Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum setti Göngum í skólann í 10. sinn í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Akurskóla í Reykjanesbæ. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Nemendur sungu skólasönginn fyrir gesti. Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ávarpaði nemendur og hvatti þá til þess að ganga eða nýta sér virkan ferðamáta og huga að umferðaröryggi.Sjá nánar06.09.2016 15:47
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur Göngum í skólann í tínunda sinn á morgun, miðvikudaginn 7. september í Akurskóla í Reykjanesbæ. Göngum í skólann er verkefni ætlað grunnskólabörnum. Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að ganga eða nýta virkan ferðamáta til og frá skóla. Sjá nánar05.09.2016 14:46
Áfram verður opið fyrir skráningar í Göngum í skólann 2016. Hægt verður að skrá sig til leiks á meðan á verkefninu stendur eða til 5. október. Sjá nánar