Efst á síðu
Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hér eru þeir skólar sem hafa skráð sig til leiks. Ef smellt er á nafn skólans má skoða þeirra lýsingu á hvað ætlunin er að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum.

Skráning 2022
Nafn skólaTengill á heimasíðu skólans
Árbæjarskólihttps://arbaejarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hvatningapóstur til foreldra Umsjónakennarar halda utan um skráningu um ferðamáta Nemendur í 1.- 7. bekk fara í göngutúr 1-3 x í viku með umsjónarkennara (ganga "míluna") - gert til að auka hreyfingu, hóphefli, útivera. Niðurstöður teknar saman og yfirlit útbúið. Verkefnið stendur yfir í 2 vikur, endar 7. október. Ekki alveg komið á hreint hvort við gerum eitthvað sérstakt þann 5. október (er í vinnslu).

Grunnskólinn í Stykkishólmihttps://grunnskoli.stykkisholmur.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við erum að merkja við þar sem bekkurinn sem gengur oftast í skólann fær sundlaugarpartý, einnig eru allir bekkir að vinna plagöt (auglýsingu) þar sem kveikjan er hvers vegna er gott að ganga í skólann.

Breiðagerðisskólihttps://breidagerdisskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við ætlum að reyna ganga í auknum mæli í vinnuna næsta mánuðinn.

Rimaskóliwww.rimaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur til að ganga í skólann, fara vikulega í göngutúr og plokka í leiðinni og reikna út sameiginlegar vegalengdir sem verða gengnir.

Leik- og grunnskóli Borgarfjarðar eystrahttps://www.borgarfjordureystri.is/is/samfelagsvefur/grunnskoli/forsida-grunnskolans

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Gönguferð þann 10. eða 14. október. Miðum við að gönguferð hefjist um kl. 8:10 og ljúki um hádegið. Ekki hefur verið fastsett nákvæmlega hvert verður gengið en það verður í nágrenni Borgarfjarðar eystra.

Hvolsskólihttp://hvolsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvolsskóla gengur á fjöll á hverju hausti. 10 tindar sem allir nemendur fara á séu þeir alla sína skólagöngu í Hvolsskóla. Allar íþróttir eru úti í ágúst og september. Farið er víða gangandi og/eða hlaupandi. Einnig er útikennsla á öllum stigum. 1x80 mínútur á viku á yngsta og mið- stigi. Ýmiskonar hreyfing er í vali á elsta stigi sem byggir á göngu og hreyfingu, eins og til dæmis golf. Sem heilsueflandi grunnskóli er mikið talað fyrir göngu sem hollri hreyfingu og nemendur hvattir til þess að ganga til og frá skóla, hafi þeir kost á því. Í Hvolsskóla koma samt sem áður nærri því helmingur nemenda til skólans með skólabílum.

Myllubakkaskóliwww.myllubakkaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Við ætlum að hvetja alla bæði starfsmenn og nemendur að ganga í skólann á meðan á átakinu stendur og að sjálfsögðu reyna að gera það að rútínu hjá sem flestum. Einnig ætlum við að reyna að brjóta upp hefbundna kennslu með ýmsum uppákomum og fjöri.

Árskóliarskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að ganga eða hjóla í skólann, auk þess sem allir nemendur og starfsmenn ganga Míluna a.m.k. vikulega.

Álftamýrarskólialftamyrarskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk til þess að ganga /hjóla í skólann.

Stóru-Vogaskólihttps://www.storuvogaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Skólinn ætlar að hvetja nemendur sem og starfsfólk til þess að leggja bílnum og ganga eða nota annan virkan ferðamáta til að koma sér til og frá skóla. Umsjónakennarar hvetja nemendur til að auka hreyfingu. Starfsfólk verður hvatt til að stunda göngur og eru amk 2 fjallgöngur á plani.

Þjórsárskólihttps://thjorsarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Þar sem þetta er sveitaskóli og flestir nemendur koma með skólabíl ætlum við að nýta frímínútur til þess að ganga, útbúa leið sem nemendur geta gengið eða hlaupið. Einnig ætlum við að hafa hjóladag 15. og svo förum við í landgræðsluferð þar sem við gögnug að staðnum þar sem landgræðsluvinnan fer fram.

Höfðaskólihttps://www.hofdaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur til að koma gangandi í skólann ef ekki þá hjólandi, þeir sem það geta, stefnt að því að minnka bílaumferð í kringum skólann í byrjun og lok dags.

Giljaskóligiljaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Nemendur hvattir til að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla. Hvatningarpóstur til foreldra. Miðstig skólans tekur þátt í strætóskólanum. Skráning á ferðamáta.  

Grunnskóli Reyðarfjarðarhttps://www.grunnrey.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 • Útivistardagur5 september. Nemendur í 1. - 3. bekk fóru í gönguferðir í okkar dásamlegu náttúruperlu umhverfis bæinn okkar. 4. bekkur gekk Eyrarhjalla, gamla veginn út með firðinum sunnanmegin og 6. bekkur gekk Staðargarð, gamla þjóðleið milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. 5. bekkur heimsótti að venju Steinasafn Petru á Stöðvarfirði en unglingarnir í 7. - 10. bekk gengu Oddskarð, gamla veginn yfir skarðið og niður Oddsdal að Skuggahlíð. • Ólympíuhlaup 8 september. Við hlaupum úti, allir saman frá 1 til 10 bekk í góðu veðri. Það eru í boði að hlaupa 2,5 km, 5 km og 10 km. Krakar fá vatn og banana bita á leiðinni. • Skráning í siðustu viku af Göngum í skólann. Sá bekkur sem er duglegastur að “ganga “ í skólann fær gullskóinn í verðlaun. • Útikennsla. • Gróðursetning í September allir saman.

Vogaskólihttps://vogaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hjá okkur í Vogaskóla er keppni á milli árganga á yngsta- og miðstigi. Skráning verða í gangi í tvær vikur og sá árgangur sem verður með hlutfallslega flestar skráningar hreppir gullskóinn. Einnig hittast vinabekkir á tímabilinu og ganga/hlaupa saman skólahringinn.

Grunnskóli Grindavíkurhttps://www.grindavik.is/grunnskolinn

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur til að ganga í skólann, t.d. með tölvupóstum og fréttabréfum. Auglýsa á heimasíðu og vonandi birta myndir.

Lágafellsskólihttp://www.lagafellsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við hvetjum nemendur til að nýta virkan ferðamáta. Ýmsir árgangar halda utan um ferðatilhögun til og frá skóla og vinna með það tengt stærðfræði.

Glerárskólihttps://glerarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur og starfsfólk til að koma á vistvænan hátt í skólann og heim m.a.

Vopnafjarðarskóliwww.vopnaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við ætlum í Ólympíhlaup ÍSÍ, fara í hinar árlegu haustferðir sem eru fjallgöngur. Einnig leggjum við áherslu á útiíþróttir hluta tímans og útivist er á stundatöflu einu sinni í viku hjá öllum bekkjum. Þetta eru bara nokkrar af þeim hugmyndum sem við stefnum að á þessu tímabili.

Melaskólihttps://melaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Setning verkefnisins fer fram í Melaskóla og ætlum við að hvetja alla nemendur skólans til að ganga í skólann.

Bíldudalsskóliwww.bildudalsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Ganga eða fara á hlaupahjóli, reiðhjóli í skólann. Reyna eftir fremsta megni að koma ekki keyrandi. Nemendur á mið- og unglingastigi ætla að skrá á hverjum degi hvernig þeir koma í skólann.

Klébergsskólihttps://klebergsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við erum með samveru á sal tengda átakinu, skólahlaup og sjávargöngur þar sem nemendur ganga 1,6km á dag.

Norðlingaskólihttps://nordlingaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Að hvetja nemendur og fjölskyldur í hverfinu til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Að fræða nemendur um ávinning reglulegrar hreyfingar sem og umferðarreglur. Að leitast við að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólanum og nærumhverfi skólanns.

Borgarhólsskóliwww.borgarholsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Auglýsa upphaf verkefnisins. Standa að bíllausum degi í bænum enda alltaf gott veður á Húsavík. Stuðla að samtali við yfirvöld um gönguleiðir til skóla og milli skóla og sundlaugar sem er smá spölur í labbi. Hvetja starfsfólk til að ganga/hjóla. Hvetja til hjálmanotkunar.

