Göngum í skólann 2025 verður sett föstudaginn 5. september í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta er í nítjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Tekur þinn skóli ekki örugglega þátt í ár?
Að setningu lokinni verður verkefnið ræst með viðeigandi hætti þar sem nemendur, starfsfólk og gestir munu ganga verkefnið af stað.
Fjöldi skóla sem tekur þátt hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum en fyrst þegar verkefnið fór af stað árið 2007 tóku 26 skólar þátt og í fyrra voru alls 77 skólar skráðir til þátttöku. Það verður gaman að sjá hvort fleiri skólar taka þátt í ár! Það er einfalt að skrá skóla til þátttöku, það eina sem þú þarft að gera er að smella hér og fylla inn nokkrar upplýsingar um skólann.
Þrír skólar verða dregnir út í lok átaks og fá þeir hver um sig inneign uppá 150.000 kr. frá Altis fyrir vörum sem nýtast í íþróttakennslu eða í frímínútum.
Notum virkan ferðamáta!
Göngum í skólann er styrkt af Íþróttaviku Evrópu - European week of sport (European Commission)