Efst á síðu
Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hugmyndir frá Grundaskóla á Akranesi

18.08.2015

Göngum í skólann 2014

Á skólasetningu var farið yfir mikilvægi þess að nota virkan ferðamáta.  Ganga eða hjóla í skólann.  Einnig var sagt frá þeirri hættu sem það getur skapað þegar margir eru að keyra inn á bílastæði og hleypa börnum sínum þar út úr bílum og bakka svo út aftur.  Fólk var hvatt til þess að ganga með börnum sínum í skólann þar sem farið er yfir öruggustu leiðina í skólann og bent á að sú leið er ekki alltaf sú stysta.   

Á tímabilinu sem verkefnið varði sendum við nokkuð reglulega tölvupósta til foreldra og settum hvatningu og upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu okkar. Fólk var þannig hvatt til að nota virkan ferðamáta og taka þátt í verkefninu með okkur í allan vetur.  Á þess tímabili voru ýmiskonar verkefni unnin þar sem umferðarfræði var samþætt öðrum námsgreinum.  Lengri og styttri hjóla- og gönguferðir og norræna skólahlaupið svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar kannanir voru gerðar þessa daga m.a. hvernig nemendur og starfsfólk koma til skóla/vinnu, notkun hjálma, hvernig fólk fer yfir götu, hvort fólk fari eftir umferðarreglum og fl.

Þann 8. október, á alþjóðlega „Göngum í skólann“ deginum, fóru allir nemendur og starfsfólk skólans saman í 30 mínútna göngutúr í hádeginu í tilefni dagsins. Við pöruðum saman eldri nemendur með þeim yngri þar sem við höfðum verið með mikla samvinnu í hinum ýmsu þemaverkefnum tengdum verkefninu milli yngri og eldri nemenda síðustu vikurnar og var þetta flottur endapunktur á þeirri vinnu. Á þessari slóð má sjá myndskeið frá göngunni:

https://www.youtube.com/watch?v=xbgjjCoIXPQ&feature=youtu.be

Þemaverkefnið Umferð og hreyfing, aukum virkan ferðamáta

Dagana 6. – 8. október vorum við með þemadaga sem við kusum að kalla „Umferð og hreyfing“ aukum virkan ferðamáta. Lokapunktur þess verkefnis var síðan sameiginleg ganga allra nemenda og starfsmanna 8. október. 

Hér má sjá afrakstur þemavinnunnar.  Einnig má finna myndir og hugmyndir að verkefnum á Facbook síðunni „umferðarvefurinn“.

Áhugasamir eru velkomnir að hafa samband ef þeir vilja fá nánari útfærslu á þemadögunum.

Með kærri kveðju fyrir hönd Grundaskóla
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

Til baka

Fréttasafn

Fréttasafn

2022

Janúar, Ágúst, September, Október.

2021

Ágúst, September, Október, Desember.

2020

September, Október.

2019

Ágúst, September, Október, Desember.

2018

Ágúst, September, Október.

2017

Ágúst, September, Október, Nóvember.

2016

Ágúst, September, Október.

2015

Júlí, Ágúst, September, Október.

Heim
  • Forsíða
  • Skráning
  • Skráðir skólar
  • Sendu okkur
    • Myndir
    • Myndbönd
    • Frásagnir
  • Um GÍS
    • Að taka þátt
    • Ýmislegt gagnlegt
    • Árin
    • Fréttir
    • Hafa samband
  • Umferð.is
  • Heilsuefling
Efst á síðu
  • Þú ert hér:
  • Forsíða
  • Um GÍS
  • Fréttir
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík
Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi