Opið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2017 og hefur skráning skóla farið vel af stað. Hægt verður að skrá sig til leiks á meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 4. október nk.Sjá nánar24.08.2017 09:59
Nú eru grunnskólar landsins teknir til starfa eftir sumarið og margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Við hvetjum foreldra til að fara vel yfir umferðarreglur með börnunum og ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í nálægð við skóla- og íþróttasvæði.Sjá nánar14.08.2017 14:42
Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í ellefta sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Sjá nánar