Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn var í gær og um leið var það síðasti dagur verkefnisins.Vonandi er allt búið að ganga vel hjá ykkur og vonandi hafið þið geta nýtt verkefnið í að auka vitund nemenda á að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla. Það er virkilega gaman er að sjá hversu margir skólar eru að fást við mörg skemmtileg verkefni í tengslum við Göngum í skólann.Sjá nánar23.09.2015 15:34
Vonandi gengur vel hjá ykkur að gera eitthvað gagnlegt og skemmtilegt í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum. Okkur langar að biðja ykkur um að vera dugleg að senda okkur efni hér í gegnum síðuna.Sjá nánar09.09.2015 11:27
Göngum í skólann var sett í 9. skipti í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri fluttu stutt ávörp og hvöttu þau nemendur til þess að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta á leið sinni í skólann. Sjá nánar08.09.2015 16:42
Göngum í skólann verður sett í Lágafellsskóla miðvikudaginn 9. september kl. 8:30. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla býður gesti velkomna, Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Ólöf Nordal innanríkisráðherra munu flytja stutt ávörp auk þess sem Ólöf opnar nýjan umferðavef Samgöngustofu. María Ólafsdóttir mun svo syngja nokkur lög áður en verkefnið verður sett með viðeigandi hætti þegar nemendur, starfsfólk og aðrir gestir fara af stað í stuttan göngutúr.Sjá nánar21.08.2015 10:51
Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í níunda sinn miðvikudaginn 9. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinniSjá nánar20.08.2015 22:51
Handbók verkefnisins er að finna undir "Göngum" og Handbók og bréf. Gott getur verið að fletta í gegnum handbókina til að frá hugmyndir að framkvæmd og skipulagi. Einnig eru þar að finna bréf sem gott er að nota til að hvetja foreldra/forráðamann og samstarfsfólk til þátttöku.
Sjá nánar20.08.2015 15:10
Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup og hjólabretti. Ávinningur er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staðaSjá nánar18.08.2015 22:28
Á tímabilinu sem verkefnið varði sendum við nokkuð reglulega tölvupósta til foreldra og settum hvatningu og upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu okkar. Fólk var þannig hvatt til að nota virkan ferðamáta og taka þátt í verkefninu með okkur í allan vetur. Á þess tímabili voru ýmiskonar verkefni unnin þar sem umferðarfræði var samþætt öðrum námsgreinum. Lengri og styttri hjóla- og gönguferðir og norræna skólahlaupið svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar kannanir voru gerðar þessa daga m.a. hvernig nemendur og starfsfólk koma til skóla/vinnu, notkun hjálma, hvernig fólk fer yfir götu, hvort fólk fari eftir umferðarreglum og fl.Sjá nánar12.08.2015 22:41
Lýðheilsustöð hafði frumkvæði að því að koma verkefninu á koppinn hér á landi. Frá upphafi hafa sömu aðilar verið bakhjarlar verkefnisins. Haustið 2007 var Göngum í skólann fyrst haldið hér á landi. Árið eftir tók svo Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að sér að leiða verkefnið áfram. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir hvar átakið hefur verið sett og fjölda þátttökuskóla ár hvert.Sjá nánar23.07.2015 10:49