Hofsstaðaskólihttp://hofsstadaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við upplýsum foreldra og nemendur um að skólinn sé þátttakandi í verkefninu Göngum í skólann. Hvetjum nemendur að ganga eða hjóla í og úr skóla. Höfum alltaf verið þátttakendur í verkefninu og í tilefni þess verið með skemmtilega ,,uppákomu" einn dag á meðan átakinu stendur. Ekki er búið að ákveða hvað verður gert í ár.

Áslandsskóliaslandsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við setjum smá keppni í gang milli árganga í deildum. Eftir að göngum í skólann er lokið þá fá þeir árgangar sem gengu flesta dagana gullskó til varðveislu út veturinn. Athöfnin fer fram á sal

Öldutúnsskólihttps://www.oldutunsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja starfsfólk og nemendur til að ganga til vinnu og í skóla. Hvetja kennara að fara með nemendur sína í göngu um hverfið og nýta náttúruperlur í umhverfinu.

Grandaskóligrandaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur til að koma fyrir eigin krafti í skólann. Átak sett á stað í kringum Göngum í skólann. Eftir að hafa tekið þátt í nokkur ár hefur skapast stemmning fyrir aukinni útivist nemenda á skólatíma. Hefur verið ákveðið að fara út á hverjum degi í göngutúra um hverfið.

Grunnskólinn á Hólmavíkhttp://www.strandabyggd.is/grunnskolinn/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur og starfsfólk til þess að nota virkan ferðamáta í skólann, hvort sem er gangandi eða hjólandi. Þá verðum við einnig með lítinn viðburð í kringum Ólympíuhlaupið þar sem foreldrum og öllum þorpsbúum er boðið að koma og taka þátt.

Stekkjaskólihttps://stekkjaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við í Stekkjaskóla ætlum að fara yfir öruggar göngu- og hjólaleiðir í skólann og líka hvað mætti bæta á þeim leiðum. Við munum einnig skoða valinn myndbönd af vefnum umferd.is ásamt því að vera með sérstaka áherslu á því að ganga eða hjóla í skólann einhvern tímann á meðan á átakinu stendur. Við munum síðan enda þetta á því að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ.

Grunnskóli Drangsness www.drangsnes.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Ganga til og frá skóla, fara í gönguferðir um svæðið ásamt fleiru.

Víkurskólivikurskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Auka útikennslu og útivist. Hafa auka hreyfingu þrisvar í var í viku 15 mínútur í senn. Hvetja foreldra sem geta að ganga eða hjóla með börnum sínum í skólann.

Hamraskóli www.hamraskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við förum í göngutúra

Patreksskóliwww.patreksskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur og starfsfólk til að ganga í skólann. Setja upp dagatal til að merkja við.

Njarðvíkurskóli https://www.njardvikurskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

  Við ætlum að hefja verkefnið á ólympíuhlaupi ÍSÍ og hvetja nemendur til að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla. Við munum bjóða yngstu nemendum okkar upp á umferðafræðslu í samstarfi við lögregluna og hvetja kennara til að brjóta upp hefðbunda kennslu með vettvangsferðum og hreyfingu.

Furuskógurhttps://furuskogur.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Deildin Grenilundur hefur mjög oft tekið þátt í þessu verkefni og haft gaman af því. En nú erum við ekki í okkar húsnæði vegna myglu og þá er lengra í skólann en við ætlum samt að taka þátt því þetta verkefni hefur skapað miklar umræður

Vesturbæjarskólihttps://vesturbaejarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Ýmislegt í útikennslu og vekja foreldra til umhugsunar  

Breiðholtsskólahttps://breidholtsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 1x viku ætlar hver bekk að fara út í göngutur um hverfið. Þeas utan íþróttatíman.

Borgaskóla https://borgaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Allir nemendur hvattir til að nota virkan ferðamáta til og frá skóla. Foreldrar upplýstir um verkefnið. Kennarar fara í gönguferð um næsta nágrenni skólans og benda á öruggar gönguleiðir nemenda í skólann. Nemendur merkja sína gönguleið í skólann á kort og teikna myndir. Keppni milli árganga um hlutfallslega besta árangur í verkefninu Göngum í skólann.

Hvaleyrarskólihttps://www.hvaleyrarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Við í Hvaleyrarskóla ætlum að hvetja nemendur og starfsfólk til þess að nota virkan ferðamáta í og úr skóla og vinnu. Þar má t.d. nefna hvatningu til kennara að fara í göngutúr með bekkinn, nemendur á yngsta stigi teikna myndir af sér á leið í skólann og hengja upp og boðið verður upp á hafragraut með ýmsu tilheyrandi út á þegar verkefninu lýkur.  

Sandgerðisskóliwww.sandgerdisskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Allir bekkir ætla að taka þátt og skrá niður fjölda nemenda sem ganga/hjóla í og úr skóla. Skólinn ætlar að vera með hreyfingu í öllum bekkjum á hverjum degi, útiveru, útileiki, skokk og annað því um líkt. Nemendur unglingastigs ætla einnig að taka þátt í friðarhlaupinu í annarri viku verkefnsins. Göngum í skólann verkefnið endar svo á Heilsuviku Suðurnesjabæjar, þar sem skólinn tekur þátt í Ólympíuhlaupi ÍSI, er með fótboltakeppni, litaboltakeppni, hugleiðslu og sérstakar kynningar á sal um hvaða íþróttir eru í boði í sveitarfélaginu og mikilvægi hreyfingar. Þorgrímur Þráins heimsækir okkur líka í vikunni og er með erindi um að vera ástfangin af lífinu fyrir unglingastig. Í fyrra fengum við stelpur úr íslenska landsliðinu í fótbolta í heimsókn og erum enn að skoða hvaða erindi við ætlum að fá þetta árið.

Grunnskóli Húnabyggðar (vinnuheiti, ný sameinaður Blönduskóli og Húnavallaskóli)https://www.blonduskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Skár niður á skráningar blöð hvernig nemendur og starfsfólk fer í og úr skóla. Svo er hægt að vinna úr niðurstöðunum (t.d. hvaða bekkur var duglegastur, munur á strákum og stelpum, munur á stigum o.s.frv.) Keppt um gullskóinn. Allir í stutta gönguferð/hjólaferð Ýmis önnur verkefni – mismundi eftir stigum og kennurum – frjálst val kennara Fjölskyldu gönguferð – Foreldrar, starfsfólk og nemendur fara saman í gönguferð.

Grunnskólinn í Þorlákshöfnhttps://www.olfus.is/grunnskolinn

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við munum útbúa dagatal fyrir nemendur sem þau geta merkt í þegar þau "ganga í skólann". Einnig munum við hengja upp veggspjöld verkefnisins. Við munum biðja kennara að flétta verkefnið inn í kennslu og í lokin munum við loka verkefninu með léttri uppákomu.

Grenivíkurskólihttps://www.grenivikurskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hvetja nemendur og starfsfólk til að nota virkan ferðamáta í skólann. Miðstig mun útfæra og sjá um keppni á milli bekkja og starfsmanna.

Álftanesskóli www.alftanesskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Störtum átakinu með sameiginlegri gönguferð allra nemenda og starfsfólks þann 7. september. Kennarar verða hvattir til göngu og útiveru með nemendum í september.

Heiðarskóli Reykjanesbæwww.heidarskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Nemendur fá stig fyrir hvern dag sem þeir taka þátt og keppa um hvaða bekkur nær hæsta þátttökuhlutfalli. Einnig geta bekkir fengið 5 aukastig ef þeir fara saman í göngutúr.

Foldaskóliwww.foldaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja til vistvæns fararmáta í skóla, vinna með þætti sem tengjast umhverfi, umferð og hreyfingu. Tökum t.d. þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ.

Selásskóliselasskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Verðum með frá 7.sept-5.okt. Sendum póst á forráðamenn til að virkja heimilin líka. Áhersla skólans í ágúst og september er útikennsla svo þar koma göngur inn og fjölbreytt útivera. Skráning er í hverjum bekk um hver notar virkan ferðamát þetta tímabil og keppt er um "Gullskóinn" sem vinningsbekkur fær að hafa í sinni stofu eftir afhendingu.

Ártúnsskólihttps://artunsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Við í Ártúnsskóla ætlum að taka þátt nú sem endranær og ætlum að hvetja nemendur til að ganga í skólann. Fyrstu dagana í verkefninu ætlum við starfsmenn að vera úti á bílaplani þegar nemendur mæta í skólann og biðja forráðamenn sem eru að aka nemendum í skólann að koma ekki inn á bílastæðið heldur nota sleppistað við hringtorgið. Með því skapast aukið öryggi fyrir gangandi vegfarendur við skólann því að á bílastæðinu skapast oft hætta þegar bílaumferð er mikil 

Hríseyjarskólihttps://hriseyjarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Auk þess að ganga í skólann alla daga ætlum við að bjóða upp á daglegar gönguferið eftir skóla. Að minnsta kosti einn kennari með á hverjum degi nema fös, lau og sun. Síðasta dags átaksins förum við saman í gönguferð sem kallast "Litli hringurinn" hér í eyjunni og foreldrum boðið að koma með.

Engjaskólihttps://engjaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Nemendur munu í 3 vikur skrá hvernig þeir mæta í skólann. Nemendur verða hvattir til að nota virkan ferðamáta þ.e. ganga eða hjóla. Sá árgangur sigrar mun fá afhentan "Gull skóinn" til varðveislu út skólaárið.

Sunnulækjarskólihttps://sunnulaek.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að nota virkan ferðamáta í skólann með hvatningapóstum og fræðslu. Byrjum þetta strax með Ólympíuhlaupinu og ætlum að reyna að kanna hvort að yngsta stigið myndi vilja vera með umferðafræðslu fyrir nemendur einhverja þessa daga.

Grundaskóli https://www.grundaskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Í Grundaskóla er alltaf keppni á milli árganga um gullskóinn. Sá árgangur sem kemur oftast gangandi eða á hjóli í skólann vinnur gullskó, einnig erum við með skólahlaup og ýmislegt fleira.

Akurskoliww.akurskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Fara í gönguferð með nemendum, fara yfir umferðaröryggi. Keppt um gullskóinn á hverju stigi. Sá árgangur sem labbar oftast í % talið yfir þessar 3 vikur.

Oddeyrarskólioddeyrarskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Nemendur og starfsfólk verða hvött til að notast við virkan ferðamáta. Dagleg skráning fer fram meðal nemenda og starfsfólks skólans.

Brekkubæjarskóli hjorvar@brak.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Allir árgangar fá skráningarblað sem búið er að útbúa. Það verður síðan talið einu sinni í viku hverjir notan virkan ferðamáta. Við höldum keppni innan skólans og sá árgangur sem vinnur fær farandsbikar.

Kópavogsskóliwww.kopavogsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja öll börn til að ganga í skólann og hvetja foreldra til að nota bílinn minna meðan veður er gott.

Fossvogsskólihttps://fossvogsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

*  Hvatningarpótur fer á öll heimilli einu sinni í viku og foreldrar hvattir til að senda börn sín gangandi eða hjólandi í skólann allan september. * Nemendur skólans munu fara svokallaðan Fossóhring(utan íþróttatíma) amk einu sinni í viku á meðan verkefnið stendur yfir. * Hvetja kennara til að ganga eða hjóla í skólann *

Lindaskólihttps://lindaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Veita gull og silfurskóinn

Lækjarskólihttps://www.laekjarskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hvetja nemendur og starfsfólk skóla til þess að ganga í skólann. Hvetja foreldra yngstu barnanna til þess að kynna gönguleiðir í skólann fyrir sínum börnum. Kennarar fara með nemendur í gönguferðir um nærumhverfi skólans.

Grunnskóli Vestmannaeyjagrv.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Vera með skólahlaup. Sinna umferðarfræðslu. Gönguferðir með skólavinum.

Kerhólsskólihttps://www.kerholsskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Meiri hluti nemenda er keyrður í skólann, það verður tekin heil vika (19-23. sept) þá fara allir í göngutúr og umsjónakennarar verða með yfirumsjón á göngum hjá sínum nemendum.

Hvassaleitisskóliwww.hvassaleitisskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Ætlum að hvetja nemendur til þess að ganga í skólann, skrá hverjir ganga og í lokin mun farandbikarinn gullskórinn vera afhentur.

Sjálandsskóliwww.sjalandsskoli.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

  Við ætlum að hvetja nemendur til að ganga í skólann og vinna verkefni því tengdu. Eitt verkefnið verður að finna út hversu langt samtals bekkurinn gengur í skólann á hverjum degi. Í útikennslu verður farið í að finna öruggustu leiðina í skólann með þeim yngstu. Við stefnum líka að því að fara í göngutúr saman allur skólinn á tímabilinu.

Laugarnesskólihttps://laugarnesskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við ætlum að hvetja alla til að hjóla, ganga eða koma að eigin afla í skólann. Nemendur skrá dagana sem þau gera þetta og bekkir sem meiri hluta (3/4) koma að eigin afla fá viðurkenningu. Nemendur sem eru í umhverfis- og heilsueflandi teymi skoða skráningablöðin og afhenda viðurkenningarspjöldin.

Grunnskóli Seltjarnarnesshttp://grunnskoli.seltjarnarnes.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Setja af stað átakið "Göngum í skólann" - alltaf gert haust og vor. Hvetja starfsfólk til að koma gangandi eða hjólandi í skólann.

Leikskólinn Goðheimarhttps://godheimar.arborg.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Erum ekki alveg búin að ákveða hvernig við útfærum verkefnið en erum komin með nokkrar hugmyndir. Ætlum að tileinka verkefninu a.m.k. einn dag þar sem við hvetjum alla sem geta til þess að koma gangandi eða hjólandi í leikskólann og fáum vonandi heimsókn frá lögreglunni. Við ætlum að tengja námið við umferðaröryggi og umhverfisvernd og munum senda fróðleik til foreldra og starfsfólks á meðan verkefninu stendur, t.d. hugmyndir að hreyfingu, upprifjun á umferðarreglum, lista yfir það sem ber að varast á leið í leikskólann, lista upp kosti þess að ganga/hjóla leikskólann og ýmislegt annað. Einnig munum við hengja upp veggspjöld með sama fróðleik víðsvegar um leikskólann.

Stapaskólihttps://www.stapaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Kynningarbréf sent til foreldra og samstarfsfólks. Umsjónakennarar merkja við í 2 vikur hvort nemendur nota virkan verðamáta. Setja upp auglýsingar um göngum í skólann – meiri hvatning – sýnilegra.

Tálknafjarðarskólihttps://talknafjardarskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur til að koma gangandi eða hjólandi í skólann og merkja við hvern nemanda hvernig hann kemur. Telja síðan saman kílómetrana og reyna að gera betur en síðast.

Húsaskólihttps://husaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Fá foreldra með í verkefnið.

Grunnskólinn á Þórshöfnhttps://grunnskolinn.com/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Allir nemendur eru hvattir til að koma á eigin afli (ganga eða hjóla) í skólann. Þátttaka í bekkjum er skráð niður daglega, við reynum að hafa þetta hvetjandi án þess að þetta sé keppni á milli bekkja en þó eru tölur teknar saman í lokin og þá kemur í ljós hverjir voru duglegastir. Skólabílar stoppa á ákveðnum stað í miðbænum og þaðan ganga nemendur, með því fá allir tækifæri til að taka þátt. Lokadaginn, 5.október mun Kjörbúðin gefa hverri bekkjareiningu ávaxtakörfu þar sem finna má bæði þessa helstu ávexti sem við þekkjum en einnig nokkra framandi ávexti.

Leikskólinn Undralandundraland.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hvetja foreldra til að taka þátt. Fara yfir umferðarreglur og vera dugleg að ganga um umhverfi skólans. Birta áskoranir og fréttir í frettabréfi skólans og á heimasíðunni.  

Víðistaðaskólihttps://www.vidistadaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Ekki fast ákveðið, en við stefnum að því að hafa keppni milli deilda um ''Gullskóinn,,

Seyðisfjarðarskóli https://seydisfjardarskoli.sfk.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Hefð er fyrir því að allir nemendur skólans hefji verkefnið á að fara saman í gönguferð um bæinn. Göngudagur er skráður á skóladagatali skólans og fara þá allir nemendur í lengri gönguferðir. Yngri nemendur fara í dagsferðir innan fjarðar en eldri nemendur ganga yfir í Loðmundafjörð þar sem þeir gista.

Reykhólaskólihttps://www.reykholar.is/skoli/frettir/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Farið verður í fjallgöngu, aukin útikennsla, íþróttatímar úti, skólabílar stoppa lengra frá skóla og nemendur í þorpinu hvattir til að ganga.

Grunnskóli Grundarfjarðar grundo.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur og starfsfólk að nota virkan ferðamáta þennan mánuð sem átakið er. 7.bekkur mun útfæra og sjá um keppni á milli bekkja og starfsmanna.

Waldorfskólinn Lækjarbotnumwww.waldorfskolinn.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Nemendur ganga frá afleggjara Suðurlandsvegar/Lækjabotna að skólanum. Leiðin er 1 km. Allir árgangar 1.-10.bekkur munu ganga 4 daga vikunnar á tímabilinu.

Grunnskóli Hornafjarðarhttps://gs.hornafjordur.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Við erum alltaf dugleg að hvetja nemendur í að ganga eða hjóla í skóla (nýta sér virkan ferðamáta) Þegar að göngum í skólan hefst hefjum við keppni um gull og silfurskóinn. Sú keppni stendur í 2 vikur og síðan tökum við saman hvaða bekkur var duglegastur að nýta sér virkan ferðamáta. Kennari byrjar morguninn á því að spyrja nemendur hverjir komu gangandi, hjólandi, í bíl og svo framvegis. Við erum mikið að vinna með það að minka rafhlaupahjólanotkun því okkur finnst hún ekki eiga heima hjá svona ungum krökkum. Því telst það ekki með ef nemendur koma á rafhlaupahjóli, það er eins og að láta skutla sér. Vegalengdir hér eru stuttar og ætti það ekki vera neitt mál fyrir nemendur að hjóla eða labba.

Grunnskólinn á Þingeyrihttp://grthing.isafjordur.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Hvetja nemendur og starfsfólk til virks ferðamáta til og frá skóla. Fara yfir umferðarreglur. Taka af reglu um að ekki megi hjóla á milli íþróttahúss og skóla. Búa til keppni um "gullskóinn" milli skólastiga og fl. skemmtilegt sem kennarar/nemendur fá hugmyndir að. Gönguvika-hver námshópur gengur dali spurning að elsta stig gangi Kaldbak sem er hæðsta fjall Vestfjarða.

Síduskólihttps://www.siduskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

Átakið Göngum í skólann hefst 7.september með gönguferð. Markmiðið með átakinu er að fá nemendur til að nýta sér virkan ferðamáta á leiðinni í og úr skóla. Kennarar munu halda utan um hlutfall nemenda sem nýta sér virkan ferðamáta á því tímabili sem átakið stendur yfir og myndast skemmtileg stemning í kringum það innan skólans. Við hvetjum alla til þess að nýta átakið og þá umræðu sem skapast þennan mánuðinnt til að ræða við börnin t.d. um mikilvægi hreyfingar, umhverfisvænan ferðamáta og umferðaröryggi og fara öruggustu leiðina í skólann með yngstu börnunum.

Grunnskólinn á Ísafirðigrisa.is

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Fjallgöngur fyrir alla árganga og umferðaröryggisfræðsla

Salaskóli https://salaskoli.is/

Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :

 Við ætlum að hafa Gull, Silfur og bronsskó í boði fyrir þá bekki sem ganga oftast/ mest. Við stefnum á að hafa samhliða þessu verkefni Ólympíuhlaup ÍSÍ sem allur skólinn tekur virkan þátt í.

Heim
  • Forsíða
  • Skráning
  • Skráðir skólar
  • Sendu okkur
    • Myndir
    • Myndbönd
    • Frásagnir
  • Um GÍS
    • Að taka þátt
    • Ýmislegt gagnlegt
    • Árin
    • Fréttir
    • Hafa samband
  • Umferð.is
  • Heilsuefling
Efst á síðu
  • Þú ert hér:
  • Forsíða
  • Skráðir skólar
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík
Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi