Göngum í skólann fer fram um allt land þessa dagana. ÍSÍ hvetur starfsfólk skóla, foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs. Skráning í Göngum í skólann er í fullum gangi en nú þegar hafa 75 skólar skráð sig til þátttöku í verkefninu. Hægt er að skrá skólann til þátttöku hér á vefsíðu verkefnisins þar til 7. október sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn. Sjá nánar25.09.2020 14:42
Íþróttavika Evrópu hófst þann 23. september síðastliðinn og stendur til 30. september.
Í tilefni af því eru tveir leikir á samfélagsmiðlum í gangi en annarsvegar er Instagram myndaleikur þar sem allir eru hvattir til þess að hreyfa sig, taka mynd og birta á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #beactiveiceland. Hinsvegar er TikTok dansáskorun í gangi en allir eru hvattir til þess að læra BeActiveIceland dansinn á TikTok, birta hann og nota myllumerkið #beactiveicelandSjá nánar21.09.2020 10:47
Þann 23. – 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu (#BeActive) víðsvegar um Evrópu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk frá Erasmus+ styrktarkerfinu til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að hvetja Evrópubúa til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi og eru allir hvattir til þess að finna sér hreyfingu við hæfi. Sjá nánar16.09.2020 13:13
Það er gaman að fá frásagnir og myndir frá því sem fer fram í grunnskólum landsins í tilefni af Göngun í skólann verkefninu. Nýverið sendi Rimaskóli inn stutta frásögn og myndir með: Sjá nánar10.09.2020 14:18
Göngum í skólann fer vel af stað en alls eru nú 70 skólar skráðir til leiks í verkefninu. Þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir og frásagnir af því sem fer fram í skólunum í tilefni af Göngum í skólannSjá nánar02.09.2020 13:00