15.09.2025 Göngum í skólann fer vel af stað en 60 skólar er skráðir til leiks. ÍSÍ hvetur fleiri skóla til að taka þátt, skráning
hér.
Það getur borgað sig að skrá skólann og taka þátt því þann 1. október nk. verða þrír skólar dregnir út og fær hver þeirra 150.000 króna inneign í Altis sem selur vörur til að nota á skólalóðinni eða í íþróttasalnum.
Þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir og frásagnir af því sem fer fram í skólunum í tilefni af Göngum í skólann.
Hægt er að senda inn myndir og frásagnir í gegnum
heimasíðuna en einnig má senda tölvupóst á linda@isi.is