýstir um verkefnið og beðnir um að hvetja börn sín til að taka þátt í verkefninu. 
 • Grunnskólinn á Þingeyri
  http://grthing.isafjordur.is/frettir/Gongum_i_skolann-_Logguheimsokn/  
 • Álftanesskóli

  Álftanesskóli hefur verið að taka þátt í átakinu Göngum í skólann sem er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Í tilefni af átakinu voru nemendur hvattir til þess að koma gangandi/hjólandi í skólann og var tekið ákveðið tímabil fyrir sem nemendur merktu við hvernig þeir komu til skóla. Mikil meðvitund var hjá flestum hvernig þeir komu og unnið var svo frekar með niðurstöðurnar en það var gert á mismunandi hátt eftir aldri nemenda. Í lok skráningatímabilsins fór svo allur skólinn saman í göngutúr en hann var framkvæmdur þannig að nemendur gengu með vinahópnum sínum en tveir árgangar eru paraðir saman sem vinahópar. Í göngutúrnum fengu nemendur verkefni tengd umferðarfræðslu og áttu að veita þeim umferðarmerkjum sem á vegi þeirra varð athygli. Nemendur leikskólanna í hverfinu komu einni með í göngutúrinn sem gekk vonum framar og allir voru kátir í lok þessa verkefnis.

 • Grunnskóli Fjallabyggðar

  Hér í Grunnskóla Fjallabyggðar lukum við verkefninu með því að framkvæma Ólympíuhlaup ÍSÍ og það var þrusu vel tekið á því hjá nemendum okkar. Þeir hörðustu hlupu 10 km og flestir skelltu sér í sund og heita potta á eftir (já og kaldan pott). Annars hefur þátttaka í göngum í skólann verið með eindæmum góð, enda keppt um gullskóinn sem fær að skreyta stofu bekkjarins næsta árið. Klárlega halda margir áfram að koma sér á tveimur jafnfljótum eða hjóli í skólann eftir að verkefninu er lokið og mæta hressir og ferskir til starfa.

 • Hvolsskóli
  Hvolsskóli sendi inn fjórar myndir af tveimur drengjum á elsta stigi. Þeir tóku sig til og hlupu heiman frá öðrum þeirra en hann býr í Landeyjum og kemur vanalega með skólabíl. Þeir hlupu 24,5km í slagveðri, miklum rigningum og vindi. Þeir lögðu af stað kl.4:45 að morgni og náðu á Hvolsvöll klukkan 8:23 og því aðeins of seinir í fyrstu kennslustund í Hvolsskóla kl.8:10. Þeir fengu samt ekki seint í kladdan.
 • Grunnskólinn á Þingeyri
   http://grthing.isafjordur.is/frettir/Til_hamingju_krakkar/
 • Grunnskóli Fjallabyggðar
   Í Grunnskóla Fjallabyggðar var verkefninu göngum í skólann hleypt af stokkunum með trukki og dýfu þann 5.september með því að allir bekkir fóru í langar gönguferðir. Ýmist var gengið upp á dali eða upp í fjöll. Í unglingadeild stóð valið um að ganga hringinn í kringum Héðinsfjarðarvatn eða yfir Hestskarð, úr Siglufirði í Héðinsfjörð. Dagurinn tókst í alla staði mjög vel og veðrið lék við okkur. Það sem á eftir fylgir, þ.e. að ganga í skólann á hverjum degi er svo bara eins og þeir segja á ensku - "walk in the park". :o)
 • Hólabrekkuskóli
  Hæ ! Við í Hólabrekkuskóla settum Göngum í Skólann skráningablað á allar hurðar eða tússtöflu í skólanum hjá okkur. Póstur var endur á alla foreldra til að minna á átakið og nemendur hvattir til að skrá sig. Í tengslum við það var svo keppni innan árganga um hvaða bekkur var með bestu skráninguna og verða verðlaun fyrir það afhend á sal skólans í nóvember (fyrsta samkoma vetrarins). Við ætlum svo að tengja það við Hreyfiátakið sem verður í febrúar, en þá verður keppni á milli árganga. Þetta er því nokkurs konar upphitun á því. Við höfðum svo eina viku í sept sem "aðalvikuna" og það var hreyfivika Evrópu og byrjuðum við hana með því að hafa Olympíuhlaupið á mánudeginum. Þetta heppnaðist stórkostlega vel og erum við mjög ánægð með árangurinn.
 • Síðuskóli
   https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/frabaer-arangur-i-gongum-i-skolann https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/gonguferd-ad-hraunsvatni Í tilefni Göngum í skólann 2019: Skráðum í íþróttatímum hverjir notuðu virkan ferðamáta. Reiknuðum hlutfall fyrir hvern árgang í hverri viku – keppni milli árganga. Tókum saman heildarhlutfall allra bekkja í lokinn og fundum sigurvegar í bekkjarkeppni. Settum niðurstöður hverrar viku upp á vegg þar sem hlutfallið var sýnt auk fjölda bíla sem komu í skólann. Við í Síðuskóla erum umhverfisvænn skóli og er þetta átak í takt við það. Umhverfisnefnd tilkynnti sigurvegara bekkjarkeppninnar á söngsal. Vinningsbekkurinn fékk viðurkenningarskjal , bíkara og bekkjarumbun. Í ár voru 91% nemenda Síðuskóla sem notuðust við virkan ferðamáta sem er bæting frá því árið 2018 en þá voru það 88%. Hér fyrir neðan koma svo niðurstöður fyrir hvern bekk. Þetta er hlutfall (%) nemenda sem notuðust við virkan ferðamáta. 2019. 1. bekkur: 71% 2. bekkur: 95% í 3.sæti 3. bekkur: 95% í 3.sæti 4. bekkur: 93% 5. bekkur: 97% í 1.sæti* 6. bekkur: 84% 7. bekkur: 96% í 2.sæti 8. bekkur: 91% 9. bekkur: 92% 10. bekkur: 96% í 2.sæti Eins og sjá má eru bekkirnir að ná mjög góðum árangri en við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur á næsta ári! Takk fyrir flott framtak.
 • Grunnskólinn í Stykkishólmi
   Göngum í skólann 2019 í GSS Við tókum þátt í fyrsta skipti núna í ár og var ætlunin að hafa þetta lágsemt og ekki of mikið í upphafi skólárs. Á næsta vori mun verkefnið vera kynnt frekar og undirbúið svo allt sé klárt fyrir átakið um haustið. Við vorum með smá keppni þar sem hver bekkur skáði niður hvern dag sem krakkarnir gengu í skólann og í lok átaks fengu þau svo viðurkenningarskjal og frjálsan tíma í íþróttum í verðlaun. Þetta gekk vel og verðum við betur undirbúin til að taka þátt á næsta ári. Takk fyrir okkur.
 • Akurskóli
   Akurskóli tekur árlega þátt í göngum í skólann og þetta ár er engin undantekning. Nemendur voru mjög dugleg að nýta sér aðra samgöngur en bílinn og á verðlaunahátiðinni þar sem einn árgangur er verðlaunarður á hverju stig voru það bekkir sem náðu hátt í 90 þátttöku á þessum 4 vikum. Á yngsta stigi var það 4.bekkur með 88%, á miðstigi var það 5.bekkur með 86% og á elsta stigi var það 10.bekkur með 81% þátttöku.
 • Glerárskóli
   Að venju var almenn og mjög góð þátttaka nemenda í Glerárskóla í átakinu Gengið i skólann. Verkefninu lýkur formlega i dag, fimmtudaginn 3. október. Í kjölfarið verður farið yfir skráningar og viðurkenningar veittar þeim bekkjardeildum sem stóðu sig best.
 • Kerhólsskóli
  Í Kerhólsskóla höfum við þann háttinn á að fara í daglegar gönguferðir eina viku á tímabilinu þar sem að flest börn koma með skólabíl í skólann. Einn daginn var gegnið og björgunarsveitin á svæðinu heimsótt.
 • Waldorfskólinn Sólstafir
  Við höfum verið að ganga reglulega síðan verkefnið Göngum í skólan hófst í byrjun september til að stuða að heilbrigðri hreyfingu og í leiðinni að byggja okkur upp.  Í dag, 25. september, tókum við í Waldorfsskólanum Sólstöfum þátt í Ólympíuhlaup ÍSÍ. 93 af 100 börnum skólans (1-10 bekk) tóku þátt og hlaupu milli 2,5 km og 10km. Stemningin var góð og allir ánægðir. Veðrið var gott og skemmtileg hlaupaleið var skipulögð í Laugardalnum. Þegar börnin komu í mark var þeim afhent kókómjólk og banana og mikil ánægja með það. Þetta heppnaðist mjög vel, allir tóku þátt á eigin forsendum og blandaðist bekkirnir því skemmtilega, barn í 1. bekk var t.d. að hlaupa með unglingum. Ætlum pottétt að taka þátt aftur að ári.
 • Breiðholtsskóli
  Nemendur í 6. bekk Breiðholtsskóla fóru í gönguferð í Elliðaárdalinn þar sem náttúran var skoðuð í yndislegu veðri og kíkt var meðal annars á Tröllið sem er nýtt listaverk í dalnum.
 • Síðuskóli
   Við í Síðuskóla hófum átakið Göngum í skólann með því að fara í fjallgöngu upp að Hraunsvatni með alla nemendur skólans! Undanfarnar tvær vikur hafa íþróttakennarar skráð niður í hverjum íþróttatíma hverjir hafa notað virkan ferðamáta til að koma í skólann. Síðan tökum við saman í lok hverrar viku hversu hátt hlutfall nemenda nota virkan ferðamáta og berum saman árganga. Við skráum einnig hversu margir bílar eru notaðir til að koma nemendum í skólann vikulega. Ætlunin er svo að taka saman árangurinn í lok átaksins og sjá hvaða árgangar hafa staðið sig best.
 • Waldorfskólinn Sólstafir
   í síðustu viku var lífsleiknivika hjá okkur. þá var drekaleik upp í Öskjuhlið. Í drekaleiknum erum við úti nánast allan skóladaginn og öll börn (frá 1- 10 bekk) taka þátt í leiknum. Það er einhvers konar eltingarleikur sem reynir m.a. á samvinnu nemenda.Hádegismatnum eldum við upp í skógi, við elduðum m.a. lummur, súpa og pinnabrauð. Fyrir yngri bekkirnir er hreyfinginn upp í Öskjuhlið alveg nóg en börnin sem eru í 5. bekk og uppúr löbbuðu frá Sóltúni í Öskjuhlið alla daga. Það er ca 2,5 km ganga. Sumir löbbuðu líka tilbaka í skólanum í lok dags. Þeir sem hlupu mest hafa sennilega náð að ganga/hlaupa allt að 12 km yfir daginn. Vikan fyrir drekaleiknum fórum við reglulega í göngutúrum á morgnanna og einnig í þessa viku. Í næstu viku munum við taka þátt í Olympiuhlaup Ísí. Allir nemendum munu hlaupa hring í Laugardalnum og verður súpu og annað í boði eftir hlaupið.
 • Húsaskóli
   ( Húsaskóli ) Húsaskóli flautaði til leiks 4.september með því að nemendur og starfsfólk skólans fóru í létta göngu um nærumhverfi skólans. Göngum í skólann er orðinn fastur liður hér hjá okkur í skólanum og tökum við þátt líkt og áður í 4 vikur með hinum ýmsu verkefnum. Allir nemendur merkja daglega á skráningarblað hvernig þeir koma í skólann, allir eru hvattir að nota virkan ferðamáta. Skráningarblaðið er notað í ýmis verkefni, til dæmis í stærðfræði til að gera súlurit, finna út prósentur og fleira. Mesta spennan er svo að sjálfsögðu að fá að vita hvaða bekkur hlýtur gullskóinn fyrir góða frammistöðu. Frábær áhugi og metnaður hefur skapast í nemendahópunum og eru kennarar og starfsmenn skólans duglegir að hvetja nemendur áfram. Í hverri viku fá allir bekkir mismunandi verkefni og áskoranir, til dæmis hverfaganga, núvitundarganga, slökun, teygjuæfingar, fræðsla um vatn, verkefni tengd náttúrunni og að ógleymdi ÍSÍ halupinu. Bestu kveðjur frá okkur í Húsaskóla 😊
 • Víkurskóli
   Víkurskóli tekur þátt í Göngum í skólann og hófst verkefnið stundvíslega á fyrsta degi verkefnisins í gær 4. september. Í Víkurskóla eiga þess ekki allir kost að koma hjólandi eða gangandi í skólann þar sem hluti nemenda er í skólaakstri og því munum við brydda upp á ýmsu utan dyra, göngu, hlaupi og leikjum á þessu tímabili. Við erum svo heppin að næsta nágrenni Víkurskóla er ein risa útikennslustofa. Fjölmargar gönguleiðir og fjölbreytt náttúra. Þá verður fræðsla um hvernig best og öruggast er að haga ferðum sínum í umferðinni. Á fyrsta degi verkefnisins fór allur skólinn í hressilegan göngutúr í Víkurfjöru fyrir hádegismatinn og notaði tækifærið í leiðinni að plokka rusl á gönguleiðinni. Allir komu mjög hressir tilbaka.
 • Lindaskóli
  Sæl og blessuð Við í Lindaskóla byrjuðum verkefnið á að allir bekkir fóru í gönguferð með kennurum. Síðan vorum við með keppni í síðustu vikunni hjá 1.-7. bekk. Þeir bekkir sem stóðu sig best fá gull- og silfurskóinn. 3. bekkur ætlar að vinna með stærðfræði og setja árangurinn upp í súlurit. Sendi myndir þegar búið er að afhenda sigurvegurum verðlaunin sín:) Kær kveðja María
 • Síðuskóli
    https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/frabaer-arangur-i-gongum-i-skolann https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/gonguferd-ad-hraunsvatni Í tilefni Göngum í skólann 2019: Skráðum í íþróttatímum hverjir notuðu virkan ferðamáta. Reiknuðum hlutfall fyrir hvern árgang í hverri viku – keppni milli árganga. Tókum saman heildarhlutfall allra bekkja í lokinn og fundum sigurvegar í bekkjarkeppni. Settum niðurstöður hverrar viku upp á vegg þar sem hlutfallið var sýnt auk fjölda bíla sem komu í skólann. Við í Síðuskóla erum umhverfisvænn skóli og er þetta átak í takt við það. Umhverfisnefnd tilkynnti sigurvegara bekkjarkeppninnar á söngsal. Vinningsbekkurinn fékk viðurkenningarskjal , bíkara og bekkjarumbun. Í ár voru 91% nemenda Síðuskóla sem notuðust við virkan ferðamáta sem er bæting frá því árið 2018 en þá voru það 88%. Takk fyrir flott framtak. Hér fyrir neðan koma svo niðurstöður fyrir hvern bekk. Þetta er hlutfall (%) nemenda sem notuðust við virkan ferðamáta. 2019. 1. bekkur: 71% 2. bekkur: 95% í 3.sæti 3. bekkur: 95% í 3.sæti 4. bekkur: 93% 5. bekkur: 97% í 1.sæti* 6. bekkur: 84% 7. bekkur: 96% í 2.sæti 8. bekkur: 91% 9. bekkur: 92% 10. bekkur: 96% í 2.sæti Eins og sjá má eru bekkirnir að ná mjög góðum árangri en við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur á næsta ári! Takk fyrir flott framtak.
 • Brekkuskóli
   Í Brekkuskóla á Akureyri er keppni milli árganga um Gullskóinn þar sem sá árgangur sigrar sem hefur hæsta meðaltal af virkum ferðamáta til og frá skóla yfir ákveðið tímabil. Keppnin er geysihörð og leggja umsjónakennarar sig alla fram um að fá nemendur til að vera virkir þátttakendur og árangurinn eftir því. Sumir bekkir nálægt því að skora fullt hús stiga.
 • Grunnskólinn á Þingeyri
   Krakkarnir hér í litla samfélaginu okkar á Þingeyri í Vestur-Ísafjarðarsýslu eru mjög dugleg almennt að tileinka sér virkan ferðamáta. Til að mynda ganga allir að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku til og frá íþróttahúsi, sem er vegalengd sem telur 700 metra hvor leið, eða 1.4km báðar leiðir, sem gerir að lágmarki 4.2km vikulega, auk íþróttatímans tvisvar í viku, sundtímans einu sinni í viku og einnig fá þau sér útivistartíma í stundaskrá þegar ekki er íþróttatími, þar sem oft er farið í ratleiki, göngutúra eða eitthvað slíkt. Þannig við á Þingeyri höfum verið dugleg að fá þau til að hreyfa sig daglega.
