Okkur hafa borist þónokkrar frásagnir af því sem hefur verið gert í tilefni af Göngum í skólann. Hér eru nokkrar skemmtilegar. Sjá nánar12.09.2019 13:45
Göngum í skólann verkefnið fer vel af stað en alls 73 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu.
Víkurskóli sendi nýlega inn frásögn og myndir á vefsíðu verkefnisins en þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda myndir, frásagnir og/eða myndbönd af verkefninu.Sjá nánar04.09.2019 11:52
Göngum í skólann var sett í Hofsstaðaskóla í Garðabæ í morgun að viðstöddum góðum gestum. Hafdís B. Kristmundsdóttir skólastjóri byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Þráinn Hafsteinsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ tók síðan við og flutti stutt ávarp og stjórnaði dagskrá. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, flutti skemmtilegt ávarp þar sem hún kenndi viðstöddum 3 tákn á táknmáli, göngum, skóli og heim, en það vakti mikla lukku.Sjá nánar02.09.2019 14:46