Í tilefni af hinum alþjóðlega degi Göngum í skólann stóð Hofstaðaskóli fyrir skópartý sem heppnaðist stórvel. Nemendur komu með mörg hundruð skópör sem gefnir voru í Fjölskylduhjálp Ísland. Þá fór Þjórsárskóli í góðan göngutúr og fjallgöngu á Skaftholtsfjall.Sjá nánar09.10.2017 11:07
Nemendur og starfsfólk í Langholtsskóla hefur verið öflugt á meðan á Göngum í skólann stendur og farið um víðan völl. Þá var hinn árlegi gullskór veittur duglegasta bekknum í Glerárskóla.Sjá nánar04.10.2017 08:58
Í dag, 4. október, þá er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn og markar hann leiðarlok verkefnisins þetta árið. Vonandi hefur allt gengið vel í þeim fjöldamörgu viðburðum sem farið hafa fram í grunnskólum um allt land og þökkum við kærlega fyrir þátttökuna.Sjá nánar03.10.2017 11:17
Margir skólar standa fyrir skemmtilegum verkefnum í tengslum við Göngum í skólann og virkan ferðamáta. Húsaskóli og Breiðagerðisskóli deildu með okkur þeim flottu verkefnum sem þeir stóðu fyrir. Þá er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn á morgun og með því lýkur verkefninu þetta árið.Sjá nánar27.09.2017 08:34
Norræna skólahlaupið fór fram á Suðureyri sem hluti af sérstöku tveggja vikna Göngum í skólann átaki þar. Þá var öllum börnum í 1. og 2. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar afhent endurskinsvesti til eignar í tilefni af Göngum í skólann. Sjá nánar25.09.2017 08:05
Grunnskólinn í Vestmannaeyjum setti Göngum í skólann af stað með hópefli hjá vinabekkjum skólans og ávaxtastund. Húsaskóli fór í rannsóknarferð í grenndarskóg og tóku plankaáskorun.Sjá nánar23.09.2017 07:02
Í dag hefst Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) og stendur hún yfir til 30. september. Hún verður ræst með Hjartadagshlaupinu sem hefst í dag kl.10:00 á Kópavogsvelli. Margir viðburðir verða á meðan á Íþróttavikunni stendur og er markmiðið með vikunni að kynna íþróttir og hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingaleysi meðal almennings.Sjá nánar21.09.2017 08:00
Á morgun 22. september er bíllausi dagurinn en með honum lýkur Evrópskri Samgönguviku. Ýmislegt er í gangi af því tilefni og frítt verður í strætó. Þá er gott að hafa umferðarreglurnar á hreinu og hægt er horfa á myndbönd um umferðaröryggi frá Samgöngustofu.Sjá nánar20.09.2017 12:35
Núna um helgina hefst Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) og stendur hún yfir frá 23.-30. september. Göngum í skólann er hluti af því verkefni og markmiðin hin sömu varðandi hreyfingu og heilbrigðan lífstíl grunnskólabarna.Sjá nánar18.09.2017 12:02
Glerárskóli hefur gert víðreist og farið í margar gönguferðir innan Akureyrar í tilefni af Göngum í skólann 2017. Þá birtir BeActive glæsilegt myndband sem tekið var á setningarhátíðinni í Víðistaðaskóla þann 6. september.Sjá nánar14.09.2017 12:28
Mikil stemmning er meðal þátttakenda í Göngum í skólann 2017 og um allt land eru skólar að standa fyrir flottum verkefnum í tilefni af því. Í Grunnskólanum á Ísafirði var farið í árlega fjallgöngu og nemendur í Þjórsárskóla fóru í hjólaferðir um sveitir Suðurlands. Frábær framtak hjá flottum nemendum og starfsfólki.Sjá nánar12.09.2017 11:50
Í Dalskóla hófst átakið Göngum í skólann 2017 þann 1. september sl. þegar nemendur og kennarar gengu fylktu liði á Úlfarsfellið í mildu haustveðri. Þá fór Norræna skólahlaupið fram víða um land þann 8. september og var það formlega sett í Giljaskóla á Akureyri.Sjá nánar08.09.2017 14:09
Nemendur í Rimaskóla komu saman á sal þar sem Helgi Árnason skólastjóri fjallaði um mikilvægi hreyfingar, hollustu og heilbrigði. Að því loku gengu allir nemendur hollustuhring umhverfis skólann og nemendur í 6.bekk gerðu gott betur með hressandi fjallgöngu í blíðunni. Skráning hefur farið mjög vel af stað og heldur áfram fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi þann 4. október.Sjá nánar06.09.2017 11:55
Í morgun fór fram setningarhátíð Göngum í skólann 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þetta er í 11. skipti sem verkefnið fer fram. Mikil gleði ríkti og fluttu nemendur flott tónlistaratriði fyrir hátíðargesti áður en formleg gangsetning fór fram með góðum göngutúr um Víðistaðatún. Sjá nánar05.09.2017 06:03
Göngum í skólann 2017 verður sett hátíðlega af stað á morgun, miðvikudaginn 6.september, í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði með ávörpum og tónlistaratriðum. Þetta er í ellefta sinn sem verkefnið er ætlað grunnskólabörnum og markmið þess er að hvetja þau til að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla. Sjá nánar04.09.2017 13:36
Nú er skólastarfið komið á fullt skrið ásamt miklu lífi í félagsmiðstöðvum og íþróttastarfi hjá grunnskólabörnum um allt land. Því er mikilvægt að foreldrar og kennarar taki sér góðan tíma í að fara yfir umferðarreglurnar með hinum ungu vegfarendum og passi upp á að öryggisbúnaður sé í góðu lagi. Einnig er brýnt að reiðhjólaaðstaða á skólalóðum sé til staðar og að gangbrautir við skóla séu vel merktar.Sjá nánar25.08.2017 08:58
Opið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2017 og hefur skráning skóla farið vel af stað. Hægt verður að skrá sig til leiks á meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 4. október nk.Sjá nánar24.08.2017 09:59
Nú eru grunnskólar landsins teknir til starfa eftir sumarið og margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Við hvetjum foreldra til að fara vel yfir umferðarreglur með börnunum og ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í nálægð við skóla- og íþróttasvæði.Sjá nánar14.08.2017 14:42
Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í ellefta sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Sjá nánar