 • Reykhólaskóli
   Reykhólaskóli tók þátt í verkefninu "göngum í skólan". Skólinn hefur undanfarin ár tekið þátt í þessu hvetjandi verkefni því hjá okkur eru margir sem koma með skólabíl og finnst okkur þetta gott start á haustinu að hvetja nemendur til að ganga og að skólabílabörn fái líka tækifæri. Nemendur úr þorpinu voru meðvitaðir um að koma gangandi í skólann, skólabílar stoppuðu lengra frá skólanum og kennarar lögðu bílum sínum legra frá skólanum svo bílastæði voru nánast tóm. Rætt var um heilbrigði og útiveru og á yngsta stigi fengu nemendur að stimpla á dagatalið frá ykkur þá daga sem þeir komu gangandi sem var mjög spennandi og skapaði umræðu. 1. nóvember fór svo skólinn í langa gönguferð um sveitina okkar. Bestu kveðjur og takk fyrir flott framtak. Reykhólaskóli Kolfinna Ýr
 • Víkurskóli
   Áfram heldur fjörið í Víkurskóla! Í síðustu viku hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel og hlupu að meðaltali 5 km hvert. Í tilefni af evrópsku hreyfivikunni fengum við landsliðsmenn úr Krikketlandsliði Íslands í heimsókn og þeir kenndu krökkunum undirstöðuatriði í þessari íþrótt. Þetta var hin besta skemmtun og krakkarnir voru afskaplega ánægð með þessa heimsókn. Takk fyrir Krikketsamband Íslands.
 • Grunnskólan á Hólmavík
   Við vorum að staðsetja teiknað tré úr pappír í miðjum skólanum og ef nemandi hefur notað virkan ferðamáta á leið sinni í skólann merkir hann nafnið sitt á laufblað og hengir upp. Viðurkenning/ verðlaun verður fyrir þann bekk (1.-3., 4.-6.,7.-10.) sem notar virkan ferðamáta mest - hollur morgunmatur! Þeir nemendur sem koma með skólabílnum eru að sjálfsögðu með. Og í samstarfi við skólabílinn þá getur hann stoppað við félagsheimilið og hleypt nemendum út og þeir gengir þaðan upp í skóla. Það var mjög skemmtilegt! :)
 • Grunnskólinn á Ísafirði
   Allir nemendur Grunnskólans á Ísafirði fóru í fjallgöngu í tilefni af Göngum í skólann og enduðu gönguna í skólanum. Einnig voru nemendur hvattir til að ganga á hverjum degi í skólann. Frá okkur mun koma mynd af unglingastigi GÍ uppi á Kistufelli á Ísafirði. Takk fyrir flott framtak.
 • Ártúnsskóli
   Að þessu sinni er verkefni nemenda og starfsfólks að fara út á hverjum degi og hlaupa sérstakan hring á skólalóðinni. Auk þess er mælst til að nemendur, foreldrar og starfsmenn komi gangandi og hjólandi í skólann til að draga sem allra minnst úr umferð og mengun á bílastæði og umhverfi skólans.
 • Sunnulækjarskóli
   Sunnulækjarskóli á Selfossi hóf verkefni af fullum krafti með því að taka þátt í Ólympíuhlaupinu þar sem nemendur skólans hlupu alls 2795 km og þarf af voru 90 nemendur sem fóru 10 km. Framkvæmd hlaupsins gekk vel og allir stóðu sig frábærlega í blíðviðri. Við sendum einnig upplýsingapóst á foreldra og kennara um verkefnið þar sem þau eru hvött til að nýta sér virkan ferðamáta í og frá skóla og kennarar hvattir til að nota hreyfingu í náminu og ýmsar leiðbeiningar verið gefnir í þeim málum.
 • Víkurskóli
   Krakkarnir í Víkurskóla hafa nýtt veðrið vel frá því að Göngum í skólann hófst. Yngri nemendur fóru í berjaferð og eldri nemendur fóru í fjallgöngu. Þá erum við svo heppin hér að það eru margar ótrúlega fallegar gönguleiðir alveg við skólann, stutt í fjöruna og fjallið. Við setjum inn ýmsar myndir frá skemmtilegum gönguferðum. Í dag kom Lögreglan í heimsókn og var með umferðarfræðslu fyrir alla bekki. Í næstu viku stefnir allur skólinn á að taka þátt í Ólympíuhlaupinu.
 • Njarðvíkurskóli
   Við í Njarðvíkurskóla tókum þátt í verkefninu, Göngum í skólann í sjötta sinn. Við sendum bréf heim til kynningar fyrir foreldra því samstarf heimilis og skóla er mikilvægt ef vel á að takast til. Verkefnið kom inn í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 3. – 7. október og nýttum við okkur það með því að ræða um mikilvægi góðrar heilsu og útiveru. Nemendur voru hvattir til að ganga eða hjóla í skólann ef veður leyfði og útfærðu kennarar verkefnið með nemendum sínum á margvíslegan hátt. Allir nemendur Njarðvíkurskóla tóku svo þátt í Norræna skólahlaupinu. Takk kærlega fyrir góðar upplýsingar og hugmyndir á vefnum ykkar.
 • Brekkuskóli
  Við í Brekkuskóla Akureyri tókum þátt í göngum í skólann.

  Í byrjun annar fòrum við í göngutúra um nærumhverfi skólans og fórum yfir helstu gönguleiðir til og frá skóla og umferðaröryggi.
  Elstu krakkarnir hjóluðu einnig Eyjafjarðarhringinn og notuðum við tækifærið og fórum vel yfir öll öryggisatriði þegar hjólað er ì umferðinni.
  Börnin voru hvött til að ganga ì skólans og reiknuðu hve marga km þau ganga þessi 10 ár ef þau ganga alltaf til og frá skóla.
  Margt fleira var gert innan bekkjanna.

  Skemmtilegt átaksverkefni til að vekja fólk til umhugsunar um hve auðvelt er fyrir flesta að ganga til og frá skóla/vinnu og stuðla þannig að betri heilsu og umhverfi.
 • Glerárskóli
   Átakið Göngum í skólann er nú lokið. Nemendur og starfsmenn tóku þátt í átakinu og skráð var niður koma nemenda í skólann á ákveðnu tímabili. Tímabilið var frá mánudeginum 12. september- 30. september. Sá bekkur sem sýndi framúrskarandi þátttöku var 7-KJ og hlaut hann Gullskóinn og viðurkenningarskjal að launum.
 • Ölduselsskóli
   Í Ölduselsskóla höfum við tekið virkan þátt í Göngum í skólann verkefninu með því að mæla ferðamáta nemenda í tvær vikur. Verkefnið hófst formlega á sal með öllum nemendum og starfsfólki þar sem farið var yfir mikilvægi þess að draga úr umferð við skóla og að sem flestir komi fyrir eigin orku í skólann á hverjum degi. Sama dag var skólinn í samvinnu við Íþróttafélag Reykjavíkur með sérstakan íþróttadag þar sem nemendur fengu tækifæri til að prófa sem flestar íþróttagreinar. Meðan á verkefninu stendur Þá er skólinn þátttakandi í Heilsueflandi Breiðholti og allir nemendur í 1. - 7. bekk tóku þátt spretthlaupsmælingu sem var hluti af alþjóðlegu verkefni. Þá er skólinn einnig búin að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Kennarar hafa notað tækifærið og farið í verkefni tengd heilsu og hollustu. 'Í dag lauk verkefninu og fengu þeir árgangar viðurkenningu sem náðu bestum árangri í að koma í skólann fyrir eigin orku. Takk fyrir okkur
 • Akurskóli
   Heilsuátakið Göngum í Skólann fór fram í Akurskóla 8. september til 3. október. Nemendur voru hvattir til að ganga eða að hjóla í skólann á því tímabili. Verðlaunaafhending fór fram 5.október á alþjóða deginum sjálfum og þeir árgangar verðlaunaði sem stóðu sig best. Á yngsta stigi stóð 2007 árgangur uppi sem sigurvegari, á miðstigi var það 2005 árgangur og á elsta stigi var það 2003 árgangur sem var duglegastur. Í verðlaun var forlátur gullskór á platta ásamt viðurkenningaskjali. Góð þátttaka var meðal nemenda og var mikil keppni milli árganga. Við hvetjum börn til að vera dugleg að ganga í skólann ef veður leyfir.
 • Grandaskóli
   Nemendur í fjórða bekk í Grandaskóla fóru og æfðu sig að fara yfir mismunandi gangbrautir í hverfinu. Venjulega sebrabraut við hlið skólans. Gangbrautarljós yfir Eiðisgranda og að síðustu að fara yfir götu þar sem engin gangbraut er. Á leiðinni æfðum við okkur í að ganga á stórgrýti. Skoðið myndir http://grandaskoli.is/images/myndasafn/index.php?sfpg=MjAxNl90aWxfMjAxNy80Ll9iZWtrdXIvR8O2bmd1bV_DrV9za8OzbGFubi8qKjM2MjBmN2M3NTliODhjYWI5MjcyYTcwMzI2NTZjMjNh
 • Breiðholtsskóli
  Göngum í skólann verkefnið 2016 í Breiðholtsskóla hefst miðvikudaginn 7. september með því að allir fara út að ganga saman bakkahringinn. Vikuna 12.-16. september, þá ætlum við að vera dugleg að skrá alla nemendur sem ganga í skólann þá vikuna og verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í 1.-5. bekk og 6.-10. bekk. Verðlaunin eru skór sem Ragnheiður Sara Crossfit meistari ætlar að gefa okkur og verða það farandskór til varðveislu í bekkjarstofu í eitt ár. Verkefninu lýkur svo formlega með því að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
 • Grunnskólinn í Sandgerði
   Dagana 5. til 23. september tók skólinn þátt í verkefninu „Göngum í skólann“ sem er liður í að auka vitund nemenda um að nýta virkan ferðamáta til þess að koma í skólann. Hver bekkur hélt utan um sína skráningu , fjórir bekkir voru virkari en aðrir og fengu þrír viðurkenningu fyrir að hafa komið flesta daga sjálf í skólann. Það voru 3. NÓK, 7. KÓÁ og 9. ÖÆH. Einn bekkur skaraði fram úr þar sem allir nemendur komu sjálfir í skólann, 3. VHF og fékk hann viðurkenningu og farandbikarinn GULLSKÓNA. Hvetjum alla nemendur til þess að koma sjálfa í skólann og auka þannig súrefnisflæði til heilans og minnka bílaumferð við skólann.
 • grunnskóli Önundarfjarðar
   Við erum að auki að hjóla eða labba í mat á hverjum degi. Ég ætlaði að senda fleiri myndir og er ekki viss ef það tókst. Kær kveðja Edda
 • Þjórsárskóli
   Þjórsárskóli tekur þátt í Göngum í skólann verkefninu. Við höfum farið í skipulagðar gönguferðir og einnig í hjólaferðir. Föstudaginn 30. September fór allur skólinn í gönguferð. Við gengum meðfram Kálfárbökkum. Veðrið lék við okkur og við nutum þess að horfa á haustlitadýrðina. Við erum heppin að hafa fallegt umhverfi í kringum okkur. Á heimleið blasti Hekla við okkur í allri sinni dýrð.
 • Hamraskóli
   Í Hamraskóla höfum við tekið virkan þátt í "Göngum í skólann verkefninu" í ár eins og undanfarin ár. Við skráðum hvernig nemendur koma í skólann í 3 vikur og afhendum svo "Gullskóinn" þeim bekk sem er með besta hlutfallið við athöfn á sal föstudaginn 7.okt. Þá sýnum við þeim líka myndband sem við tókum saman yfir þá viðburði sem við höfum bryddað upp á. Við höfum verið með nokkrar uppákomur tengdar verkefninu s.s: Hreyfiviku Norræna skólahlaupið Leikir í Gufunesbæ Náttúrugöngu Gönguferð á Úlfarsfell í samvinnu við foreldreafélagið. Mælingu á ferðamáta í skólann í 3 vikur Gullskórinn afhendur á sal skólans. Heilsuhvetjandi kveðjur frá Hamraskóla í Grafarvogi.
 • Grenivíkurskóli
  Við í Grenivíkurskóla tókum tvær vikur þar sem við hvöttum nemendur til þess að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla. Þegar þau komu í skólann á morgnana fengu þau stimpil fyrir að nota virkan ferðamáta hafi þau gert það. Við byrjuðum verkefnið að sjálfsögðu á því að kynna bæði verkefnið og umferðarreglurnar fyrir þeim og fórum sérstaklega yfir mikilvægi þess að nota hjálma. Til að gera langa sögu stutta að þá notuðu allir nemendur skólans nema einn, virkan ferðamáta alla þá daga sem fylgst var með þeim.
 • Grunnskóli Vestmannaeyja
    Göngum í skólann hófst formlega í Grunnskóla Vestmannaeyja miðvikudaginn 7. September. Það er orðin hefð á þessum degi að nemendur í eldri stigum skólans heilsi uppá yngri nemendur. Nemendur í 8.- 10. bekk gengu yfir í Hamarsskóla og heimsóttu 1. – 3. bekk. Yngri nemendur lásu fyrir þá eldri áður en það var farið út í leiki. Þar var verkefnið formlega sett af skólastjóra eftir stutta ræðu um mikilvægi þess að vera heilsuhraustur. Nemendur í 4. og 5. bekk gengu yfir í Barnaskóla til að hitta nemendur í 6. og 7. bekk, þar var farið í hópleiki áður en formleg setning fór fram. Í lokin voru ávextir í boði fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur í 2. – 7. bekk munu svo keppa um gullskóin á meðan verkefnið er í gangi.
 • Grundaskóli
 • Hofsstaðaskóli
   Göngum í skólann Dagana 29. september – 7. október tóku nemendur Hofsstaðaskóla þátt í alþjóðlega verkefninu „Göngum í skólann“. Í sjö daga var samgöngumáti nemenda skráður en þá daga komu að meðaltali 88% nemenda gangandi eða hjólandi í skólann. Á yngra stiginu komu flestir í 4. bekk gangandi eða hjólandi eða 91% nemenda. Á eldra stiginu komu flestir nemendur í 6. bekk gangandi eða hjólandi eða 99% nemenda. Þetta er góður árangur hjá nemendum skólans. Eins og flestir vita er Hofsstaðaskóli Grænfánaskóli og þess vegna eru allir nemendur hvattir til að halda áfram að ganga og hjóla í skólann þó að verkefninu sé lokið.
 • Grunnskóli Vestmannaeyja
  Við í GRV enduðum verkefnið Göngum í skólan með  Norræna skólahlaupinu þann 9. október. Hlaupið fór fram í rigningu og sól, þrátt fyrir bleytu stóðu nemendur sig virkilega vel og gaman að sjá nokkra foreldra sem komu með. Sú nýjun var núna að þrír drengir í 10. bekk tóku að sér að hita hópinn upp fyrir hlaupið og stóðu þeir sig með stakri prýði. Í lok hlaupsins voru ávextir í boði frá heildverslun Karls Kristmanns.
 • Rimaskóli
   8-JÓ í Rimaskóla hefur komið fótgangandi í skólann á hverjum degi á meðan átakinu ,,Göngum í skóla" stóð yfir. Samanlagt hafa nemendur gengið 561,6 km bara með því að ganga til og frá skóla þessa daga. Sjá myndir af 8-JÓ í myndasafni.
 • Grunnskóli Fjallabyggðar
  Í tenglinum er frétt frá Grunnskóla Fjallabyggðar um gönguátakið okkar.  http://grunnskoli.fjallabyggd.is/is/frettir/gullskorinn-afhentur
 • Ártúnsskóli
  Í upphafi skólaárs þegar átakið "Göngum í skólann" hefst er alltaf lögð áhersla á að kynna fyrir foreldrum að öruggasta og umhverfisvænsta leiðin í skólann er að nemendur komi gangandi. Allir árgangar hafa verið að vinna margvísleg verkefni til að hvetja nemendur að ganga í skólann.  Nemendur í 5. og 6. bekk unnið stærðfræðiverkefni þar sem þeir skrá og mæla mismunandi ferðamáta sinn til og frá skóla og vinna svo stærðfræðiverkefni í framhaldinu. Nemendur fóru út á bílastæði og æfðu helstu reikniaðgerðir með tölunum á bílnúmerum. Einnig var farið var í rannsóknargönguferð umhverfis hverfið okkar og gerðar stærðfræðiathuganir. Verkefnið hefur einnig tengst svæðavinnu miðstigs og hafa nemendur m.a. tekið púlsmælingar og komist að því að með því að ganga eða hjóla í skólann þá þjálfum við hjartað sem er gott fyrir heilsuna.
 • Ölduselsskóli
   Formleg þátttaka Ölduselssóli í „Göngum í skólann“ hófst föstudaginn 4. september kl. 10:20 á sal skólans. Farið var stuttlega yfir verkefnið á sal og sunginn afmælissöngur og hitað upp og dansað eitt lag undir umsjón eins kennara og nemenda úr öllum árgöngum. Að því loknu ætlum við að fara í stutta gönguferð með eldri og yngri árgöngum um hverfið þar sem eldri nemendur fylgja yngri nemendum. Umsjónarkennarar skulu fylgja sínum árgangi ásamt stuðningsaðilum. Að gönguferð lokinni verða stöðvar á skólalóð þar sem kennarar fá skipulag sent frá undirbúningsnefnd hvaða stöð þeir eru að hafa umsjón með. síðan hefst gönguátak þar sem gerð verðum mæling á hversu margir nemendur koma gangandi í skólann og stóð mæling yfir í tvær vikur. Að mælingu lokinni voru veittar viðurkenningar til þeirra árganga sem stóðu sig best í að koma fyrir eigin afli í skólann þessa dagana. Þeir árgangar sem stóðu sig best fengu viðurkenningarskjöl og ávaxtaveislu.
 • Grunnskóli Önundarfjarðar.
   Myndin sem við sendum inn er af yngri deild Grunnskóla Önundarfjarðar, 1 -3 bekkur.Þessi mynd var tekinn daginn sem við fórum í gönguferð um Flateyri , fórum yfir umferðarreglurnar og komum við heima hjá öllum í hópnum og tekin var mynd af hverju barni fyrir framan hús þess.Vegna tæknilegra örðugleika gátum við því miður ekki sent inn fleiri myndir. Kær kveðja
 • Grunnskóli Vestmannaeyja
   Verkefnið Göngum í skólann er enn í fullum gangi. Hjá okkur í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur ýmislegt verið að gerast í tengslum við verkefnið. Umsjónarkennarar hafa verið duglegir að fara í gönguferðir með nemendur. Við fengum heimsókn frá lögreglunni, Davíð Þór lögregluþjónn kom og heimsótti nemendur í 1. bekk í síðustu viku. Þessa daga frá því að verkefnið fór í gang hefur verið mun minni umferð við skólann, fjöldi nemenda hefur komið gangandi eða hjólandi. Margir foreldrar hafa notað tækifærið í góða veðrinu til að ganga eða hjóla í skólann með börnum sínum og um leið kennt þeim öruggustu leiðina í skólann. Mánudaginn 14. september hófst svo keppnin um „Gullskóinn“ í 2. – 5. bekk og stendur til 25. september.
 • Leikskólinn Bergheimar
   Í dag var gangbrautarvörður við hornið á bílastæði leikskólans og gangbrautina yfir Hafnarberg. Það var greinilegt að nemendur höfðu gaman af þessu og bílstjórar voru mjög þolinmóðir og umburðarlyndir þar sem sumir tóku örlítið lengri tíma í að ganga yfir á gangbrautinni.
 • Grunnskóli Reyðarfjarðar
   Skipuleg keppni stóð yfir í fimm daga þar sem skráð var hverjir gengu í skólann eða hjóluðu. Í lok tímabilisins var "Gullskórinn" afhentur í lok skóla á föstudegi, og voru það nemendur í 7. bekk sem unnu hann með 99 % þátttöku. Þemadagar stóðu yfir á meðan á skráningu stóð, og voru tískusýninga stúlkur frá þemadögum fengnar til að sýna dans og allir sem vildu dönsuðu með og skemmtu sér vel eftir verðlaunaafhendingu. Þátttaka skólans í heild var 76,65 %. Nemendur voru hvattir áfram til að ganga eða hjóla í skólann meðan veðurblíðan á Austurlandi héldist eins en Austfirðingar kalla svona sumarauka kúrekasumar .
 • Akurskóli
  Akurskóli er diggur þátttakandi í þessu verkefni og hafa nemendur ásamt kennurum tekið þátt síðustu 6 árin. Í Ár var góð þátttaka og veðrið var bara nokkuð gott, held að það hafi verið aðeins einn dagur sem var mjög vont veður. Nemendur keppa innan skólans um Gullskóinn. Þrír verðlaunagripir eru í boði, einn fyrir 1-4, einn fyrir 5-7 og einn fyrir unglingastigið. 7.október var svo verðlaunaafhending inní íþróttahúsi þar sem kennarar kepptu í mismunandi greinum (sippa á 20 sek, þriggja stiga keppni og skora körfu ringlaður). Hægt er að sjá myndir á myndasíðunni.  
 • Rimaskóli
   Í unglingadeild Rimaskóla er boðið upp á valáfanga sem heitir Hundar sem gæludýr. Áfanginn er fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á því að eiga hund sem gæludýr eða eiga hund sem gæludýr. Við förum í göngutúra um hverfið með hunda í bandi og á meðan átakinu Göngum í skóla stóð yfir fórum við í lengri göngutúra. Útiveran og göngutúrinn um hverfið hressir, bætir og kætir bæði hunda og menn.
 • Sjálandsskóli
   Í Sjálandsskóla er gert margt í tilefni Göngum í skólann átaksins. Í útikennslu í 1. bekk fara allir nemendur í göngutúr heim til hvers og eins, þannig að nemendur vita hvar hver og einn á heima, kannski býr einhver bekkjarfélagi í næsta húsi sem þú vissir ekki af. í útikennslu í 3. og 4. bekk var farið í hjólaferð. 5. og 6. bekkur fór á kajak á Arnarnesvoginum. 7. bekkur dansaði zorba í útikennslu og fór í boðhlaup að para sama lönd og borgir. Allur skólinn hljóp í Norræna skólahlaupinu og við endum átakið á því að hafa heilsudag þar sem unglingarnir fá m.a að prófa Cross-fit hjá Cross-fit XY í Garðabæ. þetta er bara brot af því sem búið er að gera í Sjálandsskóla nú á haustdögum tengt hreyfingu en því má ekki gleyma að allan ársins hring hvetjum við nemendur til að koma fyrir eigin vélarafli í skólann.
 • Grunnskóli Vestmannaeyja
   Verkefninu Göngum í skólann er nú u.þ.b. að ljúka. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hversu margir nemendur koma gangandi eða hjólandi í skólann. Hjólagrindur við skólann hafa verið yfirfullar og meira en það. Undirtektir foreldra/forráðamanna við verkefnið hafa verið frábærar. Það er mikill ávinningur í því að draga úr umferð við skólann og það eykur öryggi allra. Næstkomandi miðvikudag, 7. október ljúkum við átakinu með Norræna skólahlaupinu. Hlaupið hefst með upphitun við Íþróttamiðstöðina kl. 10:30, foreldrar og forráðamenn eru velkomnir að vera með. Það er ósk okkar að áframhald verði á dugnaði nemenda að koma gangandi/hjólandi í skólann, sérstaklega meðan veður er eins gott og það hefur verið undanfarið.
 • Grandaskóli
   Nemendur Grandaskóla tóku heilan dag í september í fjallgöngur. 1. - 6. bekkur gekk á Úlfarsfell og 7. bekkur gekk á Hengilssvæðinu frá Nesjavallavegi að Hellisheiðarvirkjun.
 • Hvolsskóli
  Fyrsta vikan í ,,Göngum í skólann“ er liðin. Við í Hvolsskóla hófum átakið með því að hvetja nemendur til þess að ganga/hjóla í skólann næstu 4 vikurnar og settum upp keppni milli bekkja. Skólabílar hafa verið að hleypa krökkunum út við íþróttahús og þau gengið þaðan í skólann (bannað að stytta sér leið í gegnum íþróttahús). Eins og í fyrra verða duglegustu bekkirnir verðlaunaðir á föstudögum og fær sigurvegari á hverju stigi verðlaunagripinn ,,Gullskórinn" til geymslu í eina viku. Fyrsta keppnisvikan hófst 14. sept og voru sigurvegarar þeirra viku krýndir í dag. Þessi mynd er af sigurvegurum á miðstigi, 5. bekkur. Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra
 • Þjórsárskóli
   Við í Þjórsárskóla höfum notað tímann vel til hreyfingar. Við fórum í gönguferð með alla árganga að Skaftholtsfjalli sem er um 1,5 km frá og gengum upp á fjallið. Við vorum með hjóladag þar sem allir nemendur skólans hjóluðu mislangar vegalengdir. Þau elstu fóru 10 km hring og yfir Kálfá. Veðrið lék við okkur þessa daga. Við höfum líka haft hreyfitíma í frímínútum. Bestu kveðjur frá okkur í Þjórsárskóla.
 • Grunnskóli Vestmannaeyja

  Göngum í skólann setning


  Föstudaginn 11. september var átakið Göngum í skólann formlega sett í Grunnskóla Vestmannaeyja.
  Nemendur í 8. – 10. bekk gengu yfir í Hamarsskóla og heimsóttu vinabekki sína í 1. – 3. bekk.
  Eldri nemendurnir byrjuðu á því að hlusta á þá yngri lesa. Þegar því var lokið unnu nemendur með hjörtu sem þeir klipptu út og skreyttu, hengdu síðan upp á veggi skólans.

  Með því að ganga eða hjóla í skólann þá þjálfum við hjartað. Þar sem tími vannst til spiluðu nemendur saman.
  Í lokin fóru nemendur saman út í frímínútur í leiki.
  Endaði heimsóknin á því að skólastjóri kallaði nemendur og starfsfólk saman á gervigrasvöllinn og setti átakið formlega. Nemendur í 4. og 5. bekk gengu yfir í Barnaskóla til að hitta nemendur í 6. og 7. bekk.
  Skólastjóri hélt þar stutta ræðu og setti verkefnið.

  Eftir það var skipt í hópa og nemendur fóru í hópeflisleiki á skólalóðinni.
  Öllum nemendum skólans boðið upp á ávexti úti á skólalóðinni í góða veðrinu, það var verslunin Krónan sem gaf okkur ávextina og viljum við þakka þeim það.

  Dagurinn var mjög vel heppnaður og nemendur stóðu sig frábærlega.
  Verkefnið stendur yfir frá 9. sept. til 7. október og lýkur með alþjóðlega Göngum í skólann deginum, við í GRV endum þann dag með Norræna skólahlaupinu. Keppnin um Gullskóinn hjá 2. – 7. bekk hófst mánudaginn 14. sept. og stendur yfir til 25. sept.