Efst á síðu
Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann 2017 sett af stað í Víðistaðaskóla

06.09.2017

Í morgun fór fram setningarhátíð Göngum í skólann 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þetta er í 11. skipti sem verkefnið fer fram. Dagskráin hófst með því að Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri bauð alla velkomna og í kjölfarið fluttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar stutt ávörp þar sem þau lögðu áherslu á mikilvægi þess að nota virkan ferðamáta til og frá skóla og huga afar vel að umferðaröryggi ungra vegfarenda. 

 

Þá fluttu nemendur flott söngatriði við gítarundirleik og meðal áheyrenda í salnum voru prúðbúnir lögregluþjónar. Að lokinni tónlist og ræðuhöldum þá fór formleg gangsetning verkefnisins fram með táknrænum göngutúr nemenda, gesta, starfsfólks og samstarfsaðila um Víðistaðatún í dýrindis sól og blíðu.

Hægt er að sjá myndir frá setningarhátíðinni hér á myndavef ÍSÍ.

Þeir aðilar sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Göngum í skólann er einnig hluti af Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem fer fram vikuna 23.-30.september og #BeActive átakinu.

Almenningsíþróttasvið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar nemendum og starfsfólki Víðistaðaskóla kærlega fyrir glæsilegar móttökur og gestrisni.

Til baka

Fréttasafn

Fréttasafn

2024

Ágúst, September, Október, Nóvember.

2023

Ágúst, September, Október.

2022

Janúar, Ágúst, September, Október.

2021

Ágúst, September, Október, Desember.

2020

September, Október.

2019

Ágúst, September, Október, Desember.

2018

Ágúst, September, Október.

2017

Ágúst, September, Október, Nóvember.

2016

Ágúst, September, Október.

2015

Júlí, Ágúst, September, Október.

Heim
  • Forsíða
  • Skráning
  • Skráðir skólar
  • Sendu okkur
    • Myndir
    • Myndbönd
    • Frásagnir
  • Um GÍS
    • Að taka þátt
    • Ýmislegt gagnlegt
    • Árin
    • Fréttir
    • Hafa samband
  • Umferð.is
  • Heilsuefling
Efst á síðu
  • Þú ert hér:
  • Forsíða
  • Um GÍS
  • Fréttir
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík
Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi