Göngum í skólann á Íslandi frá upphafi

2007
Göngum í skólann 2007 var sett í Grunnskóla Seltjarnarness. Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar, setti verkefnið. Að setningunni lokinni gengu aðstandendur þess og nemendur skólans um næsta nágrenni í fylgd ríkislögreglustjóra. Alls tóku 26 skólar þátt.

2008
Göngum í skólann 2008 var sett í Grundaskóla á Akranesi. Karl V. Matthíasson þingmaður, nefndarmaður í Samgöngunefnd og formaður Umferðarráðs setti verkefnið formlega. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ flutti ávarp. Alls tóku 35 skólar þátt.

2009
Göngum í skólann 2009 var sett í  Flóaskóla. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, setti verkefnið formlega. Einnig fluttu ávörp þau Kristín Sigurðardóttir skólastjóri og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi. Að lokinni setningu fóru nemendur skólans yfir öryggisreglur í skólaakstri. Alls tóku 36 skólar þátt.

2010
Göngum í skólann 2010 var sett í Fossvogssdalnum með þátttöku Snælands og Fossvogsskóla. Ögmundur Jónasson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra setti verkefnið formlega. Nemendur gengu fylktu liði úr hvorum skóla fyrir sig að grasblettinum þar sem setningin fór fram. Að setningunni lokinni fóru nemendur í ratleik um svæðið. Oddný Sturludóttir formaður menntasviðs Reykjavíkurborgar og Rannveig Ásgeirsdóttir formaður skólanefndar Kópavogsbæjar fluttu ávörp við setninguna. Metfjöldi skóla tók þátt, alls 52.

2011 
Göngum í skólann 2011 var sett í Síðuskóla á Akureyri. Við setninguna töluðu Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri Síðuskóla, Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar, sem setti átakið formlega, og Sindri Snær Konráðsson nemandi í 10. bekk, sem talaði fyrir hönd nemenda. Að setningarathöfninni lokinni gengu allir nemendur skólans um nágrennið með hvatningarspjöld sem bentu á ágæti þess að ganga í skólann. Enn á ný var þátttökumet slegið með skráningu 59 skóla.

2012
Göngum í skólann 2012 var sett í Kelduskóla í Grafarvogi af Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra. Auk hans fluttu ávörp þau Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri Kelduskóla. Við setninguna spilaði hljómsveitin Moses Hightower og veitti þátttakendum andagift með flutningi á lagi sínu „Stutt skref“. Metfjöldi skóla tók þátt, alls 63.

2013
Göngum í skólann 2013 var sett í Álftanessskóla. Þá fluttu ávarp þeir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Hörður Már Harðarson formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar. Við athöfnina söng Sigríður Thorlacius við undirleik Daníels Friðriks Böðvarssonar gítarleikara, m.a. lagið „Leiðir liggja til allra átta“. Átakið var sett formlega á þann hátt að nemendur úr Álftanessskóla ýmist hjóluðu eða gengu hring í næsta nágrenni skólans. Auk grunnskólabarna gengu nemendur úr leikskólunum á Álftanesi, Krakkakoti og Holtakoti.

2014
Göngum í skólann 2014 var sett í Laugarnesskóla. Líney R. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fluttu stutt ávörp. Solla stirða úr Latabæ mætti og hrissti upp í borgarstjóranum og vakti mikla kátínu meðal barnanna. Börnin sungu skólasöng Laugarnesskóla og síðan var gengið í fylgd mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjóra hring í hverfinu.

2015
Göngum í skólann 2015 var sett í Lágafellsskóla. Jóhanna Magnúsdóttir skólastýra bauð gesti velkomna. Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar fluttu stutt ávörp. María Ólafsdóttir söng nokkur lög og nemendur sungu skólasönginn sinn og nýtt erindi við lagið Göngum göngum sem tónlistarkennari skólans hafði samið. Að þessu loknu var verkefnið gengið af stað með táknrænum hætti.
 
2016
Göngum í skólann 2016 var sett í Akurskóla í Reykjanesbæ. Sigurbjörg Róbertsdóttir skjólastjóri bauð nemendur og gesti velkomna og Sigríður Inga Viggósdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ flutti ávarp. Jóhanna Ruth sigurvegari Ísland Got Talent söng nokkur lög og að því loknu hvatti Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu þátttakendur til dáða og klikkti út með samhentu víkingaklappi. Verkefnið var svo sett formlega af stað með með því að nemendur, starfsfólk, gestir og aðstandendur verkefnisins gengu stuttan hring í nærumhverfi skólans.

2017
Göngum í skólann 2017 var sett í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Hrönn Bergþórsdóttir skjólastjóri bauð nemendur og gesti velkomna og í kjölfarið fluttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar stutt ávörp. Þá fluttu nemendur Víðistaðaskóla flott söngatriði við gítarundirleik og að tónlistarflutningi loknum fór fram formleg gangsetning verkefnisins með táknrænum göngutúr allra aðila um Víðistaðatún í sól og blíðu.

2018
Göngum í skólann 2018 var sett í Ártúnsskóla í Árbæ. Rannveig Andrésdóttir skólastjóri bauð alla velkomna og í kjölfarið fluttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs og Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu stutt ávörp. Þá fluttu nemendur söngatriði og að því loknu var Sirkus Íslands með skemmtiatriði sem vakti mikla lukku meðal áheyrenda. Að því loknu fór fram formleg gangsetning verkefnisins með táknrænum göngutúr allra aðila í nærumhverfi skólans. 

2019
Göngum í skólann 2019 var sett í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Hafdís B. Kristmundsdóttir skólastjóri byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Þráinn Hafsteinsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ flutti stutt ávarp og stýrði dagskrá. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, talaði skemmtilega til krakkana og kenndi þeim táknmál áður en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar hvatti börnin til að vera dugleg að ganga í skólann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gaf krökkunum góð ráð í umferðinni og bað börnin um að passa að foreldrar væru ekki símanum við aksturinn. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu ávarpaði nemendur og gesti áður en kór Hofsstaðaskóla ásamt nemendum söng eitt lag. Að lokum steig Sirkus Íslands á stokk áður en nemendur, starfsfólk, gestir og aðstandendur verkefnisins gengu það táknrænt af stað með því að ganga lítinn hring í nærumhverfi skólans.

2020
Göngum í skólann 2020 var sett í Breiðagerðisskóla að viðstöddum góðum gestum. 
Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Þráinn Hafsteinsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ tók síðan við og flutti stutt ávarp og stjórnaði dagskrá. Borgarstóri, Dagur B. Eggertsson flutti stutt ávarp þar sem hann hvatti krakkana til að fá foreldra sína og forráðmenn til að ganga með sér í skólann. Því næst tók Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til máls og bað hún börnin um hjálp við að minna foreldra á umferðarreglurnar og að passa að foreldrar væru ekki í símanum við aksturinn. Þá hvatti Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu nemendur og gesti til að velja öruggustu leiðirnar í og úr skóla. Lalli töframaður skemmti viðstöddum áður en aðstandendur verkefnisins, borgarstjóri, lögreglustjóri, forstjóri samgöngustofu, nemendur, starfsfólk og aðrir gestir gengu verkefnið formlega af stað.

2021
Göngum í skólann 2021 var sett í Norðlingaskóla.
Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Viðar Garðarsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ tók síðan við og flutti stutt ávarp og stjórnaði dagskrá. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hvatti nemendur til að vera virk í lífinu og vera dugleg að hreyfa sig. Því næst kenndi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra nemendum að segja “Göngum í skólann” á táknmáli og vakti það mikla lukku. Næstur tók Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra til máls og hvatti hann nemendur til að vera dugleg að hjóla eða ganga í skólann og draga foreldrana með sér. Því næst tók Guðmundur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til máls og minnti krakkana á að lögreglan er til staðar fyrir alla og hvatti hann þau einnig til að gleyma aldrei hjálminum á hjólinu. Að lokum hvatti Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu nemendur og gesti til að velja öruggustu leiðirnar í og úr skóla. Sirkus Íslands skemmti svo viðstöddum áður en aðstandendur verkefnisins, ráherrar, aðstoðaryfirlögreglustjóri, forstjóri samgöngustofu, nemendur, starfsfólk og aðrir gestir gengu verkefnið formlega af stað.

2022
Göngum í skólann var sett í Melaskóla.
Harpa Reynisdóttir skólastjóri bauð nemendur og gesti velkomna. Andri Stefánsson framkvæmdarstjóri ÍSÍ tók síðan við og flutti stutt ávarp og stjórnaði dagskrá. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fór yfir mikilvægi þess að hreyfa sig daglega bæði fyrir líkamlega- sem og andlega heilsu, Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra hvatti nemendur að vera dugleg að taka tillit í umferðinni, bæði á gangstéttum og þegar farið er yfir gangbrautir. Einnig hvatti hann nemendur til að taka tillit til umhverfisins og vera dugleg að hjóla eða ganga í skólann og draga foreldrana líka með. Næst tók til máls Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og minnti krakkana á að lögreglan væri til staðar fyrir alla, væri vinur allra og ynni af virðingu fyrir alla. Hún hvatti einnig nemendur til að vera góðar fyrirmyndir og að gleyma aldrei hjálminum á hjólinu. Að lokum lék Lalli Töframaður listir sínar fyrir viðstadda sem skemmtu sér konungslega áður en aðstandendur verkefnisins, ráðherrar, lögreglustjóri, nemendur, starfsfólk og aðrir gestir gengu verkefnið formlega af